Nesfréttir - 01.03.2015, Page 8
8 Nes frétt ir
„Við leggjum áherslu á að
starfið sé skipulagt þar sem
starfsmenn og börn leitist við
að móta faglegt, gott og heimilis-
legt andrúmsloft í skjólinu
sem einkennist af virðingu og
leikgleði“, segir Rut Hellenar,
forstöðukona Skólaskjóls
Grunnskóla Seltjarnarness –
Mýrarhúsaskóla eða „Skjólsins“
sem er dagvist fyrir nemendur
í 1. til 4. bekk eftir að hefðbund-
num skóladegi lýkur. „Markmiðið
með öllu starfi í Skjólinu er að
skapa þroskavænlegt umhverfi og
öruggt skjól með gleði og vellíðan
allra að leiðarljósi. Í Skjólinu er
lögð áhersla á að gefa börnunum
möguleika á að þroskast gegnum
leik og starf“, segir Rut.
Starfsemi Skjólsins hefur tekið
nokkrum breytingum í vetur, bæði
þegar kemur að skipulagi og innra
starfi. Tómstundafulltrúi hefur
verið ráðinn í 75% starf í Skjólið, en
í nóvember sl. var Sigríður Margrét
Einarsdóttir ráðin til starfans.
Hlutverk tómstundafulltrúa er
að taka þátt í skipulagningu og
stjórnun innra starfs Skjólsins.
Móttaka nemenda hefur verið færð
úr aðalrými og fram í „anddyri“
Skjólsins. Þar hefur verið komið
upp upplýsingatöflu sem gefur
gott myndrænt yfirlit af skipulagi
starfsins og hvar börnin eru hverju
sinni, nokkuð sem styður eftirfylgni
við hópastarf og íþróttaæfingar og
eykur öryggi. Þessi breyting er
einnig talin mjög til bóta þar sem
hún auðveldar starfsfólki að stjórna
„umferð“ barna í og úr Skjólinu
og ferðum þeirra um skólann auk
þess sem þetta fyrirkomulag skapar
aukna ró í aðalleikrými Skjólsins.
Íþróttir og tónlistarnám
Flest börnin í Skjólinu stunda
íþróttir eða tónlistarnám og
starfsemin hefur lagað sig að
því að dvalartími þeirra sé afar
mismunandi. Dagsplan Skjólsins
hefur verið styrkt með aukinni
fjölbreytni í valtilboði nemenda og
með breyttu skipulagi hefur Skjólið
verið gert að meira aðlaðandi
kosti fyrir börnin. Fyrir framlag
frá foreldrafélagi skólans hafa
leikföng og spil verið endurnýjuð.
Seltjarnarnesbær hefur jafnframt
aukið framlag sitt til efniskaupa og
búnaðar og hafa m.a. verið keypt
húsgögn til að bæta aðstöðuna.
Vistunartími er sveigjanlegur allt
frá 1. klst. á viku, en Skólaskjólið
er opið frá kl. 13:20 til 17:15
alla virka daga.
Gott og heimilislegt andrúmsloft í skjólinu
Rut Hellenar, forstöðukona Skólaskjóls Grunnskóla Seltjarnarness –
Mýrarhúsaskóla eða „Skjólsins“ ásamt Sigríði Margréti Einarsdóttur
nýráðnum tómstundafulltrúa Skjólsins.