Nesfréttir - 01.03.2015, Page 12

Nesfréttir - 01.03.2015, Page 12
12 Nes ­frétt ir Gauti Grétarsson sjúkra-þjálfari spjallar við Nes-fréttir að þessu sinni. Hann nam sjúkraþjálf- un við HÍ og útskrifaðist þaðan 1985. Hann hefur starfað að faginu síðan auk þess að leita sér áframhaldandi menntunar. Gauti hefur líka komið við sögu íþrótta- mála og meðal annars þjálfað yngri flokka hjá Gróttu, verið yfirþjálfari hjá Gróttu og þjálfari meistaraflokks Gróttu. Einnig aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki Hauka og þjálfari hjá Skogn í Noregi. Gauti hefur mikinn áhuga á hvernig bæta megi líf heldri borgara og gera þeim auðveldara á því æviskeiði sem stundum er kallað efri árin. Hann segir mikilvægt að gera fólki kleyft að halda góðri heilsu til þess að geta búið sem lengst heima og annast um sig sjálft. Þar skipti útivera og hreyfing miklu. Gauti er fæddur Vesturbæingur en ólst upp á Sel- tjarnarnesi og telur rætur sínar liggja þar að miklu leyti. „Ég er fæddur í Vesturbænum í Reykjavík og átti heima á Nesvegin- um fyrstu þrjú árin. Svo bjuggum við í Sörlaskjóli í tæpt ár og svo fluttum við vestur á Seltjarnarnes á Melabrautina. Þetta var á þeim tíma þegar Nesið var að slíta barnsskónum. Opnir húsgrunnar voru út um allt þar sem gamalt búskaparumhverfi var óðum að breytast í þéttbýli. Þetta skapaði ungum mönnum ótal tækifæri til leikja og aðalleiksvæði okkar voru Holtið og Kríumóinn á sumrin og síðan túnin vestan á Nesinu þar sem Hofgarðar og Bollagarðar eru nú. Við fórum líka úr í Suðurnesið þar sem Golfvöllurinn er nú. Þar voru kartöflugarðar Seltirninga og á veturnar vorum við á skautum á tjörninni sem þá var og spiluðum stundum íhokkí. Við strákarnir smíðuðum fleka á tjörninni og byggðum kofa bæði í Holtinu og einnig vestur frá. Það var ýmsilegt brallað og umhverfið gaf tækifæri til að finna sér nær endalausa möguleika í útiverunni.“ Gauti lætur hugann reika til áramótanna á Seltj- arnarnesi og hvað krakkarnir voru þá að fást við „Við gerðum alltaf brennur á gamlárskvöld. Þá var kappkostað að vera með stærstu brennuna í bænum. Ekki aðeins á Seltjarnarnesi heldur líka yfir alla Reykjavík. Allir voru að hjálpast að við að safna saman drasli til þess að hafa bálköstinn sem stærstan. Nú heyrir þetta sjálfsstæði og frumkvæði sem krakkarnir höfðu í leik og sköpun við undirbúning áramótanna til liðinni tíð því nú er bæjarfélagið farið að annast þetta og bæjarstarfsmenn sjá um brennusöfnunina“. Ólöf, Garðar, Guðmundur og Ásgeir Gauti minnist þess að Seltirn- ingar hafi sótt flesta þjónustu til Reykjavíkur. „Þeir fóru í sund í Vesturbæjarlaugina, þeir fóru í kirkju í Neskirkju og skátastarfið var sótt í Vesturbæinn. Oft þurftum við krakkarnir að fara langan veg í Strætó eða gangandi vegna þess að samgöngurnar voru ekki það góðar. Ég byrjaði að bera blöðin út þegar ég var 10 ára. Bæði Morgunblaðið og Vísi sem var gefinn út á þeim tíma. Maður kynntist því mörgum einkum fólki sem bjó á Nesinu. Ég fór í gegnum barnaskólann á Seltjar- narnesi og var svo heppinn að vera í bekk hjá Ólöfu Pétursdóttur fyrstu sex árin. Ólöf var frábær kennari og lagði góðan grunn að framtíðinni. Svo var Garðar Guðmundsson, sem stundum hefur verið kallaður “pabbi Gróttu“ og er einn af stofnendum félagsins með okkur strákana öllum stundum að þjálfa okkur í fótbolta. Ég naut einnig þeirrar heppni að hafa Guðmund Harðarson sem leikfimikennara á Seltjarnarnesi og Ásgeir Elíasson síðar landsliðsþjálfara mjög áhugasama menn sem kunnu sitt fag vel. Þegar íþróttahúsið kom skapaðist tækifæri til þess að æfa handbolta sem ekki hafði verið æfður úti svo neinu næmi og þá hófst handboltatímabilið í sögu Seltjarnarness og lagður ákveðinn grunnur að því sem síðar varð.“ Útivera og hreyfing átti alltaf vel við mig Gauti segir að máltækið að snemma beygist krókurinn hafi átt vel við sig. „Ég var alltaf fyrir mikla útiveru. Móðir mín byrjaði snemma að fara með í göngutúra um Nesið og upplifa fjöruna, fuglalífið og útsýnið. Útivera og hreyfing átti afar vel við mig og skipti mig miklu máli. Þetta var áhugasviðið og það lagði að einhverju leyti grunninn þegar að því kom að velja námsbraut.“ Gauti segir að oft hafi skort fagmennsku í þjálfunina og menn unnið hlutina meira af fingrum fram en eftir skólabókinni. „Eftir að ég ákvað að leggja þetta fyrir mig fór ég að leita mér að upplýsingum og efni um þjálfun. Lítið var til á íslensku um þessa hluti á þeim tíma. Ég fór í Norræna húsið og fann nokkrar bækur um þjálfun á norsku og sænsku. Ég las þær spjaldanna á milli og á árunum í MR hafði ég Jóhannes heitinn Sæmundsson, faðir þeirra Patreks handboltamanns og þjálfara og Guðna Th. sagnfræðings sem íþróttakennara og fræðara að þessu leyti. Því má segja að ég hafi alltaf verið heppinn að þessu leyti og notið góðrar leiðsagnar á þeirri leið sem varð að lífsstarfi mínu.“ Þjálfað í Gróttu í meira en 20 ár „Ég byrjað að þjálfa handbolta þegar ég var 19 ára. Árið 1979 þjálfaði ég fyrstu flokkana hjá Gróttu. Ég var einmitt að taka það saman og ég held að það séu 22 ár sem ég hef í gegnum tíðina þjálfað hjá félaginu. Ég hef þjálfað marga árganga. Bæði stelpur og stráka. Ég þjálfaði meistaraflokkinn í þrjú ár og var yfirþjálfari í ein 10 til 12 ár þannig að þetta er orðin alllöng saga. Við þjálfunina lagði ég mesta áherslu á að koma með nýjungar sem sumum fannst stundum vera dálítið groddaralegar. Menn voru ekki sammála um hvort rétt væri að vera með almenna upphitun eða teygjuæfingar hvað þá að vera með kraftþjálfun og styrktarþjálfun. Ég reyndi að fara aðeins ótroðnar Viðtal við Gauta Grétarsson Mikilvægt að bæta líf heldri borgara Gauti Grétarsson sjúkraþjálfari.

x

Nesfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.