Nesfréttir - 01.03.2015, Page 17

Nesfréttir - 01.03.2015, Page 17
Nes ­frétt ir 17 „Við höfum fundið fyrir mikilli eftirspurn eftir kennsluefni um fjármál, bæði frá kennurum, foreldrum og nemendunum sjálfum. Fjármálavit er liður í að mæta þessari eftirspurn.” segir Kristín Lúðvíksdóttir Seltirningur og verkefnisstjóri Fjármálavits en verkefnið er á vegum Samtaka fjármálafyrirtækja og er liður í að fá unglinga til að byrja fyrr að hugsa skynsamlega um fjármál. Nemendur í 10. bekk í Valhúsaskóla voru heimsóttir í vikunni. „Við höfum þróað efnið í allan vetur en kennslustundin samanstendur af myndböndum um fjármál og verkefnum sem nemendur leysa í kjölfarið,” segir Kristín. Páll Óskar Hjálmtýsson er verndari verkefnisins en hann varð nærri gjaldþrota um þrítugt og þekkir því mikilvægi þess vera skynsamur í fjármálum. Í myndböndunum leikur Seltirnin- gurinn Andrea Marín, sem lék Viggu í Fólkinu í blokkinni auk Arnórs Björnssonar og Óla Gunnars Gunnarssonar, úr leikritinu Unglingurinn, sem sló í gegn í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði í fyrra. Fjármálavit helst í hendur við Evrópsku peningavikuna sem stendur frá 9. til 15. mars en um 20 lönd taka þátt í vikunni auk Íslands. „Það var ótrúlega gaman að fylgjast með krökkunum í Valhúsaskóla. Fréttastofa RÚV kom í heimsókn og þau voru ófeimin við að spjalla og spyrja. Þetta verða fjármálas- nillingar framtíðarinnar - ég er ekki í nokkrum vafa um það.” sagði Kristín að lokum. Nemendur í Való fá kynningu á Fjármálaviti Kristín Lúðvíksdóttir Seltirningur og verkefnisstjóri Fjármálavits. AFMÆLISKÖKUR ÞARF AÐ PANTA MEÐ DAGS FYRIRVARA … Á AFMÆLI Í DAG! APOTEK ER MEÐ AFMÆLISKÖKUNA Hjá okkur færðu þessa frábæru afmælisköku. Hún er tilvalinn eftirréttur fyrir ‹ölskyldur og vinahópa sem hafa gaman saman á Apotekinu. Gómsæt súkkulaðikaka með súkkulaðimús og hindberjum, hjúpuð súkkulaðiganache að hætti Axels Þ., Pastry Chef. Kakan er hæfileg fyrir 6–10 manns og kostar 3.990 kr. Austurstræti 16 Sími 551 0011 apotek.is Slysvarnardeildin Varðan hefur undan- farin þrjú ár gefið ungbarnagjafir til nýbakaðra foreldra á Nesinu og Vesturbæ Reykjavíkur í gegnum Heilsugæslustöð Seltjarnarness. Deildin hefur mikið látið að sér kveða í forvörnum barna og látið gott af sér leiða. Í þessum ungbarnapökkum eru forvarnarbæklingur, öryggisvara, endurskins- merki, 112 segull og bréf frá Vörðunni með ýmsum upplýsingum og fróðleik til hinna nýbökuðu foreldra. Í ár var ákveðið að bæta við í pakkann fallegum handgerðum snuddu- böndum sem konur í deildinni hafa búið til. Við vonumst til að bæði ungabarnið og for- eldrarnir njóti vel um leið og við óskum for- eldrunum til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn. Varðan gefur ungbarnagjafir Með vinsemd Jón Ingvar Jónasson, bæjarverkstjóri

x

Nesfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.