Nesfréttir - 01.03.2015, Síða 21

Nesfréttir - 01.03.2015, Síða 21
Nes ­frétt ir 21 Þó svo að veður og leiðinda umhleypingar hafi sett mark sitt á færð og aðgengi það sem af er vetri þá hefur félagsstarfið gengið að mestu leyti eðli- lega fyrir sig. Fjölmargir sóttu þorrablótið í kirkjunni í lok febrúar og ágætis þátttaka hefur verið í námskeiðum, handavinnu og öðrum tómstundum á vegum félagsstarfsins. Með hækkandi sól er fólk farið að horfa bjartari augum fram á betri tíð. Aðstaða félagsstarfs eldri bæjarbúa á Seltjarnarnesi er á Skólabraut 3-5. Þar fer fram megnið af þeirri dagskrá sem í boði er þó svo að ýmis dagskrá fari fram á vegum félagsstarfsins eða með þátttöku þess annars staðar í bænum. Dagskrá félags og tómstundastarfsins er opin öllum eldri bæjarbúum sem allir eru hjartanlega velkomnir. Skráningar er ekki þörf nema þess sé sérstaklega getið. En það er þá aðallega þátt- taka í námskeiðum, leikhús og óvissuferðum og skemmtikvöldum. Dag- skrána má sjá inni á vef bæjarins seltjarnarnes.is, í Morgunblaðinu (blaðinu og á netinu) og einstaka viðburðir eru settir inn á facebókarsíðuna eldri borgarar á Seltjarnarnesi (hópur). Einnig má nálgast allar upplýsingar og koma að hugmyndum og athugasemdum til forstöðumanns félagsstarfsins í síma 893 9800 eða á netfangið kristinh@nesid.is Dagskráin framundan í stórum dráttum. Kaffikrókur á Skólabrautinni alla virka daga kl. 10.30. Syngjum saman alla föstudaga í salnum Skólabraut kl. 14.30. Handavinna alla mánudaga og miðvikudaga í salnum Skólabraut kl. 13.00. Billjard í Selinu alla mánudaga og fimmtudaga kl. 10.00. Karlakaffi í kirkjunni þriðjudaga og fimmtudaga kl. 14.00. Timburmenn koma saman í Valhúsaskóla alla miðvikudaga kl. 13.00. Lomber fyrsta þriðjudag í mánuði kl. 13.30 í króknum. Helgistund á Skólabraut annan þriðjudag í mánuði kl. 13.30. Vatnsleikfimi í sundlauginni: mánud. og miðvikud. kl. 18.30 og þriðjud. og fimmtud. kl. 07.15. Námskeiðin í leir, listasmiðju, gleri, bræðslu og bókbandi eru háð skráningu. Upplýsingar og skráning hjá forstöðumanni. Sögustund. Næstu mánudaga kl. 13.30 les Ragnheiður Margrét Guðmundsdóttir upp úr bókinni Afdalabarn eftir Guðrúnu frá Lundi. Bíó fimmtudaginn 19. mars kl. 13.30 á Skólabraut. Helgistund og hádegisverður þriðjudaginn 24. mars í kirkjunni kl. 11.00. Selið miðvikudaginn 25. mars kl. 20.00. Sameiginleg kvöldstund í Selinu þar sem yngri og eldri koma saman. Borgarleikhúsið fimmtudaginn 26. mars Billy Elliot. Farið frá Skólabraut kl. 18.15. Skráningu lokið. Íbúafundur um málefni eldri borgara verður í Félagsheimili Seltjarnarness laugardaginn 28. mars kl. 11.00 – 14.00. Leitað verður eftir tillögum og hugmyndum varðandi hlutverk og þjónustu bæjarins við þennan aldurshóp. Nánar auglýst þegar nær dregur. Páskaeggjabingó í kirkjunni mánudaginn 30. mars kl. 19.30. Félagsvist Vörðunnar þriðjudaginn 14. apríl kl. 19.30. Félagsvist á vegum Vörðunnar. Kvennadeild slysavarnardeildarinnar býður eldri bæjarbúum í félagsvist og kaffisamsæti í salnum á Skólabraut. Bingó í golfskálanum fimmtudaginn 16. apríl kl. 14.00. Sætaferðir frá Skólabraut kl. 13.30. Vorfagnaður/grillkvöld fimmtudaginn 30. apríl í salnum á Skólabrautinni. Nánar auglýst þegar nær dregur. Skráning. Fé lags starf eldri bæj ar búa á Sel tjarn ar nesi 18 ára reynsla og þekking í sölu fasteigna ANDRI SIGURÐSSON Löggiltur fasteignasali s. 690 3111www.frittsoluverdmat.is Opið verður fyrir innritun í Tónlistarskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2015-2016 dagana 7. apríl til 8. maí nk. á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar, Mínar síður, www.seltjarnarnes.is Nánari upplýsingar á skrifstofu skólans alla virka daga frá kl. 11:00 - 15:00 SkólastjóriTónlistarskóli Seltjarnarness við Skólabraut Sími 5959-235 • tonlistarskolinn@seltjarnarnes.is

x

Nesfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.