Vesturbæjarblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 26

Vesturbæjarblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 26
26 Vesturbæjarblaðið DESEMBER 2007 Mikið úrval af jóla-og gjafavöru. Geisladiskar frá kr. 100. DVD á kr. 300. Munið 100 kr. hornið. Allt nýjar vörur. Símar 869 8171 - 899 2784 ÓdÝri jÓlamarkaÐurinn Ánanaust 1 beint Á mÓti gamla ellingsenhÚsinu Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp sem miðar að breytingum á grunnskólalögum. Í fjölmiðlum hefur orðið allnokkur umræða um frumvarpið. Í núverandi lögum segir eftir að forsendan er gefin um sam- starf skóla og heimila: „Starfshættir skólans skulu því mótast af umburð- arlyndi, kristilegu siðgæði og lýðræð- islegu samstarfi.” Í stað fyrrgreindra orða eru þessi orð nú í frumvarpinu: „Starfshættir grunnskóla skulu mótast af umburðarlyndi, jafnrétti, lýðræðis- legu samstarfi ábyrgð, umhyggju, sátt- fýsi og virðingu fyrir manngildi.” Breytingin kann að líta sakleysislega út við fyrstu sýn. En ég spyr: Hvað verður um grunnskóla sem byggir á fögrum hugtökum sem aftengd hafa verið grunni sínum? Verða hugtökin kannski eins og innistæðulausar ávís- anir sem vísa ekki á neitt, hafa enga undirstöðu? Hvað er umburðarlyndi ef það er ekki tengt kristinni trú, eða þá til að mynda búddisma eða einhverj- um öðrum gildagrunni? Getur umburð- arlyndi staðið eitt og sér? Verður umburðarlyndið þá ekki heimilislaust, utangarðs? Get ég þá ákveðið sjálfur fyrir mig hvað í orðinu felst þegar búið er að aftengja það? Er hér boðið upp á sjálfdæmishyggju í málefnum sem varða mótun íslenskrar æsku og þjóð- félags? Og hvað með hugtakið mann- gildi? Hvað er manngildi án tengsla við hefð, arf og tiltekin grunngildi? Hver er mannskilningurinn á bak við hug- takið manngildi? Er það hin kristna sýn á manninn sem kallar hann barn Guðs og segir alla menn jafna og gerir ráð fyrir þjónustu við alla aldurshópa, afstaða sem vill tryggja öllum heilbrigð- isþjónustu svo dæmi sé nefnt án tillits til tekna eða þjóðfélagsstöðu? Hvað merkir orðið manngildi eitt og sér? Er það eins og ávísun án innistæðu, ónýt- ur gúmmítékki? Kristinn átrúnaður frá upphafi Við erum kristin þjóð og kristin trú hefur mótað samfélag okkar í þús- und ár. Ísland er líklega eina landið í veröldinni þar sem kristinn átrúnað- ur hefur verið til staðar frá upphafi. Fyrstu landnemarnir voru kristnir munkar og meðal hinna norrænu land- nema voru einnig margir fylgjendur Krists. Íslendingar köstuðu svo fljót- lega hinum heiðna átrúnaði og tóku upp kristinn sið. Almenningur hefur á liðnum vikum látið í sér heyra um þessi mál og mikill meirihluti fólks lýst yfir stuðningi sínum við kristna trú. Á sama tíma má greina að svo- nefnd veraldarhyggja sækir á. Trúleysi og afstæðishyggja sækja á hér á landi og í mörgum öðrum löndum Evrópu. Hvar endar sú þróun? Ég tel að hún endi í eintómri sjálfdæmishyggju. Við getum varla haft gildagrunn sem er eins og jólahlaðborð þar sem hver og einn velur sér bita eftir smekk. Við get- um ekki byggt upp þjóðfélag þar sem hver og einn einstaklingur ákveður sinn eigin gildagrunn. Þá geta einstak- lingar líklega alveg eins sett sjálfum sér lög eftir eigin geðþótta. Hvert leið- ir taumlaus sjálfdæmishyggja? Mikilvægt er að fræða um þátt kristni í menningu okkar í þúsund ár. Um leið er mikilvægt að fræða um önn- ur trúarbrögð og lífsviðhorf. Umburð- arlyndi byggist ekki á því að ég loki augum og eyrum fyrir lífsviðhorfum annarra. Forsenda umburðarlyndis er að ég þekki siði og venjur annarra, að ég þekki eigin sjónarhól, viti hvaðan ég horfi og á hvað. Þess vegna verða allir Íslendingar að fræðast um kristna trú og læra um leið að þekkja helstu atriði í kenningum og siðum annarra trúarbragða. Það er skylda okkar sem kristin þjóð í samfélagi þjóðanna. Jólin eru á næsta leyti. Þau eru sú hátíð sem við leggjum hvað mest upp úr á ári hverju. Á jólum rifjum við upp söguna af fæðingu Jesú Krists sem kenndi okkur hin fögru grunngildi sem mótað hafa íslenska þjóð í þúsund ár og einnig flestar þær þjóðir sem hæst skora á lífsgæðaprófum sem gerðar eru reglulega og birtar í fjölmiðlum. Er það viturleg hugmynd að aftengja skólastarf hinum kristnu gildum? Get- um við lifað í lausu lofti? Hlutleysi er ekki til og tómarúm í trúarefnum verð- ur aldrei til langframa. Fyrr eða síðar fyllist tómarúmið af einhverju öðru. Viljum við láta kylfu ráða kasti hvað varðar grunngildi þjóðarinnar og láta undirstöðu menningar okkar reka á reiðanum? Meirihluti þjóðarinnar veit alveg hvað hann vill. En þú? Veistu hvað þú vilt? Ég hvet lesendur til að íhuga og ræða þetta mikilvæga mál á aðventu og jólum. Gleðileg jól! Aftenging skóla og jóla? AUGL†SINGASÍMI 511 1188 & 895 8298

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.