Vesturbæjarblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 31

Vesturbæjarblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 31
Gengið hefur verið frá samn- ingum við þrjá leikmenn hjá meistaraflokki KR í kvennaknatt- spyrnu. Þetta eru Guðrún Sóley Gunn- arsdóttir sem gengur til liðs við KR að nýju eftir að hafa leikið með Breiðabliki sl. tvö ár. Guðrún lék fyrst með mfl. KR árið 1996 og er 11. leikjahæsti KR-ingurinn með 158 leiki - og 12 mörk. Guð- rún hefur leikið 42 A-landsleiki (þ.á.m. alla leikina á þessu ári), 17 U21-landsleiki, 7 U19-landsleiki og 13 U17-landsleiki. Það er fagn- aðarefni fyrir KR að fá Guðrúnu Sóleyju aftur á heimaslóðir. Hún er án efa einn af sterkari varnar- mönnum landsins og verður lið- inu mikill styrkur. Guðrún Sóley skrifaði undir samning út keppnis- tímabilið 2008. Íris Dögg Gunnarsdóttir kom til KR frá Fylki á miðju sumri 2006 (á yngsta árinu í 2. flokki). Hún lék fyrst með með mfl. í lokaumferð Landsbankadeildarinnar 2006 þeg- ar KR mætti Fylki í Árbænum. Íris hefur leikið 29 leiki með mfl. KR, þar af 28 af 32 leikjum í sumar. Íris lék þrjá leiki með U19-landsliðinu í undankeppni EM í haust. Íris stóð sig virkilega vel á nýliðnu keppnistímabili og er í hópi efnilegustu markvarða lands- ins. Íris Dögg var samningsbundin KR en gerir nú nýjan samning út keppnistímabilið 2010. María Björg Ágústsdóttir kom til KR frá Stjörnunni fyrir leiktíð- ina 2004. María hefur leikið 22 leiki með mfl. KR á árunum 2004 og 2005 en hún tók sér frí frá fótboltanum árin 2006 og 2007. María hefur leikið sjö A-landsleiki (þar af einn sem liðsmaður KR), 15 U21-landsleiki, 10 U19-lands- leiki og 5 U17-landsleiki. María Björg er í hópi sterkustu mark- varða landsins og því full ástæða fyrir KR-inga að fagna endurkomu hennar. María Björg gerir samning út keppnistímabilið 2008. Helena Ólafsdóttir áfram þjálfari Þjálfari meistaraflokks kvenna, Helena Ólafsdóttir, var endurráð- in í haust og mun hún stýra liðinu a.m.k. næstu tvö keppnistímabil. Ennfremur hefur verið gengið frá endurráðningu Guðrúnar Jónu Kristjánsdóttur sem aðstoðar- þjálfara meistaraflokks. KR-liðið vann á sl. sumri sigur í VISA-bik- arkeppninni og hafnaði í 2. sæti Landsbankadeildar kvenna. 31VesturbæjarblaðiðDESEMBER 2007 KR-SÍÐAN GETRAUNANÚMER KR ER 107 Guðrún Sóley Gunnarsdóttir. Samningar gerðir við þrjá leikmenn meistaraflokks kvenna í knattspyrnu KR í 8-liða úrslit Lýsingarbikarsins KR tapaði með 17 stiga mun í Eurocup í fyrri leik liðsins gegn tyrkneska liðinu Banvit BC sem fram fór í Frostaskjólinu 20. nóv- ember sl. Lokatölur urðu 79-96 fyrir Banvit BC en í hálfleik var staðan 39-48 í hálfleik. Stigahæstur KR-inga var Joshua Helm með 20 stig og 12 fráköst. KR-ingar byrjuðu leikinn mjög vel og skoraði Avi Fogel fyrstu fimm stig leiksins en Tyrkirnir komust yfir fljótlega og skiptust liðin á að hafa forystu í fyrsta leikhluta eða alls níu sinnum, KR leiddu 19- 16 þar sem KR-ingar börðust vel en síðustu fjögur stig leikhlutans voru Tyrkjana og KR-ingar undir 19-20 eftir fyrsta leikhluta. Í fjórða leikhluta komust Tyrkirnir mest í 25 stiga forystu. Hittni KR utan af velli var mjög slök, eða 21,7%. Seinni leikurinn í Tyrklandi var nánast endurtekning, en þann leik vann Banvit BC 95-83 eftir að hafa haft yfir 47-34 í hálfeik. Íslands- meistarar KR er því úr leik í Euro- cup. Sigur gegn Grindavík í Lýsingarbikarnum KR-ingar sigruðu Grindvíkinga 104-103 eftir að hafa verið yfir í hálfleik 62-56 í Lýsingarbikarnum sl. sunnudagskvöld. Joshua Helm var stigahæstur með 29 stig og 7 fráköst. Mikið var undir hjá báð- um liðum og voru Grindvíkingar mjög áræðnir í upphafi, pressuðu bakverði KR-inga hátt uppá völl- inn og ullu vandræðum, gestirnir sóttu mjög hratt eftir hverja sókn KR-inga og var staðan eftir fyrsta leikhluta 32-32 þar sem Joshua Helm skoraði 15 stig og var öflug- ur. Staðan í hálfleik 62-56. Þegar 30 sek. Voru til leiksloka var stað- an 102-103 fyrir Grindavík en þá átti Avi Fogel frábæra stoðsend- ingu á Fannar Ólafsson sem skor- aði af öryggi og tryggði KR-inga áfram í bikarkeppninni. Vonandi verður meira um svona spennu- leiki í Frostaskjólinu í vetur. Dreg- ið var í 8-liða úrslit á miðvikudag- inn og dróst KR á móti Njarðvík og fer leikurinn fram í Njarðvíkum í byrjun janúar. Frá fyrri leik KR gegn tyrkneska liðinu Banvit BC. Reykjavíkurmótið í meistara- flokki karla hefst 18. janúar nk. KR leikur í A-riðli á Reykjavíkurmót- inu ásamt Fjölni, ÍR og Val. Fyrsti leikur KR verður gegn Fjölni föstu- daginn 18. janúar. Síðan leikur KR gegn ÍR 24. janúar og loks gegn Val 14. febr- úar. Efsta liðið leikur til úrslita við efsta liðið í B-riðli, en í þeim riðli leika Fram, Fylkir, Víkingur og Þróttur, og fer leikurinn fram fimmtudaginn 28. febrúar. Allir leikirnir eru leiknir í Egilshöll. KR byrjar Reykjavíkur- mótið gegn Fjölni - úr leik í Eurocup Ragnheiður tryggði sér OL-þátttöku Ragnheiður Ragnarsdóttir, KR, tryggði sér sæti í úrslitum í 50 metra skriðsundi í 50 metra laug á opna hollenska meistaramót- inu sem fram fór í Eindhoven um sl. helgi. Ragnheiður kom sjötta í mark á 25,98 sek. og bætti eigið Íslandsmet í greininni. Keppendur i undanrás- um voru 78 talsins. Ragnheiður er fyrsta íslenska sundkonan til að komast undir 26 sekúndur í þess- ari grein. Tíminn hennar er undir ólympíulágmarkinu og er annað ólympíulágmarkið sem hún hefur náð, en fyrr náði hún OL-lágmarkinu í 100 metgra skriðsundi. Ragnheiður verður því meðal íslenskra þátttak- enda á Olympíuleikunum í Kína sem settir verða 08.08.2008 kl. 08.08! Í úrslitasundinu í 50 metra skrið- sundi bætti Ragnheiður svo aftur Íslandsmetið er hún er hún varð í 7. sæti á timanum 25.95 sek. Hollenska sundkonan Marlnn Weldhuis sigraði á 24 3. sek Næst á eftir Ragnheiði komu sundkonur frá Sviþjóð, Þýska- landi, Austurriki, Bretlandi og Spáni. Frábær árangur hjá Ragnheiði! Ragnheiður Ragnarsdóttir sund- kona. Þú vilt ekki fá hvaða jólasvein sem er inn um gluggann hjá þér! Hringdu núna í 570 2400 og fáðu frekari upplýsingar. www.oryggi.is � � � � �� � � � �� � �� �� �� �� �� � � �� � � � � ��� � � �� �� ��� �� �� ��� �� ��� � �� � � � �� � � � Jólatilboð á Heimaöryggi. Prófaðu endurgjaldslaust í 3 mánuði. ÞÚ ÁTT BÍLSKÚR Í BÆNUM Frítt í bílastæðahúsin á laugardögum!

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.