Vesturbæjarblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 30

Vesturbæjarblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 30
Aðventuhátíð barnanna fór fram í Dómkirkjunni annan sunnudag í aðventu. Börn úr sunnudagaskól- anum gengu inn með ljósker sem þau höfðu föndrað í kirkjustarfinu. Krakkar úr Vesturbæjarskóla sungu undir stjórn Nönnu Hlífar Yngva- dóttur og Marteinn Friðriksson dómorganisti lék. Ljósker og jóla- myndir eftir krakka úr kirkjustarf- inu voru í gluggum og á veggjum og lítil stúlka, Ásdís María, var bor- in til skírnar. Barnafræðarar, starfs- fólk og prestar leiddu stundina. Við litum við hjá honum Magnúsi Inga á Sjávarbarnum og spurðum hvort hann yrði ekki með skötuveislu á Þorláks- messunni. “Heldur betur” sagði Magnús okkur. “Skötufjörið byrjar 20. desem- ber. Við verðum með langflottustu skötuveislu í bænum. Verðinu er stillt í hóf og við bjóðum skötuna hvort heldur sem er í hádeginu og á kvöldin. Við kæsum skötuna sjálf hérna og allir fá skötu við sitt hæfi. Margir eru í önnum fyrir jól- in og hafa þar af leiðandi misst af skötunni á Þorláki. En við bætum úr því með því að hefja skötufjör- ið þann tuttugasta.” Magnús bætti því við að Sjávarbarinn yrði með jólahlað- borð á kvöldin fram að jólum. Einnig sagði hann okkur að nú byði Sjávarbarinn Take-away þjónustu og veisluþjónustu. Hjá honum væri fiskurinn alltaf fersk- ur. Kæmi beint af markaðnum við höfnina og það væri trygging fyrir bestu gæðum. 30 Vesturbæjarblaðið DESEMBER 2007 Ý M I S Þ J Ó N U S T A Hreinsum allan fatnað, sængur, millidýnur og gardínur á athyglisverðu verði. EFNALAUGIN DRÍFA Hringbraut 119 • Rvk. ÖLL ALMENN PRENTUN SÍMI 561 1594 895 8298 HRÓLFSSKÁLAVÖR 14 NETFANG: NES@ISHOLF.IS AUGL†SINGASÍMI 511 1188 895 8298 Netfang: borgarblod@simnet.is ����������� �������������������� ��������������������� ����� ������ �� ����������� Aðventuhátíð barnanna Sjávarbarinn við Fiskislóð: Magnús Ingi á Sjávarbarnum Nú ættu allir að kom- ast í skötuveisluna Heimanám - í skólanum eða heima? Menntaráð Reykjavíkur hefur ákveðið að skipa starfshóp til að skoða heimanám nemenda í grunnskólum borgarinnar, sér- staklega yngstu barnanna. Hann á að vinna tillögur, m.a. á grundvelli könnunar sem Menntasvið Reykjavíkurborgar gerði nýlega á því hvernig skól- ar hafa nýtt svokallaða viðbótar- stund í 2. - 4. bekk. Viðbótars tundinn i , sem Reykjavíkurlistinn kom á árið 2002, var ætlað að jafna aðstöðu nemenda til náms með því að gefa þeim kost á heimanámi í skólanum með stuðningi kenn- ara. Jafnframt átti viðbótar- stundin að brúa bilið milli skóla- og frístundavistar. Áðurnefnd könnun leiddi í ljós að flestir skólar nýta daglega viðbótar- stund í almenna kennslu, svo og í list- og verkgreinakennslu, en með lengingu skóladags sem henni nemur er litið svo á að skólavinnu nemenda sé að mestu lokið. Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkur, segir að meðal foreldra og kennara séu skiptar skoðanir um það hvort vinnudagur yngstu nem- enda grunnskólans sé of lang- ur og hvort heimanám eigi rétt á sér. Starfshópurinn sem fara mun í saumana á því verður skipaður fulltrúum í mennta- ráði, svo og f u l l t rúu m foreldra og kennara. “ H a n n á að kalla fram sjón- a r m i ð k e n n a r a og foreldra o g e f n a til opinna funda með foreldraráð- um grunn- skólanna til að ræða hvernig fyrirkomulagi heimanáms verði best háttað,” segir Oddný Sturlu- dóttir. Oddný Sturludóttir, formaður Mennta- ráðs Reykjavíkur. Hagaskóli í 3. sæti Skrekks Einn stærsti viðburðurinn ár hvert í félagslífi unglinga er hæfileikakeppnin Skrekkur. Þar leiða saman hesta sína allir grunnskólar á höfuðborgarsvæð- inu og keppa um það hvaða skóli er með besta listræna atriðið. Undirbúningur fyrir keppnina hefst um leið og skólinn byrjar á haustin, þá byrja krakkarnir að varpa á milli sín hugmynd- um og þróa atriðin sem yfirleitt eru skemmtileg blanda af dansi, söng og ýmiskonar sprelli. Í Hagaskóla er gífurlegur metn- aður fyrir þessari keppni og í ár voru fjögur atriði sem kepptu um að vera fulltrúi skólans. Eft- ir harða undankeppni þá sigraði atriði sem gekk undir nafninu NEI! Umfjöllunarefnið var nauðganir og skelfilegar afleiðingar þeirra. Óhætt er að segja að áhuginn fyr- ir keppninni sé gríðarlega mikill í Vesturbænum því seldir voru 220 miðar á undanúrslitin sem fram fóru í Borgarleikhúsinu þann 20. nóvember sl. Sigurvegari Skrekks árið 2007 varð Hlíðarskóli og okk- ar fólk í Hagaskóla lenti í þriðja sæti eftir glæsilega frammistöðu. Forsvarsmenn Frostaskjóls eru mjög stoltir af sínu fólki enda alveg ótrúlegt að sjá hvað unga fólkið í dag er skapandi, sjálfstætt og frjótt og greinilegt að framtíðin er björt. Lið Hagaskóla í Skrekk. NETSAGA.IS

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.