Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.03.2016, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 04.03.2016, Qupperneq 6
Vinnumarkaður  „Það er mjög fátítt að það komi kvartanir um kynferðislega áreitni á okkar borð og það kemur á óvart í allri þessari vitundarvakningu sem hefur orðið síðustu misseri um kynbundið ofbeldi. Fólk er meðvitað um að sætta sig ekki við einelti, en svo virðist sem annað gildi um kyn- ferðislega áreitni,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, lögfræðingur BSRB. Sonja mun skýra nýjar reglur um kynferðislega áreitni sem tóku gildi í nóvember á síðasta ári á hádegis- verðarfundi sem haldinn verður í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann 8. mars. Hún telur að með aukinni fræðslu um kynferðislega áreitni á vinnustöðum og skyldur atvinnurekanda sé hægt að opna umræðuna.  Skýrsla Alþjóðasam- bands verkalýðsfélaga sýni að um helmingur kvenna á vinnumarkaði verði fyrir áreitni. „Atvinnurek- endur eiga með nýjum reglum að vernda starfsfólk sitt. Bæði er þeim skylt að meta áhættuþætti í starfi og gera áætlun um forvarnir, þar sem á að tilgreina aðgerðir og við- brögð.“ „Þolendur eiga erfitt með að stíga fram, það eru ýmsar mýtur sem valda því,“ segir Finnborg Salome Steinþórsdóttir, doktorsnemi í kynjafræði við stjórnmálafræði- deild Háskóla Íslands. „Mýturnar draga úr alvarleika áreitni, áreitnin er kannski sett í einhvern grínbún- ing og lítið gert úr viðbrögðum. Ég ætla að fjalla um vandann út frá kynjaðri menningu og samfélaginu sem við búum í,“ segir hún. Finnborg nefnir að bæði karlar og konur verði fyrir kynbundinni og kynferðislegri áreitni. Konur þó í meiri mæli. „Konur upplifa frekar áreitni frá samstarfsmönnum og yfirmönnum en karlar frekar frá þeim sem þiggja þjónustu frá þeim.“  kristjanabjorg@frettabladid.is Þolendur eiga erfitt með að stíga fram Fátítt er að fólk sem hefur orðið fyrir kynbundinni og kynferðislegri áreitni á vinnustöðum ræði það opinberlega. Um helmingur kvenna á vinnumarkaði hefur orðið fyrir áreitni samkvæmt skýrslu Alþjóðasambands verkalýðsfélaga.  Meira en helmingur kvenna og fjórðungur karla í þjónustugeiranum á Íslandi hefur orðið fyrir kynferðis- legri áreitni. Konur upplifðu skerta öryggistilfinningu á vinnustaðnum í kjölfarið. Rannsókn SGS og RIKK Kynbundið áreiti Hegðun sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk viðkomandi og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi. Kynferðisleg áreitni Hvers kyns kynferðisleg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu við- komandi, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg. Ofbeldi Hvers kyns hegðun sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir henni verður, einn- ig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennd svipting frelsis. Frá kr. 74.900 m/morgunmat BARCELONA PRAG LJUBLJANA BORGARFERÐ Frá kr. 89.900 sértilboð Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat. 23. mars í 5 nætur. Frá kr. 74.900 m/bók.afsl. Netverð á mann m.v.2 í herbergi með morgunmat. 5. maí í 4 nætur. Frá kr. 98.900 Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat. 13. maí í 3 nætur. Hotel 4 Barcelona Hotel ILF Hotel Park Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 73 93 0 23.-28. mars Sértilboð 21.-25. apr I 5.-9. maí 13.-16. maí Skelltu þér í RÓM Frá kr. 99.900 sértilboð Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat. 28. apríl í 4 nætur. Hotel Presidente 28. apr -2. maí Sértilboð VALENCIA Frá kr. 94.900 Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat. 5. maí í 4 nætur. Exe Rey Don Jaime 5.-9. maí Bók.afsl. Jose Manuel Coelho, þingmaður Verkamannaflokks Portúgals (PTP), brá í mótmælaskyni á það ráð á svæðisþinginu í Madeira að afklæðast og afhenda föt sín forseta þingsins. Með þessu vildi þingmaðurinn mótmæla sekt sem hann var dæmdur til að greiða og hýrudrætti sem fylgdi í kjölfarið. Fréttablaðið/EPa Óvænt uppákoma 4 . m a r s 2 0 1 6 F Ö s T u D a G u r6 F r é T T i r ∙ F r é T T a B L a ð i ð 0 4 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :1 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 A 9 -E C B 0 1 8 A 9 -E B 7 4 1 8 A 9 -E A 3 8 1 8 A 9 -E 8 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 3 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.