Fréttablaðið - 04.03.2016, Blaðsíða 24
„Það er mikil saga
á bak við þennan
varalit sem ég hef
notað í tuttugu ár
og er alltaf með á
mér. Hann er frá
Revlon og hét fyrst
Red. Svo var hætt
að selja Revlon
hér á landi en
góð vinkona mín,
Guðrún Ólafs,
sem var flugfreyja
hefur séð um að
gefa mér varalit.
Nú heitir hann
Fire and Ice og
það er enginn
varalitur sem
kemst nálægt
þessum lit á mér.
Ég á alltaf svona
tíu stykki heima
í skúffu, annars
verð ég óróleg.“
Ragna Fossberg er nafn sem marg-
ir kannast við enda hefur hún starf-
að sem förðunarfræðingur í ís-
lensku sjónvarpi og við kvikmynd-
ir í tæplega hálfa öld. Hún var um
nýliðna helgi sæmd heiðursverð-
launum Eddunnar. „Það sem bar
hæst í síðustu viku er að ég varð
ellilífeyrisþegi þann 27. febrúar
og svo kláruðum við kvikmyndina
Eiðinn á sunnudaginn og síðan var
Eddan um kvöldið með öllu þessum
blæstri,“ segir Ragna og hlær.
Ragna segist ekkert vera á leið-
inni að setjast í helgan stein þótt
hún sé kominn á ellilífeyrisaldur,
síður en svo. „Ég hef sjaldan haft
eins mikið að gera en ég hef allt-
af verið virk og komið víða við.
Það er ekkert að hægjast á því sem
betur fer því ég segi alltaf að á
meðan maður lærir eitthvað nýtt
getur maður haldið áfram. Og ég
er enn að læra eftir um fimmtíu
ára starf.“
Þó að Ragna segist ekki vera
neinn tískugúrú hefur hún samt
alltaf haft puttann á púlsinum og
fylgst með straumum og stefnum í
tísku í gegnum starf sitt. Hún sýnir
lesendum hér sína uppáhaldshluti
og kennir þar ýmissa grasa.
AlltAf
með rAuðA
vArAlitinn
Ragna Fossberg sýnir okkur nokkra af sínum
eftirlætishlutum. Meðal þeirra er rauði
varaliturinn frá Revlon sem hún hefur notað í
tuttugu ár og hálsmen sem hún bar á Eddunni.
„Penzim er
efni sem ég
hef notað
á andlitið
á mér sem
næturkrem í
átta ár. Þetta
er vara sem
er unnin úr
íslensku
hráefni, fiski
ensímum,
og er alveg
stórkostlegt
efni.“
„Þetta er æðislega
töff hálsmen sem ég
er mikið með, meðal
annars á Eddunni. Það
er nánast eins og flík,
svo stórt og mikið og
áberandi. Ég fékk það
gefins frá stjúpdóttur
minni, Birtu Björns
í Júníform, en henni
fannst það lýsa mér
vel.“
Ragna segir sinn
hversdagslega stíl vera
stílhreinan, yfirleitt
klæðist hún galla
buxum og peysu og er
mikið með hálsklúta.
MYND/STEFÁN
„Skíða
hópurinn
minn gaf
mér þessa úlpu
og eigum við öll
sjö eins úlpur, strákar
í svörtu og stelpur í
rauðu. Úlpurnar eru allar
merktar Team Ragna
en ég hef svolítið séð
um þennan hóp.“
„Ég er mikil sólgleraugnamanneskja og
er orðin það þroskuð núna að ég er komin með sjóngler í þau
svo ég sjái eitthvað. Ég á mikið af sólgleraugum og finnst gott
að vera með þau, sama hvort ég er á hestbaki eða skíðum.“
Gerir um 10-12 kexkökur
90 g spelt (fínmalað)
0,5 tsk. bökunarsódi
1 tsk. kanill (má sleppa)
Vanillukorn á hnífsoddi (um
fimmtungur úr vanillustöng),
(má sleppa)
1,5 msk. agavesíróp
3 msk. kókosolía
3-4 msk. eplasafi
Hrærið saman í miðlungsstóra
skál spelti, bökunarsóda
og kanil. Hrærið vel. Ef þið
notið vanillu, skerið hana þá
langsum og skafið svolítið
af vanillukornunum út í. Í
annarri skál skuluð þið hræra
saman kókosolíu, eplasafa
og agavesírópi. Hellið út í
miðlungsstóru skálina. Hnoðið
lauslega saman. Áferðin á
að vera þannig að þið getið
haldið á deiginu án þess að
það klístrist við hendurnar
og það á ekkert af deiginu að
vera eftir í skálinni. Deigið á
alls ekki að vera blautt en á að
vera auðvelt að móta það. Ef
deigið er of þurrt má setja 1-2
tsk. af eplasafa út í til viðbótar.
Setjið deigið í skál og geymið
í ísskápnum í um 30 mínútur.
Takið deigið úr kælinum,
fletjið það út í um 1 mm þykkt
og skerið út úr því t.d. 3 cm
hringi (í þvermál) eða mjúkar
stjörnur. Setjið bökunarpappír
á bökunarplötu og raðið kexinu
á pappírinn.Bakið við 180°C
í um 10-12 mínútur. Kexið er
mjúkt þegar það kemur úr
ofninum en harðnar svo aðeins.
Uppskriftin er fengin af síðunni
cafesigrun.com
Heimalagað fyrir börnin
Víðir Þór íþrótta og heilsufræðingur veitir
ráðgjöf í Lyfju Smáratorgi í dag föstudag,
frá kl. 17:00 til 19:00
Víðir Þór Þrastarsson,
íþrótta- og heilsufræðingur frá Háskóla Íslands.
P
R
E
N
T
U
N
.IS
20%
afsláttur af vörunum meðan á kynningu
stendur
fyrstA kexið
4 . m a r s 2 0 1 6 F Ö s T U D a G U r4 F ó l k ∙ k y n n i n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ i ∙ l í F s s T í l l
0
4
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:1
9
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
A
A
-0
5
6
0
1
8
A
A
-0
4
2
4
1
8
A
A
-0
2
E
8
1
8
A
A
-0
1
A
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
5
6
s
_
3
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K