Fréttablaðið - 04.03.2016, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 04.03.2016, Blaðsíða 20
Í dag 19.00 Þór Þ. - Njarðvík Sport 19.40 Roma - Fiorentina Sport 2 19.40 Middlesbr. - Wolves Sport 3 22.00 Körfuboltakvöld Sport 01.00 NBA: Cavs - Wizards Sport 19.15 Þór Þ. - Njarðvík Þorlákshöfn Nýjast handbolti Það er að verða um einn og hálfur mánuður síðan Aron Kristjánsson hætti störfum sem landsliðsþjálfari í handknattleik. HSÍ hefur því haft drjúgan tíma til þess að finna arftaka hans en ekkert bólar á honum. „Það er ekkert búið að gerast í þessum málum sem hægt er að greina frá. Við erum að vinna í mál- inu og því miðar aðeins áfram. Það er þó ekkert í hendi,“ segir Guð- mundur B. Ólafsson, formaður HSÍ. Á svona löngum tíma hefur oft kvisast út að búið sé að ræða við hinn og þennan. Engar slíkar sögur hafa verið í gangi núna. Miðað við það sem Fréttablaðið hefur heyrt þá er ekki enn búið að tala við neinn þjálfara um að taka að sér starfið. „Ég vil ekki gefa neitt upp um hvort búið sé að ræða við einhvern. Við tókum málið mjög vítt í upp- hafi,“ segir formaðurinn en hvað þýðir það eiginlega? „Þá erum við að líta breitt á allt sviðið. Hvað sé í boði, hverjir hafi áhuga, hverjir séu í boði og annað slíkt.“ Þó svo þetta ferli hafi þegar tekið langan tíma hefur HSÍ sett sér tíma- ramma í málinu. „Við erum með það markmið að klára dæmið í þessum mánuði. Það er æfingavika hjá landsliðinu í apríl og þá verðum við að hafa þjálfara,“ segir Guðmundur en þessi æfinga- vika er hluti af undirbúningi liðsins fyrir HM-umspilið næsta sumar. Landsliðið mun ekki spila neinn leik í apríl eins og staðan er núna. Formaðurinn segist ekki geta úti- lokað neitt á þessu stigi. Ekki varð- andi hvort stefnan sé að fá íslenskan eða erlendan þjálfara. „Það er ekki hægt að útiloka neitt og við teljum okkur enn hafa tíma. Við vonumst til að loka þessu máli áður en við lendum í einhverri tíma- pressu. Við höldum samt ró okkar.“ Íslenska landsliðið hefur verið á stalli með bestu landsliðum heims um árabil og því ætti starfið að vekja athygli margra. Hefur HSÍ fengið mikið af umsóknum og fyrirspurn- um um starfið? „Það hefur eitthvað verið af því að menn hafi látið vita af sér. Aðallega útlendingar. Ég man þó ekki hversu margar þessar fyrirspurnir eru en það er innan við tuginn,“ segir Guðmundur en hvernig vinnur HSÍ þetta mál? Hverjir sjá um og leiða þetta mál? „Það er landsliðsnefnd karla sem er með verkefnið ásamt mér, vara- formanninum og framkvæmda- stjóranum. Það er frekar breiður hópur sem kemur að þessu. Í lands- liðsnefndinni eru gamlir landsliðs- menn meðal annars sem eru með mikla reynslu. Við höfum hist þegar við teljum vera þörf á en ég leiði vinnuna.“ Þó svo málið virðist lítið hafa þokast áfram síðustu vikur þá er for- maðurinn langt frá því að vera áhyggjufullur. „Alls ekki. Við telj- um okkur vera með gott starf í boði og trúum ekki öðru en að við finnum góðan mann í starfið. Við viljum aftur á móti vanda valið við að finna góðan mann.“ henry@frettabladid.is Klárum málið í þessum mánuði Formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, hefur engar áhyggjur þó svo ekki sé búið að finna arftaka Arons Kristjánssonar sem hætti í janúar. Ekki virðist vera búið að ræða við neinn þjálfara um að taka að sér starfið. Tíminn tifar. Þessi mynd var tekin þann 22. janúar síðastliðinn er Aron Kristjáns- son hætti. Síðan þá virðist lítið hafa gerst. FRéTTABlAðið/vilhelM Óskar Bjarni er til- búinn en ekki Gunnar Það hafa ýmsir menn verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara síðustu vikur. Nöfn manna sem hafa tengst liðinu á síðustu árum. Menn eins og Óskar Bjarni Óskarsson og Gunnar Magnússon. Einnig hafa nöfn fyrrverandi landsliðsmannanna Geirs Sveins- sonar og Kristjáns Arasonar verið í umræðunni. Gunnar er að þjálfa Hauka og tjáði Fréttablaðinu í gær að hann væri ekki að sækjast eftir aðalþjálf- arastarfinu. Hann útilokaði þó ekki að vinna með HSÍ áfram en hann hefur verið með landsliðinu frá árinu 2002. Það var aðeins á þeim stutta tíma sem Viggó Sigurðsson þjálfaði liðið sem Gunnar var ekki hluti af þjálfarateyminu. Óskar Bjarni Óskarsson var aðstoðarþjálfari liðsins er það vann silfur í Peking og brons í Austurríki á EM. Hann hætti með landsliðinu árið 2012 en sagði í gær að hann væri til í að snúa aftur. „Ég er til í að taka liðið að mér eða aðstoða annan mann. Ég er klár í verk- efnið en hef ekki heyrt frá neinum enn sem komið er. Ég naut þess að vera með lands- liðinu á sínum tíma og er til í að koma aftur,“ segir Óskar Bjarni. Víkingar fallnir í 1. deild þótt enn séu fimm umferðir eftir Fallnir Víkingar féllu í gær úr Olís-deild karla í handbolta eftir eins árs dvöl. Víkingar urðu að vinna Aftureldingu til að halda sér á lífi en það hefði ekki einu sinni dugað því FH vann óvæntan sigur á nýkrýndum bikarmeisturum Vals á sama tíma. Víkingar eru nú 13 stigum frá öruggu sæti þegar aðeins tíu stig eru eftir í pottinum. Þjálfarinn Ágúst Jóhannsson hefur ekki fundið svör við vandamálum Víkingsliðsins í vetur. FRéTTABlAðið/STeFáN domino’s-deild karla í körfubolta Stjarnan - höttur 90-72 Stigahæstir: Tómas Tómasson 18, Justin Shouse 17, Arnþór Guðmundss. 15, Tómas Þórður Hilmarsson 11 - Tobin Carberry 27. Höttur er fallið í 1. deild. ÍR - Snæfell 108-74 Stigahæstir: Björgvin Ríkharðsson 25/7 stoðs., Sveinbjörn Claessen 21, Vilhjálmur Theodór Jónsson 20, Kristján Andrésson 17 - Sherrod Nigel Wright 19, Sigurður Á. Þor- valdsson 18, Stefán Torfason 12/16 fráköst. FSu-Keflavík 73-112 Stigahæstir: Christopher Woods 22/14 frák., Gunnar Ingi Harðarson 16 - Jerome Hill 26 Reggie Dupree 19 Magnús Már Traustason 16. FSu er fallið í 1. deild. Tindastóll-KR 91-85 Stigahæstir: Anthony Gurley 26, Darrel Keith Lewis 21, Pétur Birgisson 13 - Michael Craion 21/13 frák., Helgi Már Magnússon 18. Tindastóll kom í veg fyrir að KR tryggði sér deildarmeistaratitilinn. Grindavík-haukar 71-105 Stigahæstir: Þorleifur Ólafsson 12, Jón Axel Guðmundsson 12 - Emil Barja 35, Brandon Mobley 21/11 frák., Kári Jónsson 13/9 stoð- sendingar, Kristinn Marinósson 11. Haukar unnu sinn sjötta leik í röð. efri hluti KR 32 Keflavík 28 Stjarnan 28 Haukar 26 Tindastóll 24 Þór Þorl. 22 Neðri hluti Njarðvík 22 Snæfell 16 Grindavík 16 ÍR 12 FSu 6 Höttur 6 olís-deild karla í handbolta ÍBv - Fram 31-27 Markahæstir: Agnar Smári Jónsson 8, Grétar Þór Eyþórsson 7 - Þorgrímur Smári Ólafsson 7, Garðar B. Sigurjónsson 6. Grótta - ÍR 22-30 Markahæstir: Finnur Ingi Stefánsson 7 - Jón Kristinn Björgvinsson 8, Aron Örn Ægisson 6 Sturla Ásgeirsson 5, Davíð Georgsson 4. valur - Fh 23-28 Markahæstir: Geir Guðmundsson 8 - Einar Rafn Eiðsson 9, Ásbjörn Friðriksson 7, Gísli Þorgeir Kristjánsson 5. víkingur - Afturelding 26-28 Markahæstir: Jóhann Reynir Gunnlaugsson 6, Atli Karl Bachmann 5, Karolis Stropus 5 - Árni Bragi Eyjólfsson 15, Mikk Pinnonen 5. Akureyri - haukar 17-28 Markahæstir: Halldór Logi Árnason 5 - Janus Daði Smárason 5, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 5, Hákon Daði Styrmisson 5/3, Adam Haukur Baumruk 4. Giedrius Morkunas varði 21/1 eða 64%. Stig liðanna: Haukar 38, Valur 32, Aftur- elding 24, ÍBV 23, Fram 22, Grótta 21, Akur- eyri 21, FH 20, ÍR 12, Víkingur 7, VinnA StELpurnAr dAni Í FyrStA Sinn Í FiMM Ár? Íslenska kvennalandsliðið í fót- bolta spilar í dag annan leikinn sinn á Algarve-mótinu og mót- herjinn er danmörk. Íslensku stelpunum hefur ekki tekist að vinna dani í síðustu fjórum leikjum (1 jafntefli, 3 töp) en eini sigur Íslands á dönum hjá A-landsliðum karla og kvenna (31 leikur) kom þegar stelpurnar unnu dani 1-0 á Algarve- mótinu fyrir fimm árum. 4 . m a r s 2 0 1 6 F Ö s t U d a G U r20 s p o r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð sport 0 4 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :1 9 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 A 9 -F 6 9 0 1 8 A 9 -F 5 5 4 1 8 A 9 -F 4 1 8 1 8 A 9 -F 2 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 3 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.