Fréttablaðið - 04.03.2016, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 04.03.2016, Blaðsíða 18
Ýmsir hagsmunagæslumenn verslunar og áhugamenn um Evrópusambandsaðild Íslands hæðast að læknum og vísinda- mönnum sem vara við innflutningi á fersku kjöti frá Evrópusambandinu í framhaldi af ráðgefandi áliti EFTA- dómstólsins um innflutningshömlur á slíkri vöru. Farfuglar og ferðamenn eru sagðir fljúga hingað án þess að skapa lýð- heilsuhættu. Íslendingar eru sagðir fara til annarra Evrópulanda í frí, til náms eða vinnu til skemmri eða lengri tíma án þess að verða meint af. Íslensk dýr eru sögð alin upp við sömu aðstæður og eftir sömu reglum og gilda í Evrópu og því sé íslenskt kjöt ekkert merkilegra eða heilbrigð- ara en það útlenda. Sumar þessara fullyrðinga standast en aðrar alls ekki. Tvær algengar ástæður matarsýk- inga í Evrópu eru bakteríur af kamp- ýlobakter- og salmonellustofnum. Fólk getur veikst af því að borða sýktar dýraafurðir. Afleiðingar birtast sem slappleiki, niðurgangur og hiti en í alvarlegustu tilvikum sem liðbólgur, lömun og bólgur í hjartvöðva. Matar- sýkin getur hreinlega verið banvæn. Björgvin Páll Gústavsson lands- liðsmarkvörður fékk að kenna á alvarlegum afleiðingum matarsýk- ingar erlendis fyrir fjórum árum. „Hlakka til að geta gengið aftur,“ sagði þessi öflugi íþróttamaður. Eftir lífsreynslu sína telur hann mat- vælaöryggi örugglega ekki til gaman- mála. Síðast þegar ESB mældi kamp- ýlóbakter í kjúklingakjöti á sam- ræmdan hátt í öllum ríkjum sam- bandsins reyndust 70% kjúklinga í prófunum sýktir. Í annarri rannsókn í Danmörku fannst kampýlóbakter í ríflega þriðjungi sýna úr fersku kjúklingakjöti í verslunum. Enn má nefna niðurstöður kampýlóbakter- mælinga í Bretlandi í fyrra þegar 73% af kjúklingum voru sýkt. Kamp- ýlóbakter er þannig landlægt víða, meira að segja í ríkjum sem teljast með þeim þróaðri innan ESB. Kampýlóbakter hefur vissulega verið til vandræða líka á Íslandi. Árið 2000 var gripið til markvissra aðgerða gegn þessum ófögnuði í innlendu kjúklingaeldi og með samstilltu átaki eftirlitsaðila og kjúklingabænda náðist frábær árangur. Matís birti skýrslu um öryggi íslenskra kjúklingaafurða á neytendamarkaði árið 2013. Rann- sóknin stóð yfir í 12 mánuði og á þeim tíma mældust engin tilvik salmonellu eða kampýlóbakters í íslensku kjúklingakjöti. Svona gerist ekki af sjálfu sér. Hjá Matfugli ehf. höfum við til dæmis lagt í miklar fjárfestingar til að bæta eldishúsin okkar. Við erum með dýralækni í fullu starfi við að þjálfa starfsfólkið í umgengni við kjúkling- ana og til að hafa yfirumsjón með smitvörnum. Opinbert eftirlit meira hér Opinbert eftirlit með kjúklingarækt er miklu meira á Íslandi en annars staðar í Evrópu. Hér eru tekin sýni úr hverjum einasta kjúklingahópi á eldistímanum til að skima fyrir kampýlóbakter- og salmonellusýk- ingu. Greinist eitthvað athugavert er umsvifalaust gripið til aðgerða. Svo strangt eftirlit þekkist ekki í ESB. Það er því rangt að sambærilegar reglur gildi um kjúklingarækt í ESB og á Íslandi og rangt líka að kjúkl- ingur í ESB sé jafn hollur kostur og sá íslenski. Öryggi matvæla er stórt lýðheilsu- mál sem bæði hefur áhrif á lífsgæði neytenda og kostnað í heilbrigðis- kerfinu. Einn þeirra sem gerðist talsmaður matvælaöryggis á Íslandi var Sighvatur Björgvinsson, þáver- andi alþingismaður. Þegar kamp- ýlóbakter fárið 1999 stóð sem hæst lagði hann fyrirspurn í nokkrum liðum fyrir heilbrigðisráðherra á Alþingi og spurði meðal annars: „Mun ráðherra beita sér fyrir því að matvæli sem greinast með kampýló- baktersmit verði tekin af íslenskum markaði?“ Sé Sighvatur samkvæmur sjálfum sér hlýtur hann nú að skipa sér í sveit með íslenskum bændum, lækn- um og vísindamönnum sem berjast fyrir því að Ísland haldi áfram að stemma stigu við innflutningi á fersku kjöti frá Evrópusambandinu. Matvælaöryggi getur verið dauðans alvara Gunnar Þór Gíslason stjórnarformaður Matfugls ehf. Hvalrekaskattur Þegar ég var ungur læknir á Siglufirði fyrir 35 árum með brennandi áhuga á heimilis- lækningum kvaddi ég mér hljóðs á kosningafundi Jóns Baldvins og Sig- hvats Björgvinssonar á Hótel Höfn. Það var augljóst að að Sighvatur yrði heilbrigðisráðherra enda framhandleggsbrotinn og prýddur forláta gifsumbúðum. Ég mannaði mig upp og spurði þá félaga hvort Alþýðuflokkurinn ætti einhverja framtíðarstefnu í heilbrigðismál- um. Það varð fátt um svör og þeir fóstbræður slógu þessu öllu upp í grín enda var mjög gaman á fund- inum. Sighvatur varð heilbrigðisráð- herra og reyndi að koma á þjón- ustustýringu í heilbrigðiskerfinu en varð frá að hverfa með slíkar hugmyndir. Á þessum tíma var hver einasta staða heimilislæknis setin bæði í þéttbýli og dreifbýli og mikið hugsjónastarf unnið innan heimilislæknisfræðinnar. Í dag eru margar stöður ósetnar í þéttbýli, umsóknir fáar eða engar og og heilu landshlutarnir án fastra lækna. Vandinn falinn Árið fyrir hrun höfðu heilsu- gæslustöðvarnar verið skyldaðar til að skrá fólk „á heilsugæslustöð“ án heimilislæknis þó listar allra lækna þar væru yfirfullir og læknarnir hefðu enga möguleika á að sinna þessu sem skyldi. Þannig var vand- inn falinn án þess að koma með raunhæfar aðgerðir til að bregðast við heimilislæknaskorti. Atburðarásin um og eftir efna- hagshrunið var svo grafalvarleg. Heilbrigðisyfirvöld voru í skjóli niður skurðar á góðri leið með að ganga af heimilislækningum dauðum. Á vormánuðum 2010 var sagt upp samningi við 12 sjálfstætt starfandi heimililækna sem sinntu tugþúsundum skjólstæðinga. Boðuð var á sama tíma starfræksla svokallaðrar „forvaktar“ í samstarfi Landspítala og Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins. Tilkynnt var einn- ig að samningur yrðu ekki endur- nýjaður við Læknavaktina sem veitir skjóta þjónustu sérfræðinga í heimilislækningum utan dag- vinnutíma öllum sem þangað leita. Boðuð var sameining og stækkun stöðva innan Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðis. Stækkun og samræm- ing átti að koma í stað fjölbreytni og dreifstýringar. Ekkert var litið til reynslu nágrannaþjóða eða til annarra rekstrarforma sem hafa þó reynst vel og komið vel út úr þjónustu- könnunum (Lágmúlastöðin, Sala- stöðin, sjálfstætt starfandi heim- ilislæknar). Boðuð var samræming sem virt- ist þjóna hagsmunum stjórnsýslu stórfyrirtækisins en ekki þörfum sjúklinganna. Fagfélag heimilis- lækna var í 4 ár tilneytt að verjast vondum hugmyndum frekar en að nýta fagþekkingu sína til að móta breytingar til framtíðar. Ábyrgðarhluti Heilsugæslan skiptist í tvo megin- þætti. Læknasvið og hjúkrunarsvið. Þessi tvö svið skarast vissulega. Hefðbundin hjúkrun er í góðum farvegi, mönnun er viðunandi og aðgengi gott. Öðru máli gegnir um heimilislæknamóttökuna. Lang- flestir vilja hafa greiðan aðgang að heimilislækni. Lækni sem er hæfur og vel menntaður og þekkir til þeirra og þeir geta treyst fyrir sínum heilsufarsmálum, annaðhvort leyst úr þeim eða komið þeim í réttan farveg. Lækni sem er til staðar þegar þörf krefur. Heimilislækna- móttakan er einfaldlega þjónusta sem fólk vill hafa í lagi. Það er þess vegna ábyrgðarhluti þegar stjórn- málamenn vilja setja upp hindranir á þessa þjónustu.  Annars staðar á  Norðurlönd- unum þar sem velferð er hvað þróuðust í heiminum forðast heil- brigðisyfirvöld miðstýringu í heim- ilislækningum. Byggt er á litlum einingum og gerðir þjónustusamn- ingar við læknana. Best hefur reynst að láta heimilislæknana sjálfa bera ábyrgð á umsjá sinna skjólstæðinga enda hafi þeir mesta þekkingu á aðstæðum og þörfum þeirra. Ferskir vindar blása nú meðal lækna á Íslandi og er góð samstaða meðal lækna um heilbrigðiskerfið til framtíðar. Læknar eru sammála um að gott heilbrigðiskerfi verði ekki byggt upp á brotinni grunn- þjónustu. Áhugi yngri lækna á heimilislækningum fer vaxandi og læknadeild vill gera heimilislækn- ingum hærra undir höfði. Heilbrigðisráðherra boðar nú áherslur í heilsugæslunni sem allir geta sameinast um. Að bjóða íbúum landsins val á heimilislækni og að auka nýliðun heimilislækna með því að bjóða þeim val um starfsað- stöðu. Það er ljós í myrkrinu! Heilsugæsla í vanda en ljós í myrkrinu Hvert erum við eiginlega komin í þessu landi þar sem almenn-ingur tók á sig hrun heils bankakerfis, að örfáir og útvaldir menn fái að valsa um og útfylla sinn eigin launaseðil? Þetta er algjörlega óásættanlegt í svona litlu þjóðfélagi. Fólkið í landinu horfir upp á spill- inguna í Landsbankanum/Borgun, Straumi/ALMC og Arionbanka/Sím- anum og gapir. Stjórnvöld virðast vera úrræðalaus. Spillingar- og sjálftökumál komu líka upp í Bretlandi eftir einkavæðingu Thatcher-áranna á opinberum fyrir- tækjum, en Verkamannaflokkurinn gerði það að kosningamáli sínu 1997 að setja á svokallaðan hvalrekaskatt, þ.e. „windfall levy“, á ýmsa gjafagjörn- inga hinna örfáu og útvöldu. Þessi eyrnamerkta skattlagning heppnaðist afar vel og naut mikilla vinsælda. Af hverju förum við ekki í smiðju Breta og setjum á háan hvalrekaskatt, t.d. 90% á bankabónusa og aðra sjálftöku- gjörninga? Já, af hverju ekki? Guðmundur Franklín Jónsson viðskipta­ fræðingur Heilbrigðisráðherra boðar nú áherslur í heilsugæslunni sem allir geta sameinast um. Að bjóða íbúum landsins val á heimilislækni og að auka nýliðun heimilislækna með því að bjóða þeim val um starfsaðstöðu. Það er ljós í myrkrinu! Þórarinn Ingólfsson heimilislæknir í Efra­Breiðholti og formaður Félags íslenskra heimilis­ lækna Snið // Núverandi ástand HLEMMUR 033 // HLEMMUR mkv: 1:200 // A4TRÍPÓLÍ ARKÍTEKTÚR 18.maí 2015 Í V INN SL U EK KI TIL NO TK UN AR Á B YG GIN GA RS VÆ ÐI Upprunalegur hönnuður: Öll mál eru í mm. Mælið ekki af teikningum. Öll mál athugist á staðnum. Ósamræmi í teikningum og vafaatriði skal tilkynna arkitektum strax. Tölvuskrá: © TRÍPÓLÍ | ARKITEKTAR ÖLL AFNOT OG AFRITUN TEIKNINGAR AÐ HLUTA EÐA Í HEILD ER HÁÐ SKRIFLEGU LEYFI HÖFUNDA Jón Davíð Ásgeirsson FAÍ kt: 250280-5729 MKV.: .RNÐAR.RNKREV ÚTGÁFA TEIKNAÐ: YFIRFARIÐ: TEGUND VERKS VERKKAUPI / EIGANDI BLAÐSTÆRÐ: GATA/STAÐSETNING STAÐGR.: LANDNÚMER: MHL: ÚTGÁFA DAGS: Klapparstígur 16 | 101 Reykjavík | S: 6929883 | tripoli@tripoli.is | www.tripoli.is TRÍPÓLÍ | ARKITEKTAR A3 Útg. Dags.Skýring / Breyting. YfirfariðTeiknað C:\Users\Jon\Desktop\Hlemmur\Hlemmur.rvt Reykjavíkurborg Hlemmur Author Checker 0001 A112 langsnið, núverandi 0 2 5 10m VI LTU VE RA H LEMMARI? Í haust mun mathöll opna í fyrsta sinn á Íslandi á Hlemmi. Á Hlemmi verða ólíkir rekstraraðilar sem afgreiða ferska matvöru, sérvöru og/eða tilbúinn mat og drykk til að njóta á staðnum. Á Hlemmi mun allt snúast um gæði varanna og lifandi markaðsstemningu. Hlemmur verður einstakur áfangastaður fyrir alla sælkera og gesti miðborgarinnar. Ef þig langar að vera með, sendu okkur þá umsókn á hlemmur@ sjavarklasinn.is. Við viljum vita allt um hugmyndina þína, matinn þinn, reynslu og framtíðar sýn. Við leitum sérstaklega að þrenns konar frumkvöðlum: Þeim sem geta komið hug­ myndinni sinni fyrir á 13 fermetrum (geymslur og lager­ pláss ótalið, við sköffum það auka lega). Kostur er ef hugmyndin felur bæði í sér sölu á sérvöru og veitingum til að njóta á staðnum. Þetta er þó ekki skilyrði, við erum opin fyrir öllum hugmyndum. Þeim sem geta komið hug­ myndinni sinni fyrir á 7 fermetrum (geymslur og lager­ pláss ótalið, við sköffum það auka lega). Hér er einkum sóst eftir frumkvöðlum sem vilja framreiða götumat af bestu sort. Þeim sem vilja setja upp lítinn veitingastað með vín­veitingaleyfi­á­13­til­ 25 fermetrum (geymslur og lagerpláss ótalið). Gerðir verða leigu samningar í 1 til 3 ár í senn og stefnt er að því að mathöllin verði opin alla daga vikunnar. Sameiginlegt sætapláss verður fyrir um 80 gesti. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum verður svarað. Umsóknarfrestur er til 21. mars næstkomandi. Frekari upplýsingar má finna á hlemmurmatholl.is 4 . m a r s 2 0 1 6 F Ö s T U D a G U r18 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð i ð 0 4 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :1 9 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 A 9 -E 2 D 0 1 8 A 9 -E 1 9 4 1 8 A 9 -E 0 5 8 1 8 A 9 -D F 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 3 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.