Fréttablaðið - 04.03.2016, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 04.03.2016, Blaðsíða 54
Á VIP-sVæðInu getur fólk fengIð allar þær VeItIngar sem það getur í sIg lÁtIð, borg- ara, Pylsur, bjór, léttVín og allt sem það VIll SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir svansi@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jóhann Waage johannwaage@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Bryan Ferry Á s a m t s t ór r i h ljóm s v ei t 16.05.16 Harpa, Eldborg h a r pa .i s Brya n F er ry.c om t i x .i s Miðaverð á tónleika Muse, sem fram fara í Nýju-Laugardalshöllinni 6. ágúst næstkomandi liggur nú fyrir. Miða- verð á A-svæði er 15.900 krónur og á B-svæði er miðaverðið 12.900 krónur. Þá verður boðið upp á sérstaka VIP-pakka en einungis 300 slíkir miðar verða í boði. VIP-miðarnir kosta 24.900 krónur. „VIP-svæðið er í miðjum salnum, sem er besti staður- inn í húsinu og þar sem besta sándið er. Svæðið verður við hliðina á einum af útgöngunum, þannig að það verður búin til sérstök gangbraut fyrir fólkið á svæðinu,“ útskýrir Þorsteinn Stephen- sen sem stendur fyrir tónleikunum. Ýmis fríðindi fylgja VIP-miðunum. Þeir sem verða á VIP-svæðinu fá til dæmis sérstakt bílastæði við húsið og þá verður sér útisvæði fyrir þá sem eiga slíkan miða. „Á VIP-svæðinu getur fólk fengið allar þær veitingar sem það getur í sig látið, borgara, pylsur, bjór, léttvín og allt sem það vill,“ bætir Þor- steinn við. Hann segir VIP-svæðið svokallaða vera nýjung í íslensku tónleikahaldi. „Við erum að prófa þetta í fyrsta skipt- ið, þetta hefur ekki verið gert áður.“ Ekki liggur fyrir hvort eða hver sér um upphitun á tónleikunum. „Það verður eitt eða hugsanlega tvö upp- hitunarbönd en það liggur ekki alveg fyrir.“ Hljómsveitin Nothing But Thieves hefur verið að túra með Muse að undanförnu en eins og fyrr segir er ekki vitað hvort sú sveit kemur til landsins líka. Húsið verður opnað klukkan 18.00 á tónleikadag. „Við ætlum að gera úr þessu stóran og skemmtilegan rokk- dag.“ Tíu þúsund miðar verða í boði á tónleikana og miðasalan hefst næstkomandi þriðjudag klukkan 10.00 á tix.is. – glp þrjú miðaverð á tónleika muse í sumar Tíu þúsund miðar verða í boði á tónleika Muse. MyND/GETTy „Ég geri nú bara það sem mér er sagt að gera, sækja kaffi, klæða módelin eða hvað það er sem hönnuðinum dettur í hug. Oftast hef ég verið í að klæða módelin,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir, sem nú undirbýr sig af krafti fyrir komandi átök baksviðs á tískuvikunni í París. Þangað heldur hún á sunnudag og kemur til með að aðstoða við sýningu Soniu Rykiel. „Mér hefur verið boðið fjórum sinnum og nú buðu þau mér aftur, sem er geggjað. Ég hef fengið að kynn- ast öllum hjá merkinu vel svo það að fara út er eins og að hitta gamla vini bara,“ bendir hún á og brosir. Upphaf- lega fór Manuela í starfsnám til þessa heimsþekkta hönnunarmerkis á fyrsta árinu sínu í fatahönnunarnáminu við Listaháskóla Íslands. „Ég náði að koma það vel fyrir hjá fyrirtækinun og skildi eftir mig gott orð, sem er mjög mikil- vægt í bransanum, sem og að þekkja rétta fólkið.“ Manuela er að vonum yfir sig spennt fyrir ferðinni, en hún hefur fengið tækifæri til að klæða einhverjar stærstu tískupallastjörnur heims. „Ég vann mjög náið með Miröndu Kerr tvisvar og þurfti að fylgja henni hvert fótmál. Hún er náttúrulega súper- stjarna en það verður að segjast að hún er ótrúlega indæl manneskja, alveg laus við stæla og bara virkilega næs týpa. Annað en Kendall Jenner.“ Þá hefur hún unnið með systurunum Gigi Hadid og Bella Hadid sem um þessar mundir þykja þær allra heit- ustu í bransanum. „Ég veit ekki með hverjum ég vinn núna, það á eftir að „kasta“ í sýninguna skilst mér.“ Manuela segist ætla að nýta ferðina í þessa stórbrotnu tískuborg og fjárfesta í efni fyrir útskriftarsýningu Listahá- skólans sem fram fer í lok apríl. Hún segist þó ekki fá greitt fyrir vinnunna, það tíðkist ekki, en vonist þó eftir að fá kannski örlítið af efnum með sér heim frá Soniu Rykiel eins og í fyrra. „Það væri vel þegið ef þau myndu gauka einhverju að mér, þetta er rosalega kostnaðarsamt ferli og ég myndi aldrei spandera í svona efni fyrir sýninguna,“ útskýrir hún einlæg. Spurð hvort markið sé sett á að stilla sér upp innan raða Soniu Rykiel að lokinni útskrift í vor svarar hún; „Upphaflega var það ástæðan fyrir að ég lagði mig svona mikið fram. Mig langaði að verða kölluð inn og fá kannski vinnu. Maður veit aldrei svo sem og getur ekki gengið að neinu vísu. En reyndar hef ég þroskast sem fatahönnuður þannig að draumurinn um að starfa í París í stóru tískuhúsi er ekki eins skýr og hann var. Ég er ekki endilega viss um að París henti mínum stíl,“ segir hún að lokum. gudrun@frettabladid.is Samfélagsmiðlaundr- ið og fatahönnunar- neminn Manuela Ósk Harðardóttir bregður undir sig betri fæt- inum og aðstoðar So- niu Rykiel á sýningu hönnunarmerkisins á tískuvikunni sem fram fer í París um þessar mundir. klæðir ofurfyrirsætur í París Manuela er spennt fyrir ferð- inni til Parísar og segist halda upp- teknum hætti og snappa sem aldrei fyrr. 4 . m a r s 2 0 1 6 F Ö s T U D a G U r38 L í F i ð ∙ F r É T T a B L a ð i ð 0 4 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :1 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 A 9 -D 4 0 0 1 8 A 9 -D 2 C 4 1 8 A 9 -D 1 8 8 1 8 A 9 -D 0 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 5 6 s _ 3 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.