Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.03.2016, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 04.03.2016, Qupperneq 10
www.volkswagen.is Amarok býður upp á einstaklega gott vinnuumhverfi, mikið innanrými og stóran pall. Frábærir aksturseiginleikar og þýsk gæði endurspeglast í þessum kröftuga pallbíl. Amarok Startline með fjarstýrðum og tímastilltum vélahitara (Webasto) og loftkælingu fæst nú á sérstöku tilboðsverði. Amarok Startline 4Motion D/C 2.0 TDI 140 hestöfl kostar frá 5.840.000 kr. (4.7090.677 kr. án vsk) Eyðsla frá 7,6 lítrum/100 km. Afkastamikill vinnubíll www.volkswagen.is AtvinnubílarHEKLA býður gott úrval atvinnubíla og góða þjónustu. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði Volkswagen Amarok V ið ætlum að rétta við fjárhaginn á einu ári,“ segir Dagur B. Egg­ertsson borgarstjóri. Slæm fjárhagsstaða borgarinnar hefur undanfarið verið í brennidepli. „Fjölmiðlaumfjöllunin er nú kannski dramatískari en efni standa til. Við þurfum að spara sem nemur 1,6 prósentum af rekstri borgar­ innar. Það er eins og fjölskylda sem hefur úr 500 þúsund krónum að spila á mánuði þurfi að spara 8 þúsund. Ég held að allir hafi farið í gegnum þannig kafla í lífinu. Borgin þarf að gera það núna. Það kemur til af góðu ef svo má segja, við höfum verið að bæta kjör starfsfólks borg­ arinnar sem hafði setið eftir eftir hrun. Það hefur lagt mjög mikið á sig við að halda uppi frábærri þjónustu þótt dregist hafi saman í efnahagnum og líka fjármunum borgarinnar.“ Föstudagsviðtalið Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is Engin leyndarmál í fjárhag borgarinnar Dagur segir mestan hluta starfsemi borgarinnar gríðarlega viðkvæman. Fréttablaðið/Ernir Hann segir að eftir hrun hafi velferðarþjónustan og skólakerfið staðið sig vel í að halda uppi góðri þjónustu. „Ekki bara vel heldur þannig að krökkunum leið betur eftir hrun heldur en fyrir hrun. Við verðum að muna að hrósa og vera stolt af þessu fólki. Það breytir því ekki að þegar kauphækkanir koma þetta hratt, og hraðar heldur en tekjuaukinn sem borgin fær í gegnum útsvar og aðrar tekjur, verðum við að spara til að endar nái saman.“ Hvernig ætlið þið að gera þetta? „Með því að forgangsraða í þágu þess sem skiptir mestu máli að okkar mati, sem er grunnþjónustan – þjónusta við börn og aldraða. Þar sem er viðkvæmt. Við ætlum að spara mest í ráðhúsinu, yfirstjórn­ inni, um fimm prósent – en minna í málaflokkunum. Við erum búin að samþykkja ýmis skref í þessu í upphafi árs en svo ætlum við að fara kerfisbundið í hvern mála­ flokk fyrir sig. Við erum að reyna gera þetta vel, af virðingu fyrir starfsfólkinu og starfseminni. Þess vegna er þetta í þeim skilningi lang­ tímaverkefni þó við ætlum að rétta okkur við á þessu ári.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir fjölmiðlaum- fjöllun um fjárhagsvanda borgarinnar dramatíska á köflum. Hann ræðir um fjölgun ferðamanna í borginni, uppbyggingu hótela og túristabúðir. Hann segir áhuga forsætisráðherra á skipulagsmálum vel- kominn en gagnrýnina úr takti við raunveruleikann. 4 . m a r s 2 0 1 6 F Ö s T U D a G U r10 F r é T T i r ∙ F r é T T a B L a ð i ð 0 4 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :1 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 A 9 -F B 8 0 1 8 A 9 -F A 4 4 1 8 A 9 -F 9 0 8 1 8 A 9 -F 7 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 5 6 s _ 3 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.