Fréttablaðið - 04.03.2016, Side 26
Þetta er algeng sjón. Pör sitja saman en yrða ekki hvort á annað. Símarnir taka alla athygli. MYND/GETTY
Háskólinn í Toronto rannsakaði
sambönd og Facebook-notkun og
komst að því að þegar annar að-
ilinn í sambandinu póstar sífellt
gleðimyndum af sér með kærast-
anum/kærustunni sé líklega verið
að blekkja vinina á Face book. Sam-
bandið sé ekki jafn sterkt og það
virðist vera. Gleðimyndir eru not-
aðar til að fela vandamálin. Sam-
bandið getur auk þess dofnað ef
annar aðilinn setur inn persónuleg-
ar myndir án þess að spyrja mak-
ann um leyfi. Alltaf ætti að spyrja
sig áður en myndum er dreift á
netið hvort þær eigi í raun heima
þar. Vinasamband við gamlan kær-
asta/kærustu á Face book getur
sömuleiðis haft neikvæð áhrif á
sambandið.
Afbrýðisemi
Þá hefur verið sýnt fram á að
Face book getur aukið afbrýðisemi
meðal para sem verði til þess að
þau verji enn meiri tíma á sam-
félagsmiðlum. Margar rannsókn-
ir hafa farið fram á háskólanem-
um og notkun þeirra á Facebook,
sérstaklega þeim sem eru í föst-
um samböndum. Facebook getur
haft neikvæð áhrif á sambönd.
Notkun á samfélagsmiðlum verð-
ur oft ávanabindandi með þeim af-
leiðingum að fólk talar ekki saman
augliti til auglitis. Háskólanemar
eru upplagðir í rannsóknir af þess-
um toga þar sem sá vettvangur er
mikið notaður til að miðla félags-
legu tengslaneti í skólum og gæti
haft áhrif á þetta unga fólk þegar
það kemur út í atvinnulífið, þarf að
stofna fjölskyldu og takast á við hið
raunverulega líf.
Mikil umræða hefur skapast á
undanförnum árum um að sam-
skipti fólks séu að breytast. Sú
breyting blasir hvarvetna við þar
sem fólk kemur saman. Flestir með
hugann við símann fremur en fé-
lagsskapinn í kring um sig.
Aukið félAgslíf
Rannsókn sem gerð var í Dan-
mörku í fyrrahaust sýndi að fólk
sem hætti að nota Facebook og
eyddi prófílnum leið betur strax
að viku liðinni en þeim sem héldu
áfram að nota samfélagsmiðil-
inn. Alls tóku 1.095 manns þátt í
könnuninni og var þeim skipt í tvo
hópa, annan sem hætti á Facebook
og hinn sem hélt áfram að fylgjast
með vinum sínum. Um 88 prósent
þeirra sem hættu á Facebook töldu
sig hamingjusamari eftir að hafa
lokað aðgangi sínum. Þeir sögðust
jafnframt hafa aukið félagslíf sitt
og ættu betra með að einbeita sér
að einföldustu verkum.
siðferði
Facebook er líka sögð geta aukið
líkur á depurð og þunglyndi. Um-
ræða um siðferði á samfélagsmiðl-
um er alltaf að verða sterkari víða
um heim. Í Svíþjóð er mikil um-
ræða þessa dagana um siðferði á
netinu. Sænski netmiðillinn Ex-
pressen spyr hvort internetið og
samfélagsmiðlar veiti einhverj-
um gleði. Það er auðvitað ögr-
andi spurning á tímum Facebook,
Twitter og Instagram. Svenska
Dagbladet hefur undanfarið fjallað
mikið um siðferði og netheima og
sömuleiðis Dagens Nyheter. Víst
er að þessi umræða er á byrjun-
arstigi og á án nokkurs vafa eftir
að aukast mikið víða um heim, sér-
staklega með tilliti til hatursorð-
ræðu sem hefur aukist mikið á
samfélagsmiðlum. elin@365.is
HAmingjAn er ekki
á fAcebook
Samkvæmt niðurstöðum rannsókna sem gerðar hafa verið hjá
bandarískum og kanadískum háskólum hefur Facebook-notkun mikil
áhrif á ástarsamband. Pör eru ekki alltaf sammála um hversu langt á
að ganga í að pósta myndum sem sýna skemmtilegar eða gleðilegar
stundir í lífi þeirra. Það getur aukið mjög á togstreitu í sambandinu.
Instagram, fyrirtæki sem Facebook hefur keypt á milljarða Bandaríkjadala.
Tilvalið í veisluna eða á hlaðborðið.
Fást í öllum helstu matvöruverslunum
og í fiskborði stórmarkaðanna.
Árstíðabundnar vörur sem hafa slegið í gegn
Frískleg og ljómandi
fyrir ferminguna
Fæst á Academie snyrtistofum, flestum verslunum Lyfju
og í Hagkaup Kringlunni, Smáralind og Skeifunni.
Bronz´express
Brúnkuvökvi sem virkar strax og gefur
einstaklega fallegan og náttúrulegan lit.
Hentar öllum húðtegundum.
4 . m a r s 2 0 1 6 F Ö s T U D a G U r6 F ó l k ∙ k y n n i n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ i ∙ l í F s s T í l l
0
4
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:1
9
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
A
9
-F
1
A
0
1
8
A
9
-F
0
6
4
1
8
A
9
-E
F
2
8
1
8
A
9
-E
D
E
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
5
6
s
_
3
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K