Fréttablaðið - 04.03.2016, Síða 52

Fréttablaðið - 04.03.2016, Síða 52
Þetta er reyndar ekki hugsað sem neitt tveggja eða Þriggja vikna átak, heldur viljum við innleiða Þetta og gera hér eftir. Þessi Þjónusta hefur fallið vel í kramið „Við erum að miða að erlendum ferðamönnum en hingað til lands kemur fjöldi manns á hverjum degi og okkur finnst vera kominn tími til að tengja túrismann við verslanirn- ar og varpa ljósi á hvað Íslendingar eru að gera margt fjölbreytilegt og spennandi. Þessi heimur er kannski búinn að vera svolítið lokaður fyrir ferðamönnum þar sem það hefur verið lítið um efni á ensku varðandi lífsstíl og tísku en þess má geta að allar þær vörur sem við drögum fram í blaðinu má finna í verslunum á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ingi- björg Björnsdóttir, ritstjóri Reykja- vík Fashion and Design. Reykjavík Fashion and Design er nýtt lífsstíls- og tískutímarit sem fjallar um brot af því besta sem Reykjavík hefur upp á að bjóða varðandi tísku, menningu og hönn- un. Blaðið kemur út í fyrsta skipti í dag og er gefið út á ensku. „Blaðið er á leiðinni í verslanir og ætti að vera komið í flestar bóka- búðir og aðrar verslanir um allt land fyrir helgi. Svo ég mæli eindregið með því að fólk næli sér í eintak enda á þetta tímarit auðvitað líka við þá sem eru búsettir hérlendis,“ segir Ingibjörg aðspurð hvenær og hvar fólk geti nálgast tímaritið. Blaðið er fullt af fróðleik og skemmtilegum viðtölum, þar sem ritstjórnin leggur áherslu á vandað efni. Markmið blaðsins er að kynna Reykjavík sem spennandi borg og vekja athygli á flottri íslenskri hönnun, líflegri tísku og fjölbreyti- legri menningu. „Við tökum Grandann og það svæði fyrir í þessu fyrsta tölublaði og segjum frá þeirri grósku sem á sér stað þar. Einnig prýðir Svandís Ósk Gestsdóttir forsíðuna hjá okkur en hún hefur síðastliðin sex ár þróað og hannað sínar eigin húðvörur. Hún hlaut einmitt styrk nýverið til þess að halda áfram með þróun á nýjum vörum sem er ótrúlega spennandi,“ segir Ingibjörg. gudrun- jona@frettabladid.is nýtt tímarit bætist við flóruna Nýtt tímarit hefur bæst í flóruna á íslenskum tímaritamarkaði. Fréttablaðið/aNtoN Aðalfundur Aðalfundur Hampiðjunnar hf. verður haldinn að Skarfagörðum 4, Reykjavík, föstudaginn 18. mars 2016 og hefst kl. 16:00. Á dagskrá fundarins verða: Stjórn Hampiðjunnar hf. 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild félagsstjórnar til kaupa á eigin hlutum skv. 55. gr. hlutafélagalaga. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur ásamt ársreikningi félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, tveimur vikum fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað. Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs rennur út fimm dögum fyrir upphaf aðalfundar. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu hafa borist í hendur stjórnar með skriflegum hætti eigi síðar en 10 dögum fyrir aðalfund. Hluthafar sem ekki geta sótt fundinn, en hyggjast gefa umboð, þurfa að gera það skriflega eða með rafrænum hætti og þannig að dagsetning komi fram. við tökum grand- ann og Það svæði fyrir í Þessu fyrsta tölu- blaði og segjum frá Þeirri grósku sem á sér stað Þar Við erum aðeins að byrja að fá þetta inn, en við auglýstum Ódrepandi fyrst formlega í blaðinu í gær. Reyndar settum við þetta af stað á Facebook fyrr í vikunni,“ segir Fannar Páll Aðal- steinsson, markaðsstjóri 66°Norð- ur, sem hleypt hefur af stokkunum bráðskemmtilegu verkefni þar sem gömlum flíkum frá fyrirtækinu er gefið nýtt líf. Er söfnunin partur af afmælisfagnaði 66°Norður sem í ár fagnar níutíu ára afmæli. „Þetta er reyndar ekki hugsað sem neitt tveggja eða þriggja vikna átak, heldur viljum við inn- leiða þetta og gera hér eftir. Þessi þjónusta hefur fallið vel í kramið,“ segir Fannar, en þær flíkur sem rata inn á borð til fyrirtækisins ganga í endurnýjun lífdaga ef svo má að orði komast þar sem þeim verður komið áfram til Rauða krossins. Þær flíkur sem eru hvað sérstak- astar og berast stráheilar verða svo seldar á uppboði. „Það sem kemur út úr því rennur svo til Rauða kross Íslands rétt eins og hitt. Þeir munu taka við flíkunum og ráðstafa með sínum hætti. Hvort sem þær fara í búðirnar hér heima eða enda erlendis,“ segir hann og bætir við: „Okkar mat var að Rauði krossinn væri besti samstarfsaðilinn enda með mesta reynslu í þessum efnum og þar hefur verið unnið áberandi flott starf.“ Segir Fannar að afmælisárið muni meðal annars  einkennast af afturhvarfi til fortíðar og það muni endurspeglast í hönnun og vöruúrvali merkisins. „Kraftgallat- rendið gæti farið að koma aftur. Ég segi svo sem ekkert meira en það. Níutíu ára afmælisárið verður nýtt vel,“ segir hann og hlær. Það er því ærin ástæða fyrir fólk að fara í gegnum kassana í geymslum lands- ins, en auk þess að næla sér í prik í karmakladdann fá þeir sem dúkka upp með flík afslátt af vörum. gudrun@frettabladid.is kraftgallatrendið mögulega handan við hornið 66°Norður fagnar níutíu ára afmæli með óvenjulegum hætti og sankar að sér gömlum flíkum sem seldar hafa verið undir merkjum fyrirtækisins í næstum heila öld. Fannar Páll markaðsstjóri 66°Norður, er býsna spenntur fyrir að sjá hvaða gullmolar komi til með að skila sér aftur heim. Fréttablaðið/Vilhelm 4 . m a r s 2 0 1 6 F Ö s T U D a G U r36 L í F i ð ∙ F r É T T a B L a ð i ð 0 4 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :1 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 A 9 -E 7 C 0 1 8 A 9 -E 6 8 4 1 8 A 9 -E 5 4 8 1 8 A 9 -E 4 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 3 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.