Fréttablaðið - 01.03.2016, Blaðsíða 2
Þetta er enn eitt
merkið um það að
þeir eru ekki tilbúnir að
semja við okkur. Þeir búa
sífellt til nýjar víglínur og
setja deiluna í verri stöðu.
Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna
Rio Tinto Alcan á Íslandi
Öryggi Almenningur hefur aðgang
að forritum og öppum sem gerir
honum kleift að fylgjast með
nákvæmri staðsetningu annarra í
gegnum samfélagsmiðla. Í sumum
tilfellum er ferlið flókið en í öðrum
er einfalt að komast að því hvar
annað fólk er með mjög nákvæmum
hætti.
Samfélagsmiðillinn Grindr, sem
er stefnumótaforrit ætlað samkyn-
hneigðum og tvíkynhneigðum körl-
um, hefur þann eiginleika að sýna
notandanum álitlega karlmenn
innan nokkurra kílómetra radíuss.
Með forritinu Fuckr er hins vegar
hægt að kalla fram hárnákvæma
staðsetningu notenda Grindr þann-
ig að þú vitir að sá sem þú spjallar
við sé í tilteknu húsi við einhverja
ákveðna götu.
Annað dæmi er forritið Cree.py
sem safnar saman upplýsingum sem
samfélagsmiðlar á borð við Twitter
og Instagram safna um notendur.
Með þeim hætti er hægt að fylgjast
með hvar einhver annar var eða er
staddur þegar hann notar Twitter
eða setur mynd á Insta gram.
„Það eru samfélagsmiðlarnir sem
eru að njósna um þig. Önnur for-
rit nýta sér það með því að spyrja
samfélagsmiðlana spurninga sem
samfélagsmiðlarnir vilja ekki að
almenningur viti að hægt sé að
spyrja,“ segir Smári McCarthy,
tæknistjóri hjá Organized Crime
and Corruption Reporting Project.
„Twitter-mobile appið og Face-
book-mobile appið senda alls
konar upplýsingar með þegar þú
skrifar athugasemd eða breytir
stöðunni þinni. Það hvaða upp-
lýsingar eru sendar út fer eftir still-
ingunum þínum en þær innihalda
að jafnaði lýsigögn eins og hvað
klukkan er, í hvaða tímabelti þú ert,
hvar nákvæmlega þú ert staddur og
margt fleira. Á meðan samfélags-
miðlarnir safna gögnum mun alltaf
einhver geta skoðað þau.“
Smári segir að notendur geti varið
sig lítillega með því að breyta still-
ingum sínum á þá leið að forritið
fái ekki að skrá staðsetningu þeirra.
Hann segir þó að í sannleika sagt
sé það að mestu leyti tilgangslaust,
alltaf sé hægt að fara í kringum það.
snaeros@frettabladid.is
Samfélagsmiðlar segja
öðrum hvar þú ert
Ef fólk er ekki meðvitað um stillingar í snjallsímanum eru miklar líkur á að aðrir
geti fundið út nákvæma staðsetningu. Heimilisföng fást í gegnum stefnumóta
síður. Twitter og Instagram gefa upp nákvæma staðsetningu við notkun.
Ef þessi kona er að birta sjálfu á Instagram getur forritið Cree.py sagt öðrum ná-
kvæmlega hvar hún er. NordICPhotos/GEtty
Það eru samfélags-
miðlarnir sem eru
að njósna um þig.
Smári McCarthy
3,5
klukkustundir fara að jafn-
aði í notkun snjallsíma hjá
almenningi samkvæmt rann-
sóknum.
Rakað í kringum mottuna
Nú er hafinn mottumars, tákn Krabbameinsfélags Íslands í baráttunni gegn krabbameini hjá karlmönnum. Árlega greinast um 750 karlmenn með
krabbamein á Íslandi og mottan er táknræn og á að minna á heilsuna. Félagarnir Karl Kristján Leifsson og Björn Daníel Daníelsson hjá Sundlaug
Kópavogs ætla að taka þátt í mottumars í ár og lögðu línurnar að skeggvextinum. Áheitum er safnað á mottumars.is FréttablaðIð/aNtoN brINk
Alþingi Sigmundur Davíð Gunnlaugs-
son forsætisráðherra telur rétt að skoða
hvernig best sé að haga athugun á
starfsemi Kleppjárnsreykja og rann-
sókn á framgöngu stjórnvalda gagn-
vart stúlkum sem umgengust hermenn
í seinni heimsstyrjöldinni.
Hann segir þurfa víðtækara umboð
en vistheimilanefnd hefur samkvæmt
gildandi lögum enda væri þá aðeins
einn angi málsins skoðaður. „Ég teldi
því eðlilegra að skoðað yrði hvernig
best mætti haga skoðun á þessum
málum í heild sinni og að hún yrði
ekki afmörkuð við starfsemi Klepp-
járnsreykja. Sýnist mér að þar þurfi
víðtækara umboð en vistheimilanefnd
hefur samkvæmt gildandi lögum,“
sagði Sigmundur Davíð í svari sínu við
fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, for-
manns Vinstri grænna, um málefnið.
– kbg
Þarf víðtækt
umboð til
rannsóknar
SAmfélAg Frestur til að skila inn til-
nefningum til Samfélagsverðlauna
Fréttablaðsins 2016 rennur út á
miðnætti.
Skorað er á lesendur Frétta-
blaðsins að senda inn tilnefningar
um fólk og félagasamtök sem eiga
skilið virðingarvott fyrir verk sín.
Allir koma til greina, jafnt óþekktir
einstaklingar sem vinna störf sín
í hljóði, félagasamtök eða þjóð-
þekktir karlar og konur sem hafa
með gjörðum sínum og framgöngu
verið öðrum fyrirmynd.
Samfélagsverðlaunin eru veitt
í fimm flokkum. Nánari upplýs-
ingar eru á visir.is þar sem einnig
er hægt að senda inn tilnefningar.
Einnig má tilnefna með tölvupósti
á netfangið samfelagsverdlaun@
frettabladid.is eða bréfleiðis merkt
Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins,
Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík.
Lesendur geta
tilnefnt til
miðnættis
KjArAmál Rio Tinto Alcan á Íslandi
óskaði eftir því í gær við sýslumanninn
á höfuðborgarsvæðinu að lagt yrði lög-
bann við þeirri aðgerð aðila á vegum
Verkalýðsfélagsins Hlífar að meina
yfirmönnum hjá fyrirtækinu að lesta
ál um borð í skip til útflutnings.
ISAL telur að 25 yfirmönnum,
auk forstjóra, framkvæmdastjóra og
stjórnar, sé heimilt að lögum að skipa
álinu út. Gylfi Ingvarsson, talsmaður
starfsmanna álversins, segir beiðnina
leggjast mjög illa í starfsmenn og að
víðtækari aðgerðir verði skoðaðar ef
sýslumaður samþykkir lögbann við
verkbanni.
Í tilkynningu frá ISAL segir að fyrir-
tækið álíti það skyldu sína að leita
lögmætra leiða til að standa við skuld-
bindingar sínar við viðskiptavini. – kbg
Nýjar víglínur
Á morgun snýst vindur til norðlægrar
áttar, fyrst norðvestanlands, 8-18 síðdegis,
hvassast á annesjum norðvestantil.
Sjá Síðu 22
1 . m A r S 2 0 1 6 þ r i ð j u D A g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t A B l A ð i ð
0
1
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:1
7
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
9
F
-6
D
7
4
1
8
9
F
-6
C
3
8
1
8
9
F
-6
A
F
C
1
8
9
F
-6
9
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
0
s
_
2
9
_
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K