Fréttablaðið - 01.03.2016, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 01.03.2016, Blaðsíða 8
Í úrskurði Persónu- verndar kemur fram að hringjandi frá Landspítali hafi sagt Thi Thuy unga og barnalega en mann hennar óframfærinn. Þær upplýs- ingar voru notaðar til að rökstyðja lögreglurannsókn. Dagskrá Hver er réttarstaða starfsmanna Erna Guðmundsdóttir, lögmaður BHM Vinnuvernd, atvinnusjúkdómar, raki og mygla. Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins Mygla og aðkoma vinnueftirlitsins Jóhannes Helgason, lífeðlisfræðingur MSc og verkefnastjóri hjá Vinnueftirlitinu Raki og mygla í vinnuumhverfi: Hvað vitum við? Hvað vitum við ekki? Hvernig er brugðist við annars staðar? Hvað getum við gert? Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur B.Sc. og fagstjóri Húss og heilsu frá Eflu verkfræðistofu Af hverju erum við að fást við þetta í þessum mæli, hver er orsökin og hvað getum við gert. Ríkharð Kristjánsson, verkfræðingur frá Eflu verkfræðistofu Hilton Reykjavík Nordica, 2. mars kl. 9.00 - 10.30 MYGLUSVEPPUR ÓGN VIÐ HEILSU STARFSFÓLKS FunDarstjóri Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM Fundurinn er öllum opinn. aðgangseyrir 2.500 kr. skráning á bhm.is heilbrigðismál Átak í að vinna upp biðlista barna og unglinga sem bíða eftir geðheilbrigðisþjónustu hefur lítinn tilgang í sjálfu sér. Ráðast þarf að rótum vandans, skilgreina hver á að gera hvað og gera nauðsynlegar breytingar á skipulagi geðheilbrigðis- þjónustunnar. Þetta er álit Ólafs Ó. Guðmunds- sonar, formanns Barnageðlækna- félagsins. „Það hefur lengi legið fyrir að skipulagsmálin eru í ólestri. Mjög góðri vinnu í formi ítarlegrar skýrslu var skilað í október 1998 um stefnumótun í geðheilbrigðisþjónustu, barna og full- orðinna. Þar voru menn sammála um að úrbætur í þjónustu við börn þyrfti að setja í forgang. Það eru liðin átján ár og lítið eða ekkert var gert við þær upplýsingar sem lágu þá fyrir, og allar götur síðan,“ segir Ólafur. Ríkisendurskoðun skilaði svartri skýrslu á dögunum þar sem tíund- aðir voru langir biðlistar eftir geðheil- brigðisþjónustu og til þess tekið að raunveruleg þörf barna og unglinga á ítar- og sérþjónustu hefur aldrei verið metin af ríkinu. Velferðarráðuneytið er hvatt til að meta þessa þörf, en ekki síður að skilgreina og innleiða hlutlæg viðmið um biðtíma þessa hóps. Ólafur segir að Barnageðlækna- félagið styðji eindregið að sett verði viðmið um hver hámarksbiðtími á að vera fyrir börn og unglinga. Sem dæmi sé það viðmið haft í Bretlandi að barn eða unglingur bíði ekki lengur en fjóra mánuði – en það er styttra í Noregi. „Að setja peninga í að stytta biðlista er dæmt til að mistakast. Það gerir bara illt verra því aðeins er verið að fram- lengja vandann. Það þarf að taka á undirliggjandi vanda – kerfinu sjálfu en ekki bara vanda sem kerfið býr til,“ segir hann. Ólafur bendir á að öflugum ein- ingum verði að koma á fót á nokkrum stöðum úti um land til að mæta þörf- inni; henni verði ekki mætt einungis af Þroska- og hegðunarstöð á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eða BUGL. „Á ákveðnum stöðum á landinu þurfa að vera fagaðilar sem geta brugðist við algengum vanda; þegar börn eiga erfitt með að stjórna hegðun sinni eða sýna merki um vanlíðan. Fólk sem greinir hvað er að gerast heima við, í skólanum eða innan vinahópsins. Þar verði komið til móts við þarfir sem fylgja þessum algengu hlutum. Ef þetta dugar ekki til, og merki sjást um að vandinn sé alvar- legri og tengist alvarlegum heilsufars- þáttum, þá sé vísað á stöðvar eins og Þroska- og hegðunarstöð eða BUGL til að veita sérhæfða þjónustu, en ekki eins og núna þar sem öllu ægir saman af því að það er ekkert annað í boði,“ segir Ólafur. svavar@frettabladid.is Vitað í áratugi að kerfið er meingallað Skipulag geðheilbrigðisþjónustu barna virkar ekki, og það hefur legið fyrir í áratugi. Átak við að uppræta biðlista hefur lítinn tilgang í því ástandi. Ítarleg stefnumótun frá 1998 var aldrei nýtt – setja átti úrbætur vegna barna í forgang. Mæta þarf þörf barna í nærumhverfi. Löng bið eftir þjónustu 390 börn biðu þjónustu Þroska- og hegðunarstöðvar í nóvember 2015. Biðtími allt að eitt ár. 120 börn voru á biðlista BUGL í október 2015. Biðtími allt að 18 mánuðir. 208 börn biðu eftir þjónustu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins í desember 2015. Biðtími allt að 14 mán- uðir. Það þarf að taka á undirliggjandi vanda – kerfinu sjálfu en ekki bara vanda sem kerfið býr til. Ólafur Ó. Guðmundsson, formaður Barnageð- læknafélagsins sTJÓrNsÝslA Hjónin Thi Thuy Nguyen og Hao Van Tio höfðu betur gegn Útlendingastofnun, s a m k væ m t nýj u m ú r s ku r ð i Persónuverndar. Stofnuninni var ekki heimilt að skrásetja upplýsing- ar sem virðast hafa borist símleiðis frá félagsráðgjafa á Landspítalanum og miðla þeim áfram til lögreglunn- ar á höfuðborgarsvæðinu. Miðlun upplýsinganna fór í bága við lög um persónuvernd. Fréttablaðið greindi frá því í október að Útlendingastofnun hefði farið fram á lögreglurannsókn á sambandi hjónanna vegna gruns um að það væri málamyndahjóna- band. Tæpu ári áður en beiðnin frá Útlendingastofnun barst til lögregl- unnar höfðu hjónin eignast dóttur hér á landi og notið heilbrigðisþjón- ustu á Landspítalanum vegna þess. Þau greiddu fullt verð fyrir fæðingu dóttur sinnar vegna þess að þrátt fyrir að faðirinn hefði hér varanlegt landvistarleyfi þá var móðirin ekki komin með slíkt. Vegna reiknings- ins hittu þau félagsráðgjafa til að útskýra stöðu dvalarleyfisumsóknar Thi Thuy. Í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Útlendingastofnun segi að þrjú símtöl hafi borist frá Land- spítalanum til að spyrjast fyrir um stöðu dvalarleyfisumsóknar Thi Thuy. Í þeim símtölum á að hafa komið fram sú skoðun hringjanda að Thi Thuy væri ung og barnaleg en maður hennar óframfærinn. Þær upplýsingar voru síðar notaðar til að rökstyðja beiðni Útlendinga- stofnunar um lögreglurannsókn. Samkvæmt úrskurðinum taldi Útlendingastofnun sig hafa leyfi til að deila þessum upplýsingum þar sem ekki væri um viðkvæmar upp- lýsingar að ræða. Þessu er Persónu- vernd ósammála þar sem um var að ræða heilsufarsupplýsingar. Engin gögn eru til á Landspítal- anum um þennan ætlaða leka til stofnunarinnar og virðast sím- tölin þrjú ekki hafa verið skráð. Í úrskurðinum kemur fram, eins og Fréttablaðið greindi raunar frá þann 23. febrúar síðastliðinn, að starfs- maðurinn sem um ræddi neitaði að hafa veitt Útlendingastofnun þessar upplýsingar og að hann væri hættur störfum. Málið hefur verið kært til lögreglu svo að lögreglurannsókn fari fram á hvort leki hafi borist frá Landspítalanum. – snæ Höfðu betur í lekamáli Thi Thuy og Hao Van voru grunuð um málamyndahjónaband. FréTTaBlaðið/VilHelm Biðtíminn eftir aðstoð getur orðið allt að eitt og hálft ár. FréTTaBlaðið/gVa 1 . m A r s 2 0 1 6 Þ r i ð J U D A g U r8 f r é T T i r ∙ f r é T T A b l A ð i ð 0 1 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :1 7 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 9 F -9 0 0 4 1 8 9 F -8 E C 8 1 8 9 F -8 D 8 C 1 8 9 F -8 C 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 0 s _ 2 9 _ 2 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.