Fréttablaðið - 01.03.2016, Blaðsíða 14
Lífeyrissjóður verzlunarmanna kynnir þessa dagana afar góða afkomu ársins 2015. Svo
skemmtilega vill til að um leið fagnar
sjóðurinn 60 ára afmæli starfsemi
sinnar, en hann var stofnaður hinn
1. febrúar 1956.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna
getur nú á 60 ára afmæli sínu kynnt
sjóðfélögum sínum sérstaklega
sterka stöðu til að standa undir
skuldbindingum sínum til að greiða
þeim lífeyri.
Tryggingafræðileg staða sjóðsins,
sem er helsti mælikvarðinn á styrk
hans og getu til að standa undir
skuldbindingum sínum, var um ára
mót jákvæð sem nemur 8,7% saman
borið við 5,1% árið áður. Hrein raun
ávöxtun sjóðsins var 10,2% og fimm
ára meðalraunávöxtun 7,3%. Hrein
eign til greiðslu lífeyris var um síð
astliðin áramót 584 milljarðar króna,
75 milljörðum hærri en árið áður.
Sjóðurinn hefur því hvort tveggja
aukist að stærð og styrk undanfarin
ár. Gjaldeyrishöftin hafa þó dregið úr
möguleikum til að auka fjárfestingar
sjóðsins erlendis. Smá, en mikilvæg,
skref voru þó tekin á síðasta ári til
að lífeyrissjóðir landsins gætu fjár
fest erlendis, samtals fyrir 10 millj
arða króna, og nýtti Lífeyrissjóður
verzlunarmanna sinn hluta þeirrar
heimildar til fulls. Stjórnvöld hafa
ákveðið að auka við þessa heimild á
þessu ári og er það vel, enda nauð
synlegt lífeyrissjóðunum að auka
áhættudreifingu sína með þeim
hætti að fjárfesta bæði á innlendum
og erlendum mörkuðum.
Langtíma árangur hefur einnig
verið góður af starfsemi sjóðsins og
afkoma góð eins og best sést af því
að skoða meðaltals raunávöxtun á
ári undanfarin 20 ár, en hún er 4,9%
sem hlýtur að teljast vera ákaflega
góður árangur.
Krefjandi viðfangsefni
Umræður eru hafnar um það krefj
andi viðfangsefni sem bíður stjórn
valda, aðila vinnumarkaðarins, líf
eyrissjóðanna sem og sjóðfélaganna:
Hvernig skuli bregðast við hækkandi
aldri þjóðarinnar. Ljóst er að hærri
aldur, sem í sjálfu sér eru góð tíðindi,
veldur því að enn meiri nauðsyn
verður á því en nokkru sinni fyrr að
lífeyrissjóðirnir nái góðum árangri,
þar sem þeir þurfa að standa undir
lífeyrisgreiðslum í lengri tíma en
áður.
Hinn góði árangur Lífeyrissjóðs
verzlunarmanna undanfarin ár og
áratugi tryggir að sjóðurinn er til
tölulega vel undir það verkefni
búinn. Hvernig það verður nákvæm
lega útfært verður þó ekki ljóst fyrr
en síðar á árinu með samkomulagi
aðila vinnumarkaðarins, stjórnvalda
og lífeyrissjóðanna.
Lífeyrisgreiðslur hafa aukist jafnt
og þétt frá ári til árs. Það gerist hvort
tveggja vegna hækkandi aldurs sjóð
félaganna og þá um leið fjölgunar
lífeyrisþega, en einnig vegna þess
að hver árgangur hefur að jafnaði
áunnið sér meiri réttindi en fyrri
árgangar. Árið 2015 námu heildar
lífeyrisgreiðslur 10.464 milljónum
króna sem þýðir að Lífeyrissjóður
verzlunarmanna er einn stærsti
launagreiðandi landsins, ef svo má
að orði komast.
Fyrir hönd stjórnar óska ég Líf
eyrissjóði verzlunarmanna og sjóð
félögum öllum velfarnaðar á kom
andi árum.
Góður árangur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
Ásta Rut
Jónasdóttir
stjórnarformaður
Lífeyrissjóðs
verzlunarmanna Ljóst er að hærri aldur, sem
í sjálfum sér er góð tíðindi,
veldur því að enn meiri
nauðsyn verður á því en
nokkru sinni fyrr að lífeyris-
sjóðirnir nái góðum árangri,
þar sem þeir þurfa að standa
undir lífeyrisgreiðslum í
lengri tíma en áður.
Ég bý í blokkinni á horni Grensásvegar og Hæðargarðs – blokk sem stundum er kölluð Kardi
mommubærinn. Svefnherbergið
okkar snýr út að Grensásveginum
austanmegin. Ég hef því fylgst grannt
með umræðunni í fjölmiðlum um fyr
irhugaða fækkun akreina á Grensás
vegi úr fjórum í tvær. Af þessu tilefni
langar mig til þess að segja ykkur
aðeins frá því hvernig nábýlið við
þennan veg er, eins og þetta blasir við
mér.
Ég er meðal þeirra sem eru að reyna
að leggja sitt af mörkum til þess að
draga úr mengun og fer því flestra
minna leiða gangandi. Ferðir mínar
byrja því gjarnan á gangstéttinni aust
anmegin. Mér finnst stundum strætis
vagnarnir strjúkast við mig þegar þeir
aka niður götuna og ég reyni alltaf að
komast sem fyrst yfir götuna, þar sem
ástandið fyrir gangandi vegfarendur
er aðeins skárra. Þegar snjóar er gang
stéttin okkar oft ófær dögum saman
þar sem mokstursbílarnir þeyta
snjónum upp á hana. Þá er eina ráðið
að ganga eftir götunni sjálfri, sem gefur
auga leið að er ekki hættulaust.
Ég er líka ein þeirra sem byrja alla
daga á því að fara í sturtu. Stóran hluta
ársins gæti ég alveg sleppt þessari
vatnsnotkun og skroppið bara út á
örmjóa gangstéttina fyrir utan heim
ili okkar og fengið baðið þar, þegar
bílarnir æða fram hjá í slabbinu.
Blokkin okkar stendur efst á hæð
inni og það er greinilega gefandi
að gefa hraustlega í bæði á leiðinni
upp og niður þennan hluta Grensás
vegarins. Ég leyfi mér að fullyrða að
umferðarhraðinn þarna fer oft upp
fyrir leyfilegt hámark í íbúðarhverfi.
Þetta virðist vera nokkurs konar
rallýgata. Á þeim 10 árum sem við
höfum búið þarna hef ég endurtekið
komið að bílum með afturhlutann
upp í loft og með húddið inni í húsa
görðum nágrannanna neðar í götunni.
Gapandi sár á grindverki blasir þessa
dagana við eftir slíkt óhapp.
Ég á barnabörn sem koma oft í
heimsókn. Ég er alltaf með lífið í lúk
unum af ótta við að sá yngri sleppi út
á gangstéttina, og verði keyrður þar
niður af hjóli á fljúgandi ferð eða fari
út á götuna þar sem umferðarþunginn
er mikill allan sólarhringinn.
Reykjavíkurborg hefur verið að
gera flotta hluti varðandi skipulag
hjólastíga og gönguleiða um borgina
á undanförnum árum, sem falla vel að
þeim ákvörðunum sem voru teknar i
París á dögunum. Þessi ákvörðun um
Grensásveginn er í fullu samræmi við
nýtt aðalskipulag borgarinnar þar sem
lögð er áhersla á vistvæna samgöngu
máta og að gera göturnar í borginni
vistvænni, öruggari og fallegri. Ég
hlakka til þess að ganga niður Grensás
veginn þegar framkvæmdum verður
lokið og við gangandi vegfarendur
höfum örugga braut fyrir okkur, hjól
reiðamenn sitt rými og bílarnir sitt,
eina akrein í hvora átt. Ég veit að ég er
ekki ein um það!
Með höfðagaflinn
út að Grensásvegi
Á þeim 10 árum sem við
höfum búið þarna hef ég
endurtekið komið að bílum
með afturhlutann upp í loft
og með húddið inni í húsa-
görðum nágrannanna neðar
í götunni.
Sigrún
Stefánsdóttir
íbúi við
Grensásveg
Þær raddir heyrast nú æ oftar að óþarft sé að markaðssetja Ísland gagnvart ferðamönnum í ljósi
fjölda þeirra undanfarið. Einhverjir
virðast telja að við séum orðin fórnar
lömb eigin velgengni. Íslensk ferða
þjónusta er nú á talsverðu vaxtar
skeiði, og jafnan er það lífsskeið vöru
sem krefst fjárfestingar í markaðs
setningu, til að fræða hugsanlega
kaupendur, í þessi tilfelli ferðamenn,
um kosti hennar.
Markaðssetning er ein sú áhrifa
ríkasta leið sem við höfum til þess að
hafa áhrif á hegðun ferðamanna. Ef
öllu markaðsstarfi væri hætt er ljóst að
við myndum lítil áhrif hafa á hvaðan
eða hvernig ferðamenn hingað koma,
og hefðum fá tækifæri til samskipta við
þá. Við það myndum við missa gríðar
leg tækifæri til þess að koma sam
eiginlegum skilaboðum og áherslum
íslenskrar ferðaþjónustu á framfæri.
Fjölgun ferðamanna á Íslandi ætti
ekki að vera vandamál, heldur tæki
færi. En að sjálfsögðu fylgja því áskor
anir eins og við þekkjum öll að breyta
því tækifæri í raunveruleg verðmæti.
Við lítum svo á að markaðssetning sé
samstarfsverkefni sem við höfum öll
skoðun á. Á þessum tíma þarf að end
urmeta skilaboð og fókus með það í
huga hvernig betur sé hægt að þjóna
þörfum samfélagsins og greinarinnar
sjálfrar og þar með hvernig við getum
nýtt tækifærin betur.
Tími til að skoða áherslur
Mikil vinna hefur verið unnin síðast
liðin ár, og raunar ótrúlega mikil á
mjög skömmum tíma. Það er ekki
langt síðan, rúmlega þrjú, fjögur ár,
að mikið var rætt um að fjölga ferða
mönnum utan háannar, svo ferða
þjónusta gæti verið heilsársatvinnu
grein. Síðan þá hefur greinin sett allan
fókus í markaðsstarfinu á það að jafna
árstíðasveifluna með góðum árangri.
Nú er hins vegar tími til að skoða for
sendur og áherslur í markaðsstarfi en
það er ekki tími til þess að hætta því.
Nú er hafin ný markaðsherferð á
vegum Íslandsstofu og samstarfsaðila
í ferðaþjónustu. Markaðsherferðin er
undir merkjum Inspired by Iceland
og ber heitið Iceland Academy. Henni
er ætlað að auka vitund og áhuga á
Íslandi sem áfangastað ásamt því að
leggja áherslu á ábyrga ferðahegðun
erlendra gesta, auka öryggi þeirra og
ánægju og stuðla að því að þeir fái
sem mest út úr Íslandsferðinni.
Það er heilmikil vinna fram undan
í íslenskri ferðaþjónustu, en það
er spennandi vinna, og það skiptir
öllu máli að við tölum vel um landið
okkar og eyðileggjum ekki fyrir okkur
tækifæri á erlendum mörkuðum með
neikvæðu umtali hér heima fyrir.
Nýtum markaðssetninguna á
jákvæðan máta til þess að laða hingað
upplýsta ferðamenn sem hafa sjálf
bærni og ábyrgð að leiðarljósi, vilja
njóta ferðarinnar og fá jákvæða upp
lifun, dvelja hér lengur, eyða meiru
og ferðast víðar um landið. Það er
verkefni okkar allra að kynna Ísland
á áhugaverðan og ábyrgan hátt.
Markaðssetning Íslands
og ábyrg ferðahegðun
Nú er tími til að skoða for-
sendur og áherslur í mark-
aðsstarfi en það er ekki tími
til þess að hætta því.
Inga Hlín
Pálsdóttir
forstöðumaður á
Íslandsstofu
Sá sem hér ritar hefur sl. áratug í ræðu og riti varað við afleiðingum þess að heilbrigðisyfirvöld
hlúi ekki nægilega að heilsugæslu
á Íslandi. Þar er að finna grunn
þjónustu í heilbrigðismálum og er
mikilvægt að sú þjónusta sé reist
á styrkum stoðum með víðtækum
afleiðingum fyrir allt heilbrigðis
kerfið. Frá því að ég kom heim eftir
sérnám árið 1999 hefur því miður
verið langvinn undirmönnun heim
ilislækna. Skömmu eftir heimkomu
stóð ég fyrir því í samvinnu við
Landspítalann að sett var á laggirn
ar göngudeild sykursjúkra á Suður
nesjum og starfaði ég eftir það á 15
árum sem heimilislæknir, yfirlæknir
og í bráðaþjónustu í mörgum lands
hlutum. Á sama tíma tók ég þátt í
stjórnarstarfi meðal heimilislækna
og í Læknafélagi Íslands. Allan þann
tíma voru áhyggjur af undirmönnun
til umfjöllunar og hafa heimilis
læknar ekki haft mikla ástæðu til
bjartsýni. Meðalaldur heimilis
lækna er hár og nýliðun hefur ekki
verið nægileg sem er hið versta mál
því móttaka heimilislækna er kjarni
heilsugæslunnar og sá hluti sem við
kvæmastur er fyrir undirmönnun.
Nú gerast hins vegar þau tíðindi
að heilbrigðisráðherra boðar mögu
leika á fjölbreyttara rekstrarformi í
heilsugæslu. Ekki stendur til frekar
en endranær að einkavæða heil
brigðisþjónustu en heilbrigðis
starfsfólki verður gert kleift að reka
heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu
(fyrst um sinn) samkvæmt samningi
við heilbrigðisyfirvöld en á sama
tíma skal verða grundvallarbreyting
á greiðslufyrirkomulagi. Fjármagn
frá Sjúkratryggingum Íslands mun
fylgja sjúkratryggðum allt eftir því
hvaða heilsugæslustöð viðkomandi
skjólstæðingur velur til að fá þjón
ustu frá. Ríkisreknu stöðvarnar
halda áfram sinni starfsemi hér
eftir sem hingað til en hinar nýju,
einkareknu, bætast við og þar með
fjölgar heilsugæslum. Persónulega
hef ég góða reynslu af þessu einka
rekstrar og greiðslufyrirkomulagi
sem ég kynntist við vinnu í Svíþjóð.
Nú er að sjá hver viðbrögð verða
við þessum nýju áherslum en ég get
ekki annað en hrósað Kristjáni Þór
Júlíussyni heilbrigðisráðherra fyrir
hans viðleitni. Varla getur ástandið
orðið verra við þessar breytingar og
eitthvað verður að reyna til að efla
heilsugæsluna um land allt. Stað
reynd er að einhverjir tugir íslenskra
lækna eru í heimilislæknasérnámi
erlendis (aðallega á Norðurlöndum)
eða eru þegar orðnir sérfræðingar í
faginu. Fari svo að þessar nýjungar
í rekstrarformi heilsugæslu leiði
til þess að segjum 25 sérfræðingar
kjósi að flytja heim og sumir þeirra
vilji vinna í opinbera geiranum en
aðrir á einkarekinni stöð, er ljóst
að um mjög jákvæðar breytingar í
mönnun heimilislækna er að ræða.
Við skulum sjá hvað setur og vona
það besta.
Tímamót í heilsugæslu?
Persónulega hef ég góða
reynslu af þessu einkarekstr-
ar- og greiðslufyrirkomulagi
sem ég kynntist við vinnu í
Svíþjóð.
Ragnar Victor
Gunnarsson
sérfræðingur í
heimilislækn-
ingum
1 . m a r s 2 0 1 6 Þ r I Ð J U D a G U r14 s k o Ð U n ∙ F r É T T a B L a Ð I Ð
0
1
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:1
7
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
9
F
-8
B
1
4
1
8
9
F
-8
9
D
8
1
8
9
F
-8
8
9
C
1
8
9
F
-8
7
6
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
0
s
_
2
9
_
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K