Fréttablaðið - 01.03.2016, Blaðsíða 4
Aðalfundur landssamtakanna Spítalinn okkar
verður haldinn þriðjudaginn 15. mars 2016 kl. 16.00
á Icelandair Hótel Natura Víkingasal.
Dagskrá aðalfundar
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar lögð fram
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
4. Lagabreytingar
5. Ákvörðun félagsgjalds
6. Kosning stjórnar og tveggja skoðunarmanna reikninga
7. Önnur mál.
Að loknum aðalfundi hefst málþing Spítalans okkar um uppbyggingu
Landspítala.
Meðal fyrirlesara verður Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands.
Stjórnin.
AtvinnA Sextíu prósent Íslend-
inga eru jákvæð gagnvart því að fá
erlent vinnuafl til landsins. Þá er
21 prósent á móti erlendu vinnu-
afli en nítján prósent tóku ekki
afstöðu til spurningarinnar.
Þetta kemur fram í nýrri könnun
Gallup, en sambærileg könnun var
framkvæmd í 69 öðrum löndum.
Meirihluti telur komu erlends
vinnuafls neikvæða í 42 löndum
en jákvæða í 27 löndum. Hins
vegar segjast 57 prósent allra þátt-
takenda jákvæð gagnvart komu
erlends vinnuafls.
Í skýrslu Gallup kemur fram
að fátækari þjóðir séu almennt
jákvæðar, milliríkar þjóðir
almennt neikvæðar en skiptar
skoðanir séu meðal ríkra þjóða.
Hins vegar skekkir Kína, fjölmenn-
asta ríki heims, þær niðurstöður
þar sem það sker sig úr í hópi
milliríkra þjóða.
Kínverjar eru jákvæðasta þjóðin,
þar munar 74 prósentustigum á
því hve margir eru jákvæðir og
neikvæðir. Neikvæðasta þjóðin
er hins vegar Taílendingar. Þar
munar 65 prósentustigum í hina
áttina.
Í könnuninni var spurt: „Telur
þú almennt að það sé jákvætt eða
neikvætt fyrir Ísland að fá erlent
vinnuafl til landsins?“
Þá tóku 1.875 Íslendingar þátt,
valdir af handahófi, og var svar-
hlutfall um sextíu prósent. – þea
Jákvæðni gagnvart erlendu vinnuafli
umhverfismál Ef framlag stjórn-
valda og einstaklinga til landgræðslu
og skógræktar yrði fjórfaldað frá því
sem nú er, væri hægt að binda sam-
svarandi magn koltvísýrings í and-
rúmsloftinu árið 2030 og gert er ráð
fyrir að allar samgöngur og sjávar-
útvegur á Íslandi muni losa á þeim
tímapunkti.
Þetta kom meðal annars fram
í erindi Brynhildar Davíðsdóttur,
prófessors í umhverfis- og auðlinda-
fræði við Háskóla Íslands, á ráðstefnu
Landsbankans í gær undir yfirskrift-
inni Hvaða áhrif hefur Parísarsam-
komulagið á atvinnulífið?
Brynhildur fjallaði um niður-
stöður loftslagsráðstefnunnar í París
í samhengi við íslenskan veruleika
frá mörgum hliðum. Kom fram að
losun gróðurhúsalofttegunda (GHL)
á Íslandi er 26% meiri en hún var árið
1990. Hún hefur stóraukist frá iðnaði
(78%) og samgöngum (39%), en dreg-
ist verulega saman frá sjávarútvegi
(-42%). Ef binding GHL í landnotkun
er reiknuð inn í þessa mynd þá hefur
nettólosunin aukist mun minna, eða
um 15% frá því sem var árið 1990. Á
þessum tíma hefur hlutfallsleg losun
stóriðju vaxið úr 32% í 45% af heild-
inni en í sjávarútvegi minnkað úr 22%
árið 1990 í 10%.
Brynhildur sagði, í samhengi við
þessa tölfræði, hvað við getum gert,
og hvar við eigum að leggja áherslu á
að bregðast við. Hún vék líka að fram-
tíðarsýninni – eða spám um losun. Að
óbreyttu, eða án uppbyggingar í stór-
iðju, sem Brynhildur sagði reyndar
óraunhæft, verður losun á Íslandi
árið 2030 aðeins fimm prósent yfir
losun árið 1990 með bindingu með
skógrækt og landgræðslu. Ef öll áform
um uppbyggingu stóriðju ganga hins
vegar eftir á næstu árum gera spár
ráð fyrir því að losun gróðurhúsaloft-
tegunda frá Íslandi muni aukast um
108% miðað við losun ársins 1990.
Verði ekki af uppbyggingu í áliðnaði
en áætlanir um rekstur þriggja nýrra
kísilvera ganga eftir mun nettólosun
engu að síður aukast um 72%.
Þessar tölur eru svokölluð háspá,
og ekki tekið tillit til bindingar innan
íslenska hagkerfisins og skal taka sér-
staklega fram að binding með endur-
heimt votlendis er þá ekki reiknuð
til tekna. Samsvarandi tölur með
bindingu yrðu 91% aukning, og 54%
ef aðeins þrjú kísilver yrðu byggð og
rekin hér árið 2030.
Fjölmargt er hægt að gera til að
minnka losun á næstu árum. Það
sem getur átt við um öll fyrirtæki eru
mótvægisaðgerðir eins og að draga úr
beinni losun vegna eigin starfsemi,
og þá ekki síst orkunotkun og í flutn-
ingum. Óbeint má hafa áhrif með því
að velja sér græna birgja, en einnig í
samgöngum hjá starfsmönnum og
að velja viðskiptavini eftir sótspori
þeirra. Einnig með þátttöku í land-
græðslu, skógrækt og endurheimt
votlendis. Árangri má líka fljótt ná
með grænum fjárfestingum.
svavar@frettabladid.is
Hægt að núlla út stóra losunarvalda
Losun gróðurhúsalofttegunda er 26% meiri en árið 1990. Hægt væri að binda alla losun frá samgöngum og sjávarútvegi árið 2030 með
því að fjórfalda aðgerðir í skógrækt og landgræðslu. Þrjú kísilver auka losun árið 2030 um 54% þó tillit sé tekið til bindingar, er spáð.
Ólíkt öðrum löndum þá er aðeins brot af heildarlosun hér vegna orkuframleiðslu. fréttablaðið/vilhelm
Stjórnvöld hvetji til
góðra verka
• Með því að setja metnaðarfull
markmið.
• Með aðlögun regluverks og fjár-
hagslegum hvötum – t.d. reglum
um orkuskilvirkni nýrra bifreiða,
kolefnissköttum, ívilnunum,
styrkjum.
• Tryggja að innviðir séu til staðar –
t.d. fyrir rafbílavæðingu.
heilbrigðismál Þeir sem reykja
daglega eru 10% Íslendinga yfir 18
ára aldri en voru 14% árið 2014.
Þessi lækkun er í samræmi við aðrar
kannanir á reykingum Íslendinga,
samkvæmt könnun Embættis land-
læknis á nokkrum áhrifaþáttum
heilbrigðis. Lítill munur er á milli
kynja.
Daglegar reykingar eru algeng-
astar hjá fólki á aldrinum 45 til 54
ára, eða 14%, samanborið við 5% í
aldurshópnum 18 til 24 ára. Í yngsta
aldurshópnum, 18-24 ára, hafa 73%
aldrei reykt samanborið við 38% í
aldurshópnum 45-54 ára.
Ölvunardrykkja er töluverð
meðal landsmanna og þá sér-
staklega í yngsta aldurshópnum,
18-24 ára. Í þessum aldurshópi er
athyglisvert hve lítill munur er á ölv-
unardrykkju milli karla og kvenna.
Karlar á aldrinum 45-54 ára drekka
hins vegar tvöfalt oftar en konur í
sama aldurshópi.
Um helmingur fullorðinna
Íslendinga hreyfir sig í samræmi
við ráðleggingar og er það sambæri-
legt við fyrri kannanir á hreyfingu.
Áhyggjuefni er hins vegar að umtals-
verður hluti landsmanna hreyfir sig
lítið sem ekkert.
Íslendingar meta andlega heilsu
sína almennt góða og meirihluti
þeirra telur sig vera hamingjusam-
an. Þá segist meirihluti fá nægilegan
svefn en þó er áhyggjuefni hve stór
hluti karla fær að jafnaði of lítinn
svefn. Sömuleiðis er streita meðal
íslenskra kvenna áhyggjuefni, en
um þriðjungur kvenna segist oft eða
mjög oft finna fyrir mikilli streitu í
daglegu lífi, segir í frétt embættisins.
Þrátt fyrir jákvæða þróun milli ára
í ávaxta- og grænmetisneyslu neytir
aðeins um fjórðungur ávaxta tvisvar
á dag eða oftar og fimmtungur græn-
metis tvisvar á dag eða oftar. – shá
Nú reykja aðeins tíu prósent þjóðarinnar
Ungt fólk er núorðið mjög ólíklegt til að reykja að staðaldri. nordicphotos/afp
26%
meiri losun er á gróðurhúsa-
lofttegundum í dag en 1990.
39%
meiri losun frá samgöngum
á landi og flugi.
108%
aukning á losun gróðurhúsa-
lofttegunda miðað við 1990.
78%
meiri losun er frá stóriðju en
1990.
Brynhildur Davíðs-
dóttir, prófessor í
umhverfis- og auðlindafræði
við Háskóla Íslands, sagði að
að óbreyttu verði
losun á Íslandi
árið 2013
aðeins fimm
prósent yfir
losun árið
1990.
Viðhorf gagnvart
erlendu vinnuafli
Ísland
Jákvæð 60%
Tóku ekki
afstöðu 19%
Neikvæð 21%
heimurinn
Jákvæð 57%
Tóku ekki
afstöðu 11%
Neikvæð 32%
margir útlendingar koma til landsins til að vinna í lengri og skemmri tíma, til að
mynda í byggingarvinnu. fréttablaðið/vilhelm
1 . m A r s 2 0 1 6 Þ r i ð J u D A g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t A b l A ð i ð
0
1
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:1
7
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
9
F
-8
1
3
4
1
8
9
F
-7
F
F
8
1
8
9
F
-7
E
B
C
1
8
9
F
-7
D
8
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
0
s
_
2
9
_
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K