Fréttablaðið - 01.03.2016, Blaðsíða 28
Ópera
HHHHH
Don Giovanni eftir Mozart í uppfærslu
Íslensku óperunnar.
Stjórnandi: Benjamin Levy
Leikstjóri: Kolbrún Halldórsdóttir
Einsöngvarar: Oddur Arnþór Jónsson,
Tomislav Lavoie, Hallveig Rúnars-
dóttir, Elmar Gilbertsson, Jóhann Smári
Sævarsson, Hanna Dóra Sturludóttir,
Þóra Einarsdóttir, Ágúst Ólafsson
Kór og hljómsveit Íslensku óperunnar.
Búningar: María Th. Ólafsdóttir.
Leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson.
Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmunds-
son.
Eldborg í Hörpu
Laugardaginn 27. febrúar
Beethoven var mjög hneykslaður
á Mozart að semja heila óperu um
kvennabósann Don Giovanni. Sá
náungi var óttalegur uppskafningur
sem hafði engan áhuga á að gera neitt
við líf sitt annað en að fleka konur,
helst giftar. Tónlistin er þó snilld. Hún
er hrífandi fögur, með ótal grípandi
laglínum og skemmtilegum upp-
ákomum. Það er einhver ótrúleg birta
yfir henni sem er langt handan við lítil-
fjörlegt umfjöllunarefnið.
Því miður verður að segjast að óperan
komst aldrei á flug í uppsetningunni
sem fumsýnd var á laugardagskvöldið
í Hörpu. Hún byrjaði illa, forleikurinn
var keyrður áfram af furðulegri hörku
af hljómsveitarstjóranum Benjamin
Levy. Í forleiknum er óperan í hnot-
skurn, þar er máluð mynd af sífelldum
kvennaförum og síðan meinlegum
örlögum kvennabósans, sem fer á
endanum til helvítis. Tónlistin er því
ýmist dramatísk eða léttúðug. Í með-
förum Levys vantaði hvort tveggja,
dýptina skorti og því fór dramatíkin
út um veður og vind. Svo var enginn
húmor og skemmtilegheit í bjartari
köflum forleiksins. Þetta var meira í
ætt við tónlist fyrir líkamsrækt.
Ekki bætti úr skák að einstaklega frá-
hrindandi grafík var varpað á vegginn
fyrir ofan sviðið. Það voru skugga-
myndir af hljóðfæraleikurunum að
spila, útlínur á sífelldri hreyfingu.
Upp í hugann kom einhvers konar lif-
andi spagettí, eins ógeðfellt og það nú
hljómar.
Sviðsmyndin í uppfærslunni var ótta-
lega ömurleg, rimlagardínur og flekar
með gluggum. Á þetta neyddist maður
til að horfa gjörvalla óperuna. Það var
engin tilbreyting nema í mismunandi
lýsingu, og hún var þunnur þrettándi.
Lengst af var óreglulegum skuggum
varpað á gólfið, sem voru óreiðu-
kenndir og truflandi. Búningarnir voru
þó smekklegir, en glöddu samt aldrei
augað að neinu marki.
Nú er það ekkert leyndarmál að
Íslenska óperan á litla fjármuni og
það er greinilegt að hér hefur enginn
peningur verið eftir fyrir sviðsmynd.
En ópera er ekki síst sjónræn list, og
þegar sá kafli er alveg skilinn eftir
verður útkoman aldrei kræsileg, sama
hversu vel er sungið. Léleg sviðsmynd
er mun verri en engin. Þá er heiðar-
legra og betra að flytja óperuna bara í
konsertuppfærslu.
Söngvararnir voru nokkuð misjafnir.
Aðalstjarnan, Oddur A. Jónsson sem
var í hlutverki Don Giovannis, söng
af krafti og hann hafði líka útlitið með
sér. Hins vegar vantaði einhvern kar-
akter í leikinn sem gerði að verkum að
manni var slétt sama um persónuna
hans. Hún var aldrei neitt áberandi
fyndin, og ekki heldur tragísk.
Það sópaði ekki heldur sérlega mikið
að þjóni Don Giovannis, Leporello,
sem var leikinn af Tomislav Lavoie.
Hann söng þó yfirleitt fallega. Elmar
Gilbertsson, sem var í minna hlutverki,
var aftur á móti alveg prýðilegur. Hann
hefur fagra rödd og hún kom ákaflega
vel út. Jóhann Smári Sævarsson var
einnig flottur og Ágúst Ólafsson skilaði
sínu hlutverki af fagmennsku.
Konurnar voru upp og ofan. Þóra
Einarsdóttir og Hanna Dóra Sturlu-
dóttir voru stórglæsilegar, bæði í leik
og söng. Hallveig Rúnarsdóttir var
síðri, kannski var hún ekki í formi
þetta kvöld. Veikir kaflar hjá henni
voru almennt of lágróma, en þeir kraft-
meiri hittu ágætlega í mark. Frammi-
staða hennar var því ýmist mjög slæm,
eins og í byrjun þegar það heyrðist
nánast ekkert í henni, eða fantagóð
undir það síðasta í óperunni. Það var
þó einkennilegt að upplifa hversu illa
rödd Hallveigar passaði við raddhljóm
hinna söngvaranna. Hún skar sig of
mikið úr. Þetta kom niður á heildar-
myndinni, sem varð fyrir bragðið
aldrei sannfærandi.
Að endingu ber að nefna að fámennur
kór stóð sig vel, en hans hlutverk var
ekki stórt. Hljómsveitin spilaði líka af
öryggi, en það var engan veginn nóg.
Í tónlist Mozarts skipta smáatriðin
gríðarlegu máli. Þar er að finna gnægð
fínlegra blæbrigða sem þurfa næma og
nostursamlega útfærslu ef þau eiga að
skila sér. Það gerðu þau aldrei í hinni
óinnblásnu stjórn Levys. Í staðinn var
allt keyrt á fullu og það fór tónlistinni
illa. Heildarútkoman var óneitanlega
vonbrigði.
Jónas Sen
Niðurstaða: Ósannfærandi túlkun á
meistaraverki Mozarts.
Don Giovanni komst ekki á flug
Hanna Dóra Sturludóttir og Oddur A. Jónsson í hlutverkum sínum.
Höfundakvöld
í Norræna húsinu
1. mars kl. 19:30
Åsne Seierstad (1970) er norskur vinsæll blaðamaður
og rithöfundur. Árið 2013 gaf hún út bókina; En av oss:
En fortelling om Norge út sem fjallar um fjöldamorðin
í Útey en bókin kom nýlega út í íslenskri þýðinu.
Veitingastaðurinn Aalto Bistro hefur opið fyrir
matargesti og býður upp á ljúffengan kvöldverð og smárétti.
Allir velkomnir, aðgangur ókeypis.
Sturlugata 5, 101 Reykjavík
Tel: 5517030, www.nordichouse.is
Höfundakvöld Norræna hússins 2016
1. mars Åsne Seierstad (NO)
5. apríl Susanna Alakoski (SE)
3. maí Mari Jungstedt &
Ruben Eliassen (SE/NO)
Leikhús
HHHHH
Gripahúsið
eftir Bjartmar Þórðarson
Tjarnarbíó og Þurfandi
Leikstjóri: Bjartmar Þórðarson
Leikarar: Albert Halldórsson, Bryn-
dís Petra Bragadóttir, Sigríður Björk
Baldursdóttir og Sveinn Óskar
Ásbjörnsson
Raddir af bandi: Ragnheiður Stein-
dórsdóttir og Bjartmar Þórðarson
Leikmynd / Búningar / Hljóð: Bjart-
mar Þórðarson ásamt hópnum
Ljósahönnun: Arnar Ingvarsson
Á afskekktu bóndabýli bíður fjöl-
skylda eftir stóra tækifærinu, breyt-
ingar til hins betra liggja í loftinu, svo
segir völvan. Tækifærin liggja nefni-
lega í gripahúsinu, sem liggur reyndar
undir skemmdum og dýrin eru
sloppin út í bylinn. En það reddast.
Sviðshópurinn Þurfandi frumsýndi
nýtt íslenskt leikrit í Tjarnarbíói síð-
astliðinn föstudag en þar steig einnig
nýtt leikskáld, Bjartmar Þórðarson,
fram á sjónarsviðið.
Í hnotskurn fjallar verkið um uppgjör
lágstéttarfjölskyldu við samfélagið
sem kjarnast í valdabaráttu innan
fjölskyldunnar. Þetta er utangarðs-
fólk á botni skuldafensins, fast á hjara
veraldar en reynir eftir bestu getu að
horfa á björtu hliðarnar og gera fram-
tíðarplön í misgóðum gæðum.
Bjartmar er snjall textahöfundur
sem hefur skýra sýn á bæði form
og framvindu. Hann leikur sér að
endurtekningum, táknmyndum og
staðalímyndum af öryggi. Húmor-
inn kraumar undir textanum þó að
hann hafi legið of djúpt í leik hópsins
á frumsýningu. Aftur á móti mætti
skoða orðfærið betur en undarleg
formlegheit virðast ennþá loða við
íslensk handritaskrif. Frasar á borð
við „Talaðu hreint út frekar en undir
rós“ mega hæglega missa sín. Að auki
hefði mátt skrúfa ramma leikritsins
fastar saman en þrátt fyrir ákveðna
galla er nokkur skínandi augnablik
að finna í leikverkinu.
Leikhópurinn gerir vel að koma þess-
ari krumpuðu fjölskyldu til skila.
Bryndís Petra Bragadóttir leikur
Védísi, hússtýru heimilisins í orði
en ekki endilega í raun, af næmni en
fellur stundum um kómíkina. Þó að
hann sé ekki orðmargur þá er greini-
legt að eldri bróðirinn, Bjarni, leikinn
af Sveini Óskari Ásbjörnssyni, lítur á
sjálfan sig sem höfuð fjölskyldurnar,
sérstaklega eftir að faðirinn og grið-
maðurinn Piotr hurfu á braut. Sveinn
Óskar er ágætur sem þessi bitri og
reiði maður en líður örlítið fyrir skort
á persónusköpun af hálfu höfundar.
Hann er þó bestur þegar Bjarni kemst
á flug í fantasíum sínum.
Sigríður Björk Bragadóttir fer með
hlutverk Urðar sem líður eins og
aðskotahlut á heimilinu. Eymdinni
skilar hún vel og tímasetningarnar
eru fínar en þrátt fyrir ágæta spretti
vantar dýpt í persónusköpunina. En
óvæntasti smellur kvöldsins var hinn
nýútskrifaði Albert Halldórsson í
hlutverki einfeldningsins Skírnis.
Líkamsbeiting hans og einbeiting
eru sjón að sjá. Útfærsla hans á undar-
legum diplómata fjölskyldunnar er
heildstæð og fíngerð, einnig bráð-
fyndin.
Samleikur hópsins er aftur á móti til
fyrirmyndar í sumum senum en slíkt
má skrifa á Bjartmar, sem einnig er
leikstjóri sýningarinnar. Fjölskyldu-
bragurinn virðist ósvikinn og rýmis-
notkunin einnig tær. Leikmynda-
hönnun og búningar eru í höndum
leikhópsins, en Bjartmar leiðir hópinn
sem og á öðrum vígstöðvum. Heildar-
myndin er ágæt en klisjuofgnóttin og
ruslahaugsbragurinn eru ekki sér-
staklega frumleg. Ekki fer mikið fyrir
ljósahönnun Arnars Ingvarssonar en
líkt og húmor verksins kyndir hún
undir atriðunum án þess að kveikja
bál. Smáatriðin eru vel útfærð, skugg-
arnir lúra í skúmaskotum og birtan
frá stofuglugganum er fallega unnin.
Í Gripahúsinu tekst Bjartmar á við
sanníslenska drauminn um að fá
eitthvað fyrir ekki neitt og búa til
bullandi gróða í boði bankalána.
Hann er sviðslistamaður sem vert er
að fylgjast með. Þrátt fyrir ýmsa galla
á sýningunni sem og handritinu þá
er svo sannarlega hægt að mæla með
sýningunni sem dæmi um mikilvægi
nýrrar íslenskrar leikritunar og sjálf-
stæðu senunnar.
Sigríður Jónsdóttir
Niðurstaða: Hársbreidd frá
há gæðum.
Lóan, spóinn og íslenski draumurinn
Það gengur á ýmsu í verkinu Gripahúsið eftir Bjartmar Þórðarson í Tjarnarbíói.
1 . m a r s 2 0 1 6 Þ r i ð J u D a G u r24 m e N N i N G ∙ F r É t t a B L a ð i ð
menning
0
1
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:1
7
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
8
9
F
-8
6
2
4
1
8
9
F
-8
4
E
8
1
8
9
F
-8
3
A
C
1
8
9
F
-8
2
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
0
s
_
2
9
_
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K