Fréttablaðið - 01.03.2016, Blaðsíða 36
„Ég er að fara til Höfðaborgar í Suður-
Afríku, til að taka upp myndefni sem
ég kem svo til með að vinna eftir að ég
kem heim. Þetta mun vera ferðasaga,
eða myndbandsdagbók sem verður
sýnd á Vísi. Ég hef sett mig í samband
við lókal strák í Höfðaborg sem er
sjálfur að framleiða myndbönd ásamt
því að vera mikill ævintýramaður. Við
erum búnir að skipuleggja alls konar
hluti til að gera saman. Það sem mér
finnst svo fallegt við þetta er að ein-
hver aðili hinum megin á hnettinum
sem ég hef aldrei hitt áður er tilbúinn
að hjálpa mér með þetta verkefni,
ásamt því að aðstoða við upptöku
og framleiðslu,“ svarar Davíð Arnar
Oddgeirsson framleiðandi spurður
um ferðalagið.
Það er óhætt að segja að dagskrá
ferðarinnar sé vel pökkuð og fram
undan sé skrautlegt og viðburðaríkt
ferðalag, þar sem Davíð kemur til
með að upplifa framandi ævintýri á
næstu tveimur vikum.
„Það sem við ætlum að gera er að
fara í hæsta „free fall“-teygjustökk í
heimi, köfun með hákörlum, förum
í mörgæsaferð, bátsferð þar sem
við munum kafa og veiða fisk með
spjótum, svifvængjaflug yfir Höfða-
borg frá Lions Head sem er vinsælasta
gönguleiðin þarna og býður upp á frá-
bært 360 gráðu útsýni yfir borgina.
Við munum síðan fara í þriggja daga
ferðalag meðfram austurströndinni
og gista þar í sumarhúsi sem er í
miðjum frumskógi. Dagskráin er því
vel pökkuð af alls konar skemmti-
legum hlutum til að gera og upplifa,“
segir hann spenntur fyrir ferðalaginu.
Davíð Arnar hefur framleitt mynd-
efni um nokkurra ára skeið. Hann
framleiddi þættina Illa farnir ásamt
félögum sínum Arnari Þór Þórssyni
og Brynjólfi Löve. Þættirnir voru
sýndir á Vísi við góðar undirtektir, en
þeir fjölluðu um ferðalag þeirra félaga
um framandi slóðir bæði á Íslandi og
í Tyrklandi.
„Ég hef verið að framleiða mynd-
efni í nokkur ár og oftar en ekki fylgja
því einhver ferðalög, bæði hér heima
og erlendis. Ferðalög og myndbands-
framleiðsla haldast ansi vel í hendur
og með því að skoða fleiri staði og
fara á nýjar slóðir þá ertu alltaf að fá
nýtt efni til að vinna með. Auðvitað
er ég líka að ferðast til að upplifa nýja
hluti, kynnast nýju fólki og skoða
heiminn. Það að geta tvinnað þetta
svona saman, það er að segja að taka
upp myndbönd, sem getur skapað
virði fyrir aðra sem eru þá tilbúnir að
taka þátt í verkefninu, er algjör snilld
og gerir það að verkum að þetta ferða-
lag varð að veruleika,“ segir Davíð
Arnar léttur í bragði og bætir við að
hann komi til með að vera virkur
á Snapchat og fólki sé velkomið að
fylgjast með ferðalagi hans þar undir
notandanafninu davidoddgeirs.
gudrunjona@frettabladid.is
Kem til með að gista í
miðjum frumskógi
Davíð Arnar Oddgeirsson, myndbandsframleiðandi og ævintýra-
maður er um þessar mundir á leið til Suður-Afríku þar sem hann
mun ferðast um landið og upplifa stórkostleg ævintýri.
Davíð Arnar Oddgeirsson myndbandsframleiðandi er á leið til Suður-Afríku þar
sem hann kemur til með að festa á filmu ævintýri ferðarinnar. fréttAblAðið/ernir
Ég hef verið að
framleiða mynd-
efni í noKKur ár og oftar en
eKKi fylgja því einhver
ferðalög, bæði hÉr heima og
erlendis
„Þetta kom mér alveg rosalega á
óvart, ég bjóst engan veginn við
þessu. Í fyrsta lagi fannst mér bara
frábært að vera tilnefnd í hópi þess-
ara flottu leikkvenna, og svo að vinna
þetta var hálf óraunverulegt. Ég er
ótrúlega þakklát fyrir hvað margir
kunnu að meta vinnuna sem ég lagði
í hlutverkið,“ segir Birna Rún Eiríks-
dóttir leikkona, sem hlaut á sunnu-
daginn Edduna fyrir leik sinn í auka-
hlutverki í sjónvarpsþáttaröðinni
Rétti 3, sem sýnd var á Stöð 2 fyrr í
vetur.
Birna Rún, sem enn þá nemur við
Listaháskóla Íslands, fór með hlut-
verk Hönnu, 17 ára stelpu sem átti
ansi erfiða æsku, byrjar að drekka
þrettán ára og lendir í slæmum félags-
skap og neyslu. Hlutverkið þótti afar
krefjandi og þótti Birna skara fram úr
fyrir túlkun sína á hlutverkinu.
„Ég fór í þetta með hjartanu alla
leið. Mér fannst ekkert smá gaman að
fá að takast á við þetta hlutverk. Þessi
raunveruleiki, að íslenskar stelpur séu
seldar fyrir dóp, er til staðar í okkar
samfélagi og það er misjafnt hvort
fólk vill horfast í augu við það eða
ekki. Það er lítið af úrræðum fyrir
unglinga í neyslu svo þetta er brýnt
málefni,“ segir hin unga leikkona
Birna Rún um persónuna sem hún
lék í þriðju þáttaröð af Rétti.
Leikkona ársins í aðalhlutverki var
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, einn-
ig fyrir hlutverk sitt í Rétti. Leikarar
ársins í aðal- og aukahlutverki voru
valdir þeir Sigurður Sigurjónsson
og Theodór Júlíusson fyrir leik sinn
í kvikmyndinni Hrútar. Sjónvarps-
þáttaröðin Ófærð var valin leikið
sjónvarpsefni ársins og titilinn sjón-
varpsmaður ársins hlaut Helgi
Seljan. Stuttmyndin Regnbogapartý
og heimildarmyndin Hvað er svona
merkilegt við það? unnu Edduna
hvor í sínum flokki. Ragna Fossberg
förðunarmeistari hlaut Heiðursverð-
laun Eddunnar 2016. – gjs
að vinna edduna
var hálf óraunverulegt
birna rún leikkona hlaut edduverðlaun sem leikkona ársins í aukahlutverki.
1 . m a r s 2 0 1 6 Þ r I Ð J U D a G U r32 L í f I Ð ∙ f r É T T a B L a Ð I Ð
0
1
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:1
7
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
8
9
F
-9
0
0
4
1
8
9
F
-8
E
C
8
1
8
9
F
-8
D
8
C
1
8
9
F
-8
C
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
0
s
_
2
9
_
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K