Fréttablaðið - 01.03.2016, Blaðsíða 12
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis
á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871
fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Halldór
Þorbjörn
Þórðarson
thorbjorn@frettabladid.is
Ef við misstígum okkur í eigin lífi, finnst okkur eðlilegt að játa þau mistök. Ef þau snerta aðra, að viðurkenna mistökin gagnvart viðkomandi.
Þegar um er að ræða stjórnmálaflokk í vanda, er
flókið að sammælast um hver mistökin séu. Skýrt er
hins vegar, að ef um mistök er að ræða, þá snúa þau að
almenningi, eru ekki einkamál örfárra, a.m.k. ekki hjá
flokki sem vill vera fjöldahreyfing.
Samfylkingin missti mikið fylgi í síðustu kosn
ingum. Og þrátt fyrir ríkisstjórn sem gengur gróf
lega gegn almannahagsmunum, minnkar fylgið enn.
Nauðsynlegt er að flokkurinn greini undirliggjandi
orsakir. Hvaða mistök voru gerð? Hvað var á hans
valdi? Formaðurinn Árni Páll Árnason fór þá óvenju
legu leið að gera sína greiningu á fylgistapinu opinbera
með bréfi til allra flokksmanna og hefja fundaferð um
landið, samræður við flokksmenn um vanda Sam
fylkingarinnar.
Um einstök atriði greiningar Árna Páls má deila,
en mörgum eins og mér var létt að málin skyldu sett
upp á borðið og öllum boðið til opinnar umræðu.
Samfylkingin var í blindgötu. Í stað þess að taka þessu
fagnandi og ganga til rökræðu með félögum sínum,
hafa sumir þeirra kvartað yfir því að ekki sé horft fram
á við og lögð áhersla á okkar stefnumál. Vandinn er sá
að þjóðin hefur takmarkaðan áhuga á Samfylkingunni
og hennar stefnumálum. E.t.v. vegna þess hversu margt
tókst ekki í framkvæmd þeirra á síðasta kjörtímabili,
þrátt fyrir góðan árangur á mörgum sviðum.
Jafnaðarmannaflokkar eiga í vanda víðast í Evrópu,
eins og hefðbundnir flokkar almennt. Fylgi minnkar,
félögum fækkar.
Við sem teljum stjórnmálaflokka mikilvægar
almannahreyfingar og jafnaðarstefnuna um jöfn
tækifæri og réttlátt samfélag eiga brýnt erindi, eigum
að taka boði Árna Páls með opnum huga og setjast á
rökstóla um orsakir vanda Samfylkingarinnar og leiðir
fram á við. Sá sem skilur ekki eigin fortíð, mun eiga
erfitt með að fóta sig í framtíðinni.
Skriftamál
Samfylkingarinnar
Sá sem skilur
ekki eigin
fortíð, mun
eiga erfitt með
að fóta sig í
framtíðinni.
Það er áhyggjuefni hvað stjórnvöld hafa dregið að fjárfesta í innviðum til að bregðast við auknum straumi ferðamanna.Ferðaþjónustan er ein mikilvægasta atvinnugrein landsins og skapar þjóðarbúinu mestar gjaldeyristekjur ásamt sjávar
útvegi. Ferðaþjónustan er eiginlegur gullkálfur því allir
hagnast á auknu innstreymi gjaldeyris og afleidd áhrif
af auknum straumi ferðamanna hafa jákvæða verkan
á allar atvinnugreinar. Greint var frá því í þessu blaði í
gær að tveggja mánaða gömul farþegaspá Isavia hefði
verið uppfærð til hækkunar en spáð er 37 prósenta
fjölgun farþega frá síðasta ári. Á þessu ári sækja 1,73
milljónir ferðamanna landið heim gangi spáin eftir.
Það er því ljóst að við munum fara yfir tveggja milljóna
markið mun fyrr en talið var. Bjartsýnustu spár gerðu
ráð fyrir tveimur milljónum ferðamanna árið 2018.
Á þessu ári á að verja 20 milljörðum króna í stækkun
flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Það er með nokkrum
ólíkindum að stjórnvöld hafi ekki stækkað Leifsstöð
meira, hraðar og fyrr. Það er ekki eins og vöxtur ferða
þjónustunnar og aukinn fjöldi ferðamanna séu ný
tíðindi sem eigi að koma stjórnmálamönnum í opna
skjöldu. Skýrslur liggja fyrir mörg ár aftur í tímann þar
sem spáð var fyrir um þetta.
Ástandið í Leifsstöð er á köflum skelfilegt. Yfir
háannatímann er aðstaðan niðri þar sem Ameríkuflug
ið er algjörlega óboðleg og ferðamönnum er hrúgað þar
saman í eina kös, hverjum við næsta mann, líkt og sard
ínum í dós. Á síðasta ári fóru þrír lögreglumenn hjá lög
reglunni á Suðurnesjum, sem sinnir landamæravörslu á
Keflavíkurflugvelli, í veikindaleyfi vegna álags og mjög
illa gengur að manna erfiðustu vaktirnar. Það fór allt á
hliðina í Leifsstöð í fyrra því það vantaði fjármagn til að
sinna tollvörslu og landamæraeftirliti. Löggjafinn hefur
ekki aukið fjárveitingar til lögreglunnar að neinu ráði
til að bregðast við ástandinu. Það er auðvitað sorglegt ef
allt fer á hliðina í Keflavík af því það vantar nokkra tugi
milljóna til að sinna þessum störfum meðan hagsmunir
þjóðarbúsins hlaupa á tugum milljarða. Það er eins og
ríkisstjórnin vilji fljóta sofandi að feigðarósi og sparka í
gullkálfinn, fremur en að hlúa að honum.
Það má lítið út af bregða til að orðspor Íslands skað
ist ekki og við viljum ekki fá þann stimpil að við vitum
ekkert hvað við erum að gera þegar ferðaþjónustan er
annars vegar. Mannkynssagan er uppfull af sögum af
samfélögum sem voru eitt sinn stórkostleg en hnignaði
því tækifærum var glutrað niður. Íslendingar hafa allir
sameiginlegan hag af því að búa til réttu ímyndina fyrir
Ísland og byggja upp innviði til að taka á móti tveimur
milljónum ferðamanna. Það er algjört dauðfæri fyrir
þjóðarbúið að halda áfram að vaxa í ferðaþjónustunni.
Til þess þarf hins vegar að fjárfesta og hlúa að þessari
atvinnugrein. Ekki láta eins og vöxtur hennar sé bara
eitthvert náttúrufyrirbæri sem engin leið er að hafa
áhrif á.
Sparkað í
gullkálfinn
Það má lítið
út af bregða
til að orðspor
Íslands skaðist
ekki og við
viljum ekki fá
þann stimpil
að við vitum
ekkert hvað
við erum að
gera þegar
ferðaþjónust-
an er annars
vegar.
Svínslegir samningar
Svínabændur eru fokreiðir yfir
nýjum búvörusamningum því
þeim finnst þeir sniðgengnir að
öllu leyti. Fulltrúi svínabænda
yfirgaf Bændahöllina í fússi í gær
og á næstu dögum verður kosið um
tillögu þess efnis að svínabændur
segi skilið við Bændasamtökin.
Svínabændur hafa kvartað
sáran undan því að þurfa að bæta
aðbúnað skepnanna hjá sér í
kjölfar svartrar skýrslu MAST
sem sýndi gyltur með legusár
og þrengslin þvílík að þær gátu
sig hvergi hreyft. Áður höfðu
ódeyfðar geldingar grísa komist í
hámæli. Fyrir það vilja þeir styrki.
Það má með sanni segja að
með nýjum búvörusamningum
sé perlum kastað fyrir svín,
enda íslenskt landbúnaðarkerfi
eins og peningahít, en það þarf
ekki að láta skattfé renna í þetta
svínarí sem viðgengst á íslenskum
svínabúum.
Ballið á Bessastöðum
Sú hugmynd virðist ríkja að
mars sé réttur tími fyrir sigur-
vegara forsetakosninga til að
stíga fram svo nægur tími gefist
til að vinna þjóðina á sitt band en
nógu skammt sé til kosninga svo
almenningur verði ekki kominn
með upp í kok af slagorðaflaumn-
um. Halla Tómasdóttir, Össur
Skarphéðinsson og Þorgerður
Katrín eru öll líkleg en vonandi
mun óvænt kanóna koma fram
svo slagurinn verði spennandi.
snaeros@frettabladid.is
1 . m a r s 2 0 1 6 Þ r I Ð J U D a G U r12 s k o Ð U n ∙ F r É T T a B L a Ð I Ð
SKOÐUN
0
1
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:1
7
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
9
F
-7
7
5
4
1
8
9
F
-7
6
1
8
1
8
9
F
-7
4
D
C
1
8
9
F
-7
3
A
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
0
s
_
2
9
_
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K