Fréttablaðið - 29.02.2016, Page 50

Fréttablaðið - 29.02.2016, Page 50
Grænar plöntur á baðið Grænar plöntur og blóm lífga upp á hvers konar rými svo um munar. Baðherbergið er kannski ekki sá staður sem fólki dettur fyrst í hug þegar raða á blómum en þó geta margar plöntur þrifist vel inni á baðherbergi. Aloe vera-plantan getur haft það fínt inni á baðher- bergi. Hún þarf ekki mikla birtu og ekki mikið vatn, rak- inn inni á baðherberginu getur því vel haldið henni í góðum gír. Hana er líka gott að hafa við höndina við spegilinn en gelið úr plöntunni er gott á viðkvæma húð. Tannhvassa tengdamömmu eða indjánafjöður má vel loka inni á baðherbergi. Hana þarf afar sjaldan að vökva og hún plummar sig því vel í rakanum frá sturt- unni. Þó tannhvöss sé er þessi planta sérstaklega góð í að hreinsa andrúmsloftið og fer því vel hvar sem er á heimilinu. Bambus spjarar sig líka afar vel inni á baði. Stað- setningin þar inni gæti þó skipt máli þar sem hann vex hratt. Hann fer því best þar sem hann hefur pláss til að vaxa upp og getur vel staðið á gólfi. Rakt og gluggalaust  umhverfi henta orkídeum líka ágætlega. Þær eru líka sérstaklega fallegar og gera mikið fyrir herbergið þó þær blómstri ekki í langan tíma. NJÓTTU ÞESS AÐ GERA BAÐHERBERGIÐ AÐ VERULEIKA FINGERS 70x120 cm • Ryðfrítt stál JAVA 50x120 cm • Ryðfrítt stál COMB 50x120 cm • Ryðfrítt stál Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is hafðu það notalegtm i ð s t ö ð v a r o f n a r HönnunarMars fer fram í Reykjavík í áttunda sinn dagana 10.–13. mars. Þar er hönnun kynnt sem atvinnu- grein sem byggir á traustum grunni og gegnir veigamiklu hlutverki í samtímanum. HönnunarMars er frábær vettvangur fyrir almenn- ing til að kynna sér það nýjasta og ferskasta í hönnun og kaupa beint frá listamanninum sjálfum. Fjölmargir viðburðir verða á dag- skrá þessa daga en þar sameinast allar greinar hönnunar; fatahönn- un, arkitektúr, húsgagna- og inn- anhússhönnun, grafísk hönnun og vöruhönnun. Meðal viðburða má nefna sýn- ingar, fyrirlestra, uppákomur og innsetningar og er ókeypis inn á flesta viðburði HönnunarMars, þ. á m. viðburði sem eru sniðnir að fjöl- skyldufólki. Viðburðir HönnunarMars eru skipulagðir af íslenskum hönnuð- um og arktitektum en á hverju ári taka um 400 manns þátt. Hönnun- arMars vekur sífellt meiri athygli utan landsteinanna og sækja hann árlega fjöldi erlendra þátttakenda enda fyrir löngu búinn að sanna sig sem mikilvægt hreyfiafl í íslensku samfélagi. Dagskrá og nánari upplýsingar má finna á www.honnunarmars.is, á Facebook og Instagram (@design- march). Fersk hönnun heImIlIð Kynningarblað 29. febrúar 201620 2 9 -0 2 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 9 C -D 2 E 4 1 8 9 C -D 1 A 8 1 8 9 C -D 0 6 C 1 8 9 C -C F 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 2 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.