Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2007, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2007, Qupperneq 2
2 MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2007 Fréttir DV Vilja fleiri konur Þingmenn úr öllum flokkum hafa lagt fram tillögu til þings- ályktunar um aðgerðir til að auka hlut kvenna í sveitarstjórnum. Mælst er til þess að Alþingi álykti að félagsmálaráðherra feli Jafn- réttisstofu það verkefni að hrinda af stað aðgerðum í því skyni að efla hlut kvenna í sveitarstjórn- um. Hlutur kvenna í sveitarstjórn- um eftir síðustu sveitarstjórnar- kosningar var 35,9 prósent. Svip- að hlutfall má sjá þegar skoðaðar eru stjórnir, nefndir og ráð sveit- arfélaganna. jjflfc,' 2^ ___ . Kýldi barnsmóður í Krossinum Birgir Rúnar Benediktsson var á fimmtudag dæmdur í Hér- aðsdómi Reykjavíkur til fimm mánaða fangelsisvistar fyrir líkamsárás og rán. Birgir bjó á áfangaheimili Krossins og kom barnsmóðir hans þangað að sækja fjögurra ára dóttur þeirra í desember í fyrra. Hún sá að Birgir var undir áhrifum lyfja og reiddist honum. f kjölfarið tók Birgir hana hálstaki og kýldi með krepptum hnefa í viðurvist dótt- ur þeirra. Einnig var hann dæmdur fyrir að ræna veskjum og farsímum. Engin sameining í Þingeyjarsýslu Tillaga um sameiningu hreppanna þriggja í Suður-Þing- eyjarsýslu var felíd í kosningu í gær. Aðaldælingar og Þingey- ingar voru hlynntir sameining- unni en íbúar í Skútustaðahreppi felldu hins vegar tillöguna. Þar var ríflega 61 prósent andvígt. Þingeyjarsveit og Aðaldæla- hreppur geta eftir sem áður sameinast með samningaferli. Ekki hefur þó verið ákveðið hvort sú verður raunin, en fulltrúar hreppanna munu hittast í vik- unni tíl skrafs og ráðagerða. Sama atvinnuleysi Skráð atvinnuleysi í október var 0,8 prósent, eða jafn mikið og í september. Atvinnuleysi er mest á Suðurnesjum, um 2,1 prósent, og á Norðurlandi eystra þar sem það mældist 1,5 prósent. Alþýðu- samband íslands gerir ráð fyrir því að atvinnuleysi muni aukast eitthvað á næstunni, lausum störfum hjá vinnumiðlun fækk- aði tíl að mynda um áttatíu og fimm frá því í september. Bandarísk stjórnvöld fetta fingur út í leiguflug íslenskra flugfélaga til og frá Kúbu. Þau hafa þrýst á bandaríska flugvélaframleiðandann Boeing að koma í veg fyrir að vélar fyr- irtækisins séu notaðar í umrætt flug sökum viðskiptabanns gegn Kúbu. Guðjón Arngríms- son, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir unnið að lausn deilunnar. Hannes Hilmarsson, forstjóri Atlanta, mun ekki fljúga fyrir kúbversk flugfélög við óbreyttar aðstæður. BEITABOEINGGEGN ÍSLENSKUM FLUGFÉLÖGUM ERLA HLYNSDÓTTIR bladamadur skrifar: erla@dv.is Bandarísk stjórnvöld hafa þrýst á bandaríska flugvélaffamleiðandann Boeing að stunda ekki viðsldptí við Icelandair Group, móðurfélag Ice- landair, vegna Kúbuferða íslenska íyr- irtækisins. Viðskiptabann hefur ríkt gegn Kúbu í marga áratugi og kom það illa við bandarísk stjórnvöld að þarlendar Boeing-flugvélar væru not- aðar til þess að fljúga til og frá Kúbu. Um er að ræða leiguflug í nafhi Loftleiða, dótturfélags Icelandair, sem í tæpt ár flaug Boeing-vélum tíl og frá Kúbu samkvæmt samningi. Leiguflugfélagið Air Atlanta Iceland- ic hefur einnig gert út bandarísk- ar flugvélar frá Kúbu og bandarísk stjómvöld hafa einnig fett fingur út í þá starfsemi. Bæði flugfélögin hafa rétt til að fljúga til Kúbu en banda- rísk stjórnvöld vilja ekki að það sé gert með bandarískum flugvélum. Langflestar flugvélar Icelandair em af Boeing-gerð og eftír því sem DV kemst næst þrýstu bandarísk stjórn- völd á félagið að þjónusta ekki vél- ar Icelandair þar tíl málið yrði leyst. Þrátt fyrir að samningur Loftleiða sé „Loftleiðir notuðust við Boeing-vélar í flug- inu til Kúbu og það var ákveðið að notast ekki við þær lengur." mnninn út stendur deilan enn yfir. Ekki ólöglegt Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Icelandair, staðfestír að mál- ið hafi komið upp á milli félaganna fyrr á þessu ári. Hann telur Icelandair ekki hafa brotíð gegn lögum og bend- ir á að íslensk flugfélög hafa fúllan rétt tíl að fljúga til og frá Kúbu. „I þessu flugi vom notaðar flugvélar af banda- rískri Boeing-gerð og með þjónustu- samningi við Boeing. Það varð til þess að það vöknuðu spurningar hjá eftír- litsstofnunum í Bandaríkjunum út frá viðskiptabanninu við Kúbu og óskað eftír því að Boeing þjónustaði ekki þessar vélar hjá Lofdeiðum," segir Guðjón. „Loftleiðir notuðust við Boeing- vélar í fluginu tíl Kúbu og það var ákveðið að notast ekki við þær lengur. Við emm í góðu samstarfi við Boeing að leysa úr þessu máli og emm í daglegu sam- bandi við fýr- irtækið," segir hann. Aðspurður segir Guðjón deil- una ekki hafa áhrif á starfssemi lcelandair á neinn hátt. Hann vill ekki tjá sig um næstu skref í málinu og segist ekki kannast við að ís- lensk yfirvöld hafi verið látín vita af málinu. í trássi við reglugerð Hannes Hilmarsson, for- stjóri Atlanta, segir forsvars- menn Boeing hafa haft sam- band við sig nýverið vegna flugferða Atlanta fyrir kúbverska fyrirtækið Cubana árið 2005. „I kjölfarið skrifuðum við bréf til banda- rískra yfirvalda þar sem við staðfest- um að við hefðum flogið umræddar því að það væri í trássi við bandarískai reglugerðir. Þannig sýnum við sam- starfsvilja og eigum ekki von á af lenda í stórvægilegum vanda- málum út af þessu," segii Hannes. Atlanta mun hins vegar ekki fljúga fyr- ir Cubana á meðar umrædd banda rísk reglugerf erígildi. Átta þúsund ökumenn myndaðir í stórauknu umferðareftirliti í höfuðborginni: Óeinkennisklæddir sekta þúsundir ökumanna \ Hraðamyndavélar Lögreglan hefur stóreflt umferðareftirlit en það sem af er ári hafa átta þúsund ökumenn verið myndaðir. „Við höfum verið að auka eftirlitíð jafnt og þétt undanfarin ár," segir Ri- charð J. Björgvinsson, varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu. Arvökulir ökumenn hafa vafalaust tekið eftir ómerktum lögreglubflum sem lagt er við fjöl- farnar umferðargötur í Reykjavík. Þar eru einkennisklæddir lögreglumenn að störfum að vakta hraðakstur borg- arbúa. „Það eru haldnir reglulegir fundir með íbúum í hverfisstöðvum og þar fáum við oft ábendingar um hraðakstur í kringum umferðargöt- ur. Við reynum hvað við getum til að sinna þessum köllum frá íbúum," segir Richarð. Tveir lögreglumenn eru í fullu starfi við að sjá um þetta umferðar- eftirlit en auk þess er hlutverk þeirra að sjá um hraðamyndavélar á gama- mótum og myndavélar í Hvalfjarð- argöngunum. „Það sem af er ári hafa þessir tveir lögreglumenn tek- ið um átta þúsund ökumenn fyrir of hraðan akstur. Það gera um 25 öku- menn á hverjum einasta degi. Við erum ánægðir með að árangur virð- ist hafa náðst í Hvalfiarðargöngun- um á síðustu vikum. I síðustu tvö til þrjú skipti höfum við greint minnk- un hraðaksturs í göngunum." Umferðareftírlitsbíllinn hefur reynst lögreglunni vel í baráttunni gegn hraðakstri. Hann var upphaflega á vegum Ríkislögreglustjóra og fór þá vítt og breitt um landið. Fyrir fimm árum tók Lögreglustjórinn í Reykja- vík við bílnum. I tölum frá Ríkislög- reglustjóra má greina mikla aukningu í hraðaksmrsbrotum á öllu landinu. Þannig var fjöldi hraðakstursbrota í september 2006 2.583, samanborið við 3.779 í september á þessu ári. Eru þessar tölur til marks um aukið eftírlit lögreglu með umferðarlagabrotum. Á þriðjudag og miðvikudag í síðustu viku voru brot 230 ökumanna mynd- uð á gatnamótum Njarðargötu og Hringbrautar og á þriðjudaginn voru brot 128 ökumanna mynduð á Víkur- vegi í Grafarvogi. einar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.