Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2007, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2007, Síða 4
4 MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2007 Fréttir DV Sýkna vegna líkamsárásar Islenska ríkið var á föstu- dag sýknað af skaðabótakröfu hjúkrunarfræðings á Kleppi sem varð fyrir líkamsárás í vinnunni. Arásin átti sér stað í júní 1997 í skemmtiferð sem farin var með geðsjúklingum. Þegar áð var í Skálholti réðst sjúklingur á hjúkrunarfræðinginn með þeim afleiðingum að hún marðist illa á líkama, fékk taugaáfall og átti við þunglyndi að stríða í kjölfarið. Ríkið var sýknað af ábyrgð á röngum viðbrögðum starfs- manna Kleppsspítala og slæm- um undirbúningi ferðarinnar. Vextirhækka Ibúðalánasjóður hefur ákveð- ið að hækka útlánsvexti sína um 0,45 prósent. Eftir þessa hækkun eru vextir sjóðsins 5,55 prósent á lánum með uppgreiðsluálagi. Án uppgreiðsluálags eru þeir nú 5,3 prósent. Á vef íbúðalána- sjóðs segir að ákvörðunin byggi á ávöxtunarkröfu í útboði íbúða- bréfa sem haldið var á föstudag- inn, ásamt fjármagnskostnaði við uppgreiðslu iLS-verðbréfa. Skjalafals og ölvunarakstur Fjörtíu og eins árs karlmaður var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi og sviptur ökuréttindum ævilangt í Héraðsdómi Reykja- víkur fyrir helgina. I október 2006 hafði maðurinn ekið bifreið und- ir áhrifum áfengis, svo óvarlega að ferðin endaði á umferðarskilti við Höfðatún. Fyrr á sama ári hafði hann gert kaupleigusamn- ing um bifreið, í nafni bróður síns, og falsað undirskriftir. Maðurinn á að baki nokkrar bílferðir undir áhrifum og hefur verið sektaður fyrir þjófnað. Ella H. Fuglö Hlöðversdóttir, 37 ára íbúi í Sandgerðisbæ, slasaðist illa þegar hún hras- aði niður stiga árið 2003. Lif hennar hefur ekki verið samt siðan og er hún 20 prósent öryrki. Ella segir að hún muni liklega aldrei ná fullum bata og er óánægð með 4,2 millj- óna króna bætur frá sveitarfélaginu. „Ég er ekki sátt við niðurstöðu málsins," segir Ella H. Fuglö Hlöð- versdóttir, 37 ára íbúi í Sandgerðis- bæ. Ella síasaðist illa árið 2003 þegar hún datt niður stiga í húsnæði í eigu Sandgerðisbæjar. Ella slasaðist það illa að hún hlaut 20 prósent varan- Iega örorku og 15 prósent varanlegan miska. Ellu voru dæmdar rúmar 5,6 milljónir í skaðabætur í héraðsdómi þann 12. febrúar á þessu ári. Sand- gerðisbær áfrýjaði málinu til Hæsta- réttar sem úrskurðaði á fimmtudag- inn að bætur Ellu skyldu minnkaðar niður í rúmar 4,2 milljónir króna. Umturnaði iífinu Slysið átti sér stað þann 2. desem- ber 2003 þegar Ella var að fylgja móður sinni til byggingarfulltrúa bæjarins. Móðir hennar, sem er mjög lofthrædd, hafði nýverið keypt sér íbúð og átti hún erindi við byggingar- fulltrúann. „Þetta er gamalt húsnæði sem byggt var árið 1934. Bygging- arfulltrúinn hafði aðstöðu í kjallara hússins og því þurftum við að fara niður tröppur til að hitta hann. Móð- ir mín er það lofthrædd að hún getur varla staðið uppi á stól. Þess vegna ákvað ég að fara á undan henni nið- ur stigann. Þegar ég var búin að stíga niður fyrstu tröppuna ákvað ég að taka við pappírum sem móðir mín hafði undir höndum til að auðvelda henni að komast niður. Ég sneri mér við og tók við pappírunum úr hönd- um hennar. Um leið og ég leit aftur fyrir mig var ég dottin niður stigann," segir Ella, en eftir fallið breyttist líf hennar mikið. Daglegir verkir Ella segir að hún muni iítið eftir fallinu sjálfu en hún féll niður bratt- ar tröppurnar og skall nánast beint niður á andlitið. „Ég held að ég hafi náð að halda mér í handrið sem var þarna við hliðina á niður fyrstu þrjár til fjórar tröppurnar. Eftir það missti ég takið og snérist í fallinu. Ég hand- leggsbrotnaði og það losnuðu einar átta tennur. Eina þurfti að draga úr strax en önnur náði aldrei að festa sig aftur og var dregin úr." Frá því Ella datt í tröppunum í Tjarnargötu hefur daglegt líf hennar breyst til hins verra. Hún hefur verki nánast daglega í öllum líkamanum og getur lítið beitt hægri hendinni. „Eg nota vinstri höndina mikið en mig verkjar oft í vinstri öxlina. Eftir þessi fjögur ár sem liðin eru frá sfys- inu er ég enn með slæma verki og ég held að líf mitt verði aldrei eins og það var áður. Verkirnir eru aðallega í bakinu og hálsinum." Bæturnar lækkaðar Vinnueftirlitið var kvatt á staðinn og var það mat þess að stiginn sem Ella féll niður væri verulega brattur. Hann væri það brattur að hann upp- fyllti ekki kröfur núverandi bygging- arreglugerðar. Eftir sfysið bauðst Sandgerðisbær til að létta undir vegna lækniskostn- aðar Ellu. „Þeir voru mjög almenni- legir og borguðu lækniskostnaðinn fyrir mig. En þegar svona sfys leiða til þess að maður verður öryrki er ekki hægt annað en reyna að fá bæt- ur. Ella fór með málið fyrir dómstóla og úrskurðaði Héraðsdómur Reykja- ness eða Ella skyldi fá 5,6 milljón- ir í bætur. Sandgerðisbær áfrýjaði dómnum og lækkaði upphæðin eftir dóm Hæstaréttar niður í 4,2 milljónir króna. Þeir mátu það svo að Ella bæri 25 prósent ábyrgð á slysinu. „Mér finnst það skammarlegt að þurfa að berjast við bæjarfélagið sitt vegna nokkurra króna. Ég er ekki sátt við þessa niðurstöðu." einar@dv.is HRUNDINIÐUR HÆTTULEGAN STIGA EINAR ÞÓR SIGURÐSSON blaöamaður skrifar einan>“dv.is Ósátt við niðurstöðuna Ella segist vera ósátt við niðurstöðu málsins. Hún segist þjást af miklum verkjum á hverjum degi. Nýr bókaflokkur fyrir stelpur á aldrinum 8-14 ára. Fyrsta bókin heitir Horfin sporlaust. Næsta bók kemur í október og heitir Mikil áhætta. Spenna og fjör fyrir börn og unglinga. Vertu með frá byrjun! Uokautnala www.tindur.is tindur@tindur.is Kallaö aö föngum sem nýta útivistarsvæðið viö Kópavogsbraut: Aðsúquraðkvenfönqum „Mér er kunnugt um atvik þar sem kallað er að þeim sem ganga innan girðingarinnar, jafnvel fólk sem þarna er aðeins að kynna sér aðstöðuna. Ég er viss um að þetta er ekki gert af illgirni heldur hreinum barnaskap. Þetta er þó ekki líðandi fyrir þá sem fyrir köllunum verða," segir Margrét Frímannsdóttir, starfs- maður fangelsiskerfisins, um að- stæður í fangelsinu í Kópavogi. Flest- ir kvenfangar eru vistaðir þar. I kringum útivistarsvæðið í fang- elsinu við Kópavogsbraut er í dag gegnsæ girðing og því útilokað að virða sjálfsögð réttindi fanganna til friðhelgi þegar þeir eru utandyra, að mati Margrétar. Einnig er fangelsið í miðju íbúðarhverfi við hliðina á leik- skóla. Hún álítur að þarna sé brotið á mannréttindum fanganna. Þetta Fangar til sýnis Margréti Frfmanns- dóttur finnst aðstaða fanga í Kópavogi óviðunandi. kemur fram í skýrslu sem unnin var um fangelsismál fyrir dómsmálaráð- herra. „Það þarf að hvetja fangana til útivistar. Það er okkar mat að þessar aðstæður virki frekar letjandi," segir Margrét. Guðmundur Gíslason, forstöðu- maður fangelsisins við Kópavogs- braut, sagði við DV í síðustu viku að hann hefði aldrei fengið formlega kvörtun vegna þessa og að hann teldi aðstæðurnar í Kópavogi sambæri- legar við þær á Litla-Hrauni. Margrét er ósammála því. Hún bendir á að á Litla-Hrauni sé lóðin mun stærri og girðingin tvöföld, aukþess sem íbúa- byggð sé fjær því fangelsi. „f Kópa- vogi liggja bæði göngu- og aksturs- brautir við girðinguna," segir hún. Konur hafa nær eingöngu ver- ið vistaðar í fangelsinu í Kópavogi þótt þar sé ekki um að ræða eiginlegt kvennafangelsi. I kringum útivistar- svæðið í fangelsinu við Kópavogs- braut er í dag gegnsæ girðing og því útilokað að virða sjálfsögð réttindi fanganna til friðhelgi þegar þeir eru utandyra. Einnig er fangelsið í miðju íbúðarhverfi við hliðina á leikskóla. erla@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.