Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2007, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2007, Side 8
8 MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2007 Fréttir DV sp Wssmgg * .... - |gi . 'Í0m:-U^íiz Höfuðborg Dakka Forseti lajuddln Ahmed Stjórnarfar Lýðveldi Hlaut sjálfstæði 1971 frá Pakistan Stærð 144.000 ferkilómetrar íbúafjöldi 150.448.340 KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaöamaður skrifar: kolbeinn&dyJs Fellibylurinn Sidr sem gekk yfir Bangladess hefur nú þegar kost- að um tvö þúsund og tvö hundruð mannslíf, sem vitað er um. Björg- unarfólk telur að fjöldi fórnarlamba geti orðið meiri en tíu þúsund þeg- ar upp er staðið. Mjög erfiðlega hefur gengið að komast að einöngruðum hamfara- svæðum og hjálparstarfsfólk hef- ur þurft að ryðja braki og trjám af vegum til að komast til afskekktra þorpa. Hópar alþjóðlegra hjálpar- samtaka hafa tekið höndum saman við her landsins í stórfelldu hjálp- arátaki sem hefur laðað að aðstoð víða úr heiminum. Hjálpargögn, eins og tjöld, hrísgrjón og vatn, hafa þó borist seint til margra fórn- arlamba. Rauði hálfmáninn í Bangladess, sem er hliðstæða Rauða krossins, varaði við því að tala látinna gæti hækkað gífurlega þegar björgun- arfólk kæmist til eyjanna úti fyr- ir ströndinni. Þrátt fyrir viðamikla samvinnu hers og björgunarfólks hamla brak og flóð hjálparaðgerð- um verulega. Þorp í rústum Hundruð þorpa með strönd Bangladess eru rústir einar. Timb- urhús íbúa á svæðinu voru ofsa- veðrinu sem geisaði engin fyrir- staða. Vindhraðinn fór upp í tvö hundruð og fjörutíu kílómetra á klukkustund og margra metra háar flóðbylgjur skullu á húsunum. Þök húsanna rifnuðu af í heilu lagi og íbúar sögðu að heilu húsin hefðu rifnað upp og þeyst út í veðurofs- ann. Margir létust af völdum fljúg- andi braks. Fleiri en ein og hálf milljón manns náðu þó að komast í öruggt skjól áður en hamfarirn- ar riðu yfir á fimmtudaginn vegna viðvörunarkerfis sem spáði fyrir um þær tímanlega. Ónýt uppskera Um áttatíu prósent árlegrar hrísgrjónauppskeru eru ónýt og rækjueldi og önnur uppskera skol- aðist hreinlega á brott. Telja hjálp- arstofnanir því að afleiðingar felli- byljarins geti orðið miklu víðtækari til langs tíma litið. Landið er enn í sárum eftir flóðin í norðurhluta landsins síðastliðið sumar og ham- farirnar núna auka enn frekar á neyðina. Ali Asgar hjá Rauða krossin- um áætlar að allt að tvær milljónir heimila hafi eyðilagst. Hann sagði að aðstoð frá alþjóðasamfélaginu væri mjög brýn. „Við verðum að huga að langtímalausnum fyrir þá Allt á floti Talið er að nærri 2 milljónir heimila hafi eyðilagst (fellibylnum. sem misst hafa heimili sín. Þetta er mjög fátækt fólk og hefur misst al- eigu sína. Neyð þeirra er mikil og við höfum ekíd trú á að ríkisstjórn Bangladess geti veitt öllum aðstoð," sagði hann. Þrátt fyrir að almennt sé talið að mun fleiri hafi látist en nú er vitað gætir samt léttis yfir því að ekki hafi enn fleiri farist. Árið 1970 fórust á milli þrjú hundruð þúsunda og hálfrar milljónar í fellibyl. Fellibyl- urinn á fimmtudaginn var jafn öfl- ugur og sá sem reið yfir landið árið 1991, en þá fórust um eitt hundrað og fjörutíu þúsund manns. Viðvörunarkerfi og farsímar Vegna þess hve Bangladess er viðkvæmt fyrir náttúruhamför- um af þessu tagi hefur ríkisstjórn landsins í samvinnu við hjálpar- stofnanir staðið fyrir æfingum sem miða að því að undirbúa íbúa. Skýli hafa verið reist, æfður hefur verið flutningur af hamfarasvæðum og þorpsbúum á viðkæmustu svæð- unum hefur verið kennt hvern- ig bregðast á við ef hamfarir dynja yfir. Og í þetta sinn er viðvörun- arkerfinu sem sett var upp og út- breiddri notkun farsíma þakkað að jafnvel fólk á afskekktum stöð- um fékk vitneskju um yfirvofandi hörmungar. Þó að þeir þættir hafi orðið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.