Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2007, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2007, Side 11
PV Sport MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2007 11 Valur tapaði fyrir Gummersbach í Meistaradeildinni í handbolta 34-22: 12marka ósigurVals Valsmenn léku við íslendingaliðið Gummersbach í Meistaradeild Evrópu í handbolta í gær og biðu ósigur 22-34. Valsmenn byrjuðu vel og komust í 3-1 og spiluðu góða vöm í byrjun. Gumm- ersbach breytti þá stöðunni í 5-3 og var yfir allt til loka. Staðan í hálfleik var 15-11 fyrir Gummersbach. Gummersbach skoraði íyrstu tvö mörkin í síðari hálfleik en Valsmenn svöruðu með þremur mörkum í röð og náðu að minnka muninn í þrjú mörk á tímabili. En þá fór sóknarleikur Vals í baklás og Gummersbach gekk á iagið og vann öruggan 12 marka sigur. Am- ór Gunnarsson var markahæstur Vals- manna með 9 mörk. Ólafur Haukur Gíslason markvörð- ur og fyrirliði Vals varði 9 skot og var nokkuð sáttur eftir leikinn þó mun- urinn hefði verið óþarflega mikill í lokinn. „Við byrjuðum vel og spiluð- um fi'na vöm. En svo lentum við í því að elta allan leikinn og það var mjög erfitt. Við áttum alveg góðan séns eft- ir fyrri hálfleikinn en byrjuðum síðari hálfleikinn illa. Svo datt vömin í gang hjá þeim og þeir skomðu úr hraða- upphlaupum í gríð og erg og náðu muninum upp í tíu mörk. Það komu 17 með okkur hingað út og það var góð stemming hérna." Ólafur sagði að mik- ill munur væri á því að spila í Þýska- landi og Slóvemu og Ungverjalandi. „I Þýskalandi er þetta dannaðra. Fólk kemur á leiki til að njóta handboltans. f Slóvemu og Ungverjalandi mætir fólk til að taka andstæðingana á taugum og búa til hávaða. Hérna var klappað fyr- ir okkur ef við gerðum eitthvað flott. Á hinum stöðunum var flautað og baul- að á okkur allan tímann." Með Gumm- ersbach leika Sverre Jackobsen og Ró- bert Gunnarsson. Ólafur sagði að þeir hefðu staðið vaktina vel. „Sverre spil- aði mjög góða vörn enda skoruðum við ekki nema 22 mörk. Róbert spilaði ekki mikið, var með einhver þrjú mörk. En þeir voru svolítið að spila á vara- liðinu. Momir Ilic spilaði nánast ekki neitt og þetta voru einhverjir óþekkt- STAÐAN í RIÐLINUM: Lið Stig 1. Gummersbach 54 1 0 166:139 9 2. MKBVeszptém 412 1 130:1194 3. Celje Lasko 4112 114:1093 4. Valur 5 1 04 127:170 2 ir menn í flestum stöðum megnið af leiknum." Lokaieikur Vals í Meistaradeildinni verður á fimmtudaginn en þá leikur liðið við Veszprém frá Ungverjalandi. „Við ætíum að gera eitthvað húllum- hæ fyrir þann leik og reyna að vinna þá. Það vantaði aðeins upp á trúna á þetta hérna en þeir spiluðu fi'na vörn og unnu okkur á því." benni@dv.is Markahæstur Arnór Gunnarsson skoraði 9 mörkfyrirVal. VEXTIR FRÁ AÐEINS 3,2% Miðað við myntkörfu 4, Libor-vextir 24.7.2007. Þannig er mál með vexti ... ... að það er hægt að létta greiðslubyrðina. FRJÁLSI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.