Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2007, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2007
Sport
■EUR0200Í
A-RIÐILL
Pólverjar tryggðu sér sæti (lokakeppni
EM með því að vinna Belga 2-0. Ebi
Smolarek skoraði bæði mörk Póllands.
Jan Vertonghen
leikmaður Belga
skaut í
marksúlur
Pólverja tvisvar
en Stijn Stijnen
markvörður
' Belga gerði sig
seka um tvenn
mistök sem
kostuðu mörk.
Portúgal vann 1-
0 sigur á Armeniu og þarf aðeins eitt
stig (lokaleiknum til að tryggja sér sæti
á EM næsta sumar. Hugo Almeida
skoraði eina markið eftir fyrirgjöf Joses
Bosingwa. Portúgal má ekki tapa fyrir
Finnum í lokaleik riðilsins ætli það sér
að komast á EM, Finnar unnu
Aserbaídsjan 2-1 þar sem Mikael
Forssell og Shefki Kuqi skoruðu
mörkin. Aserbafdsjan hafði óvænt náð
^ forustunni. Leikur Serbiu og Kasak-
stans var flautaöur af vegna snjókomu
I Belgrad.
CRIÐILL
Tyrkir unnu Norðmenn 2-1 á Ulleval og
eru komnir í góða stöðu í riðlinum.
Evrópumeistarar Grikkja eru þegar
komnir áfram úr
C-riðli.
Norðmenn
komust yfir með
marki Eriks
Hagen en Emre
jafnaði þegar
skammt var eftir
af fyrri hálfleik.
Nihat Kaveci
tryggðiTyrkjum
sigur þegar
hálftími var eftir. Tyrkland þarf að vinna
Bosnfu (lokaleiknum til að komast á
EM.Theofanis Gekas skoraði þrennu
fyrir Grikki sem unnu Möltu 5-0.
Angelos Basinas og loannis Amanatidis
skoruðu sitt markið hvor. Moldóvía
vann óvæntan sigur á Ungverjum 3-0.
Þetta er aðeins fimmti sigur Moldóva (
sögu undankeppninnar.
D-RIÐILL
Tékkland og Þýskaland voru komin á
EM 2008 fyrir leikina í D-riðli.
Þjóðverjar unnu Kýpur auðveldlega 4-
0, Clemens Fritz skoraöi fyrsta markið
þegar 87 sekúndur voru liðnar af
leiknum. Miroslav Klose, Lukas
Podolski ogThomas Hitzlsperger
bættu við hvor sinu markinu.Tékkar
unnu Slóvakíu 3-1. Zdenek Grygera,
Tomas Rosicky og Marek Kulic skoruðu
mörkTékka sem eru jafnir Þjóðverjum
á toppnum. I grannaslagnum á milli
Wales og írlands enduðu leikar 2-2.
Robbie Keane og Kevin Doyle skoruðu
mörk Ira en Jason Koumas skoraði
bæði mörkWales.
G-RIÐILL
Hollendingar tryggöu sér farseðilinn á
EM með þvl að leggja Lúxemborg 1-0
með marki frá Danny Koevermans.
Hollendingar
fylgja þv(
Rúmenum upp
úrG-riðli, bæði
lið hafa 26 stig
þegarein
umferð er eftir
af riðlakeppn-
inni. Rúmenar
spiluðu við
Búlgari og
töpuðu 0-1 f Sóflu. Velizar Dimitrov
skoraði sigurmarkið. Rúmenar slógust i
stúkunni innbyrðis og þurfti
óeirðarlögregla aö skakka leikinn.
Hvíta-Rússland vann Albanfu 4-2 (
Tirana I sfðasta leik laugardagsins I
riðlinum.
Birgir Leifur Haf-
þórsson er kominn
áfram eftir fyrsta
niðurskurð á úrtök-
umóti fyrir Evrópu-
mótaröðina á San
Roque á Spáni.
VIÐAR GUÐJONSSON
blaðamaöur skrifar: vidar@dv.is
r
Birgir Leifur Hafþórsson spilaði á 70
höggum, eða tveimur höggum undir
pari, á fjórða keppnisdegi og er kom-
inn áfram á úrtökumóti fyrir Evrópu-
mótaröðina í San Roque á Spáni. Sam-
tals er hann á fjórum höggum undir
pari og er meðal 20 efstu þessa stund-
ina en þarf að vera á meðal 30 efstu til
þess að komast inn á Evrópumótaröð-
ina en tveimur hringjum er ólokið.
Um helmingur keppenda er úr
leik eftir fjórða keppnisdaginn en um
70 kylfingar halda áfram og leika tvo
hringi til viðbótar. Skor keppenda á
fyrstu fjórum dögunum telur áfram
í heildarkeppninni en Birgir er sex
höggum frá efsta sætinu eins og stað-
an er núna. Birgir lék síðustu fjóra
daga á skorinu 71-70-73 og70 höggum
og stefnir að því að halda áfram jafriri
spilamennsku. „Ég er mjög sáttur við
að vera í þessari stöðu. Eg er að finna
mig ágæúega en var að vísu svolítið
stífur í dag og með hálsríg. En það var
svo heppilegt fyrir mig að það var eng-
inn vindur í dag og mikil blíða þannig
að ég varð mýkri efdr því sem á leið
daginn. Ég spilaði mjög stöðugt golf og
þetta gekk vel þó ég vildi vissulega að
ég væri betri í hálsinum. En ég er bú-
inn að fara í nudd og vonandi verður
þetta betra á morgun."
Mikil pressa
Birgir segir miklar tilfinningar vera
á vellinum og það sé stutt á milli hlát-
urs og gráts. „Mér var mjög létt eftir
að ljóst var að ég kæmist áfram. Það
er náttúrlega fullt af strákum sem eru
mjög nálægt því að komast áffarn og
það er góður árangur að vera kominn
svona langt. Það eru miklar tilfinning-
ar á vellinum og menn eru vonsviknir
því það er mikið í húfi og menn eru að
spila um það að hafa eitthvað að gera á
næsta ári. Ég hef verið í þeirri stöðu að
komast naumlega ekki áfram og ég skil
þá sem eru svekktir mjög vel.
Ég býst við því að reyna áffarn að
spila stöðugt golf og reyna að nýta mín
færi. Að sjálfsögðu tekur maður áhættu
þegar svo ber undir, en það verður að
vera útreiknuð áhætta þannig að hún
sé ekki of mikil.
Reynir á úthaldið
Þetta er gríðarlega stórt mót, það
eru 170 spilarar sem tóku upphaflega
þátt, nú eru 70 spilarar eftir. Ég á al-
veg eins von á því að það verði miklar
sviptingar á mótinu það sem eftir er.
Það hefur enginn neinu að tapa og þeir
sem eru ekki í topp 30 munu væntan-
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■II
Birgir Leifur á góða möguleika Er kominn í gegnum
niðurskurðinn og mun spila tvo golfhringi til viðbótar. Að
þeim loknum kemur (Ijós hvort Birgir mun spila á
Evrópumótaröðinni á næsta ári.
lega taka áhættu. Síðan eru þeir sem
eru á toppnum og þeir munu væntan-
lega reyna að verja sína stöðu.
Þetta er búinn að vera langur tími
og það reynir mikið á einbeitinguna
þegar fram líður. En á móti kemur að
ég er hef gott úthald. Þetta er það sem
ég er búinn að vera að búa mig undir
á undanfomum árum þannig að mað-
ur á að geta höndlað svona aðstæður.
Auðvitað er pressa á mér, en ég er bú-
inn að læra að takast á við hana. Það er
mikill áfangi ffam undan og ég stefrú
ótrauður á að vera sem hæstur á mót-
um" segir Birgir Leifur.
Steve Bruce mun í dag verða ráðinn knattspyrnustjóri Wigan en hann hefur þjálfað
Birmingham í sex ár:
BRUCE AÐ TAKA VIÐ WIGAN
Steve Bmce stjóri Birmingham
mun taka við Wigan í dag. Bmce
þjálfaði Wigan í nokkra daga árið
2001 en hefur verið við stjórnvölinn
hjá Birmingham nú í sex ár. Dave
Whelan stjórnarmaður Wigan seg-
ir að samningar við Steve Bmce hafi
náðst og nú eigi aðeins eftir að ganga
frá lausum endum.
Framtíð Bmce hjá Birmingham
hefur verið í óvissu en Carson Yeung
frá Hong Kong ætlar að ná yfirtöku
í félaginu og þá gæti framtíð Bmce
verið í hættu.
Wigan hefur verið stjóralaust ffá
5. nóvember en þá fékk Chris Hut-
chings að taka pokann sinn eftir stutt
stopp. Paul Jewell sem hætti með
Wigan eftir sfðustu leiktíð hafnaði
því að taka aftur við liðinu.
„Við eigum fund með Bmce á
mánudaginn og við emm að vonast
eftir því að geta komið með tilkynn-
ingu í dag. Það virðist vera að samn-
ingar hafi náðst en ekkert hefur verið
undirritað. Það er ekkert launungar-
mál að þegar við byrjuðum að ræða
við hann hafði hann áhuga á því að
koma til Wtgan," sagði Whelan en
Wtgan þarf að borga Birmingham 3
milljónir sterlingspunda fýrir að fá
hann til liðsins
„Það er klásúla og við verðum
að virða hana. Við höfum náð sam-
komulagi við Birmingham. Til að fá
þjálfara í gæðaflokki Bmce þarftu að
gera svona," sagði Whelan sem von-
ast eftir því að Eric Black aðstoðar-
maður Bmce hjá Wigan muni fylgja
honum yfir.
„Erick Black þarf að ná samkomu-
lagi við Bruce og stjórnina. Mér skilst
að Birmingham vilji halda honum en
hann vill koma með Steve af því að
lið haldast í hendur," sagði Whelan
að lokum. hsj