Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2007, Side 30
30 MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2007
SÍOast en ekki síst DV
TENGSL
NÚ GETUR ÞÚ LESIÐ
DVÁDV.IS DVer
aðgengilegt
á dv.is og
kostar
netáskriftin
1.490 kr.á
mánuði
><\> í ,Uy
Ém.
Hannes Smárason á það sameigin-
legt með Bjarna Armannssyni að
vera flæktur (REI-málið ógurlega.
I !
Bjarni Ármannsson er í framvarðar-
sveit íslenskra útrásarvíkinga eins og
Tryggvi Jónsson
Tryggvi Jónsson og Einar Bárðar-
son standa báðir að baki útrás á
íslensku poppi.
Einar Bárðarson og Ellý í Q4U voru
bæði dómarar í X-Factor.
Ellý IQ4U og Ellý Armanns hafa
augljóslega sama skírnarnafn. Q4U er
ekki ættarnafn.
Ellý Armanns þykir vel ritfær, ekki
síður en Hreinn Loftsson, sem
stundum skrifar í blöðin.
Hreinn Loftsson og Hannes
Smárason voru báðir boðnir í 135
milljarða samruna Jóns Ásgeirs og
Ingibjargar Pálmadóttur um helgina.
LANGAR EKKIAÐ
VERÐAUNGLINGUR
Anna Sigurrós
Steinarsdóttir
nemandi í 7. bekk í Langholts-
skóla, gerði sér lítið fyrir í
vikunni og hringdi í Dag B.
Eggertsson borgarstjóra.
Ástæðan fyrir símtalinu var sú
að Anna Sigurrós segir skóla-
lóðina við Langholtsskóla
ömurlega og vill að gripið sé
til aðgerða.
Hver er Anna Sigurrós Steinars-
dóttir?
„Stelpa."
Hver eru þín áhugamál?
„Ég æfi fimleika, píanó,djassball-
ett og ballett."
Hver er besta bók sem þú hefur
lesið?
„Þær eru svo margar. Nú er ég að
lesa bókina um Molly Moon. Hún
fjallar um stelpu sem kann að dá-
leiða. Hún er mjög skemmtileg."
Hvernig tónlist hlustar þú á?
„Nylon og Eurovision."
Fylgist þú þá með Laugardags-
lögunum?
„Já. Mér finnst lagið með honum
Rósinkranz vera flottast."
Hvernig var að hitta borgar-
stjórann?
„Bara gaman."
Lærðir þú eitthvað af honum?
„Já, að hugsa um börnin eins og
hann gerir."
Hvernig datt þér í hug að hringja
í hann?
„Mér fmnst skólalóðin svo ömur-
leg og fékk bara nóg."
Mælir þú með því að fólk taki
ráðin í sínar hendur?
„Já, ef skólalóðin er léleg."
Hvernig líst þér á hugmyndir
borgarstjórnar um endurbætur á
skólalóðinni?
„Bara vel. Þetta eru sömu hug-
myndir og við vorum búin að skrifa
niður. Ég vona svo bara að þeir hrindi
þessu í framkvæmd sem fýrst en þeir
segjast ætla að byrja næsta sumar."
Framkvæmir þú allt sem þér
dettur í hug?
„Nei."
Hvað langar þig að verða þegar
þú verður stór?
„Mig langar annað hvort að vera
söngkona, alþingismaður, eða vera
heima að hugsa um börnin."
MAÐUR
DAGSINS
Hver er þín fyrirmynd?
„Nylon og Regína Ósk. Regína er
góð söngkona, hún er fr æg og hún er
ekki komin í neina vitíeysu."
eins í skólanum. Svo erum við alltaf
að reyna að fá kennarann til að leyfa
okkur að hlusta á jólalög. Það geng-
ur ekki vel. Hún segir að það sé ekki
tímabært fyrr en í desember. En ég er
byrjuð að æfa jólalög á píanóið."
Hvað er það skemmtilegasta sem
þú gerir?
„Að fara til útlanda og í Tívolí."
Hvað langar þig í í jólagjöf?
„Mig langar í föt, skó, tölvuleiki og
alls konar svona."
En það leiðinlegasta?
„Að vera í skipi. Ég verð sjóveik."
Ert þú farin að hlakka til jólanna?
„Já. Ég er byrjuð að föndra að-
Á næsta ári ferð þú í unglinga-
deild, ert þú farin að hlakka til?
„Nei! Mig langar ekki að verða
unglingur."
SANDKORN
■ Allir starfsmenn Leikfélags
Akureyrar ásamt megninu af
mökum þeirra lögðu í gær af
stað í ferðalag til Lundúna,
alls rúmlega fimmtíu manns.
HHópurinn
ætlar að
sjá nokkr-
arleik-
sýningar í
stórborg-
inni, með-
al annars
uppfærslu á
söngleikn-
um um Mary Poppins. Ferðin
er aðeins fjögurra daga löng,
enda verður fylkingin fríða
að vera komin aftur til Akur-
eyrar fyrir næstu helgi. Til-
breytingin er mörgum kær-
komin enda leika þó nokkrir
leikarar nú í tveimur sýning-
um leikfélagsins og leika því
stundum í þremur sýningum
á dag.
■ Tónlistarkonan Lay Low,
sem leikur eftirminnilega
tónlistina í leikritinu Öku-
tímum hjá Leikfélagi Akur-
eyrar er einnig á leiðinni til
Englands, þó ekki fýrr en
í dag. Hún er á leið ytra til
þess að vera til taks þegar
lagi henn-
ar Please
Don't Hate
Me verð-
ur sleppt
lausu á
breska
iTunes-
vefnum.
Lagið er
þegar hægt að nálgast á
bandaríska iTunes-vefnum
og hafa viðtökurnar verið
góðar. Ekki síst í kjölfar þess
að lagið var spilað í sjón-
varpsseríunni Gray's Ana-
tomy, sem nýtur mikilla vin-
sælda.
■ Viðskiptajöfurinn nýgifti
Jón Ásgeir Jóhannesson
er nú án aðstoðarmanns.
Sindri Sindrason gegndi
starfinu til skamms tíma en
hefur nú snúið sér aftur að
störfum við fjölmiðla. Starf-
ið hefur ekki verið auglýst
laust til umsóknar, en fregnir
herma hins vegar að ekki séu
margir spenntir fyrir starf-
inu. Það sé
með erfið-
asta móti,
bæði tíma-
frekt, flókið
og ábyrgðin
mikil. Jón
Ásgeir þarf
því væntan-
lega að sjá
um sín mál sjálfur, sem ætti
ekki að koma að sök á meðan
hann er í brúðkaupsferðinni.