Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2007, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2007, Síða 7
DV Fréttir FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 7 H starfa sjálfstætt og engar reglur um þessi mál eru til er mjög brýnt að foreldrar kynni sér málin vel áður en skrifað er undir samn- ing," segir Gunnhildur. Hún segir að af og til komi kvartanir frá for- eldrum sem telji að dagforeldrar hafi brotið á sér. „Þetta eru mál sem koma upp öðru hveiju. Þau mál sem upp hafa komið hafa sem betur fer leyst farsællega." Ferðaþjónustan bætir úr misfellum íslenski ferðamálageirinn hef- ur bætt úr ýmsum misfellum sem lúta að ferða- þjónustu á ís- landi. Talsmað- ur neytenda brást fyrr á ár- inu við villandi nafngiftum á aukakostnaði flugfarþega og svonefndri nei- kvæðri samn- ingagerð. Síðan þá hafa íslensk flugfélög og ferðaskrifstofur á ís- landi lagfært ýmislegt. Talsmaður neytenda beindi óformlegum til- mælum varðandi þetta og beindi hann tilmælum til ferðaskrifstofa um að þetta yrði lagað. Væntir talsmaður neytenda þess að nei- kvæð samningagerð og villandi upplýsingar séu nú úr sögunni. Breyttar neysluvenjur íslendinga á síðustu árum hafa gert það að verkum að mörg ís- lensk börn eru orðin of feit. Ingibjörg Gunnarsdóttir, dósent við matvæla- og næring- arfræðiskor Háskóla íslands, bendir á að matarskammtar barna hafi stækkað undanfar- in ár. Rannsóknarstofnun í næringarfræði vinnur nú að því að reyna að breyta neysluskömmtum barna með það að markmiði að minnka þá í samvinnu við fyrirtæki. STÆRRIMATARSKAMMT- AR GERA BÖRN FEITARI EINAR ÞOR SIGURÐSSON blcidamadur skrifar: „Ein helsta ástæða þessarar aukn- ingar á tilfellum ofþyngdar og offitu er breytingar á neysluvenjum," segir Ingibjörg Gunnarsdóttir, dósent við matvæla- og næringarfræðiskor Há- skóla íslands. Ingibjörg hefur með- al annars unnið að rannsóknum á þyngd og matarvenjum barna á fs- landi. Offita meðal barna og unglinga er vaxandi vandamál og er svo komið að mttugu prósent íslenskra grunn- skólabarna eru of þung eða of feit. Þar af eru um einn fimmti hluti of feitur og íjórir fimmtu hlutar of þungir. Neysluvenjur breytast Ingibjörg segir að breytingar á skammtastærðum séu ein helsta or- sökin. Þannig hafi rannsókn sem gerð var um mataræði grunnskóla- barna árin 1992 og 1993 sýnt fram á að meðalneysla á brauði var 90 grömm sem yfirfært var yfir á þrjár og hálfa brauð- sneið. Tíu árum síðar, eða árin 2002 og 2003, var skammturinn enn þrjár og hálf brauðsneið en í millitíðinni hafði brauðsneiðin stækk- að úr um 27 grömm- um í 40 grömm. „Þetta er nokkuð sem fólk átt- ar sig ekki á að er að breyt- ast. Þetta er ekki eingöngu bundið við skyndibitastað- ina sem bjóða upp á stærri mál- tíðir heldur er þetta einnig venjulegur heimilismatur. Það er okkar tilfinn- ing að skammtastærðirnar spili þarna stórt hlutverk. Það er staðreynd að ef þú setur risaskammt fýrir framan barn borðar það vissulega meira." Undanfarin ár hefur skyndibita- stöðum fjölgað mikið. Aðspurð hvort aukið hlutgengi þeirra sé einn af or- sakavöldunum segir Ingibjörg að erf- itt sé að sanna það. „Við höfum eng- ar sannanir í höndunum þess efnis hérlendis. Þegar horft er til þjóða eins og við Miðjarðarhafið sem eru að innleiða þessa matarmenningu sést að offita þar hefúr aukist gríðar- lega á síðustu árum," segir Ingibjörg, Breyttar neysluvenjur Ingibjörg segir að verulegar breytingar hafi orðið á matarvenjum íslendinga. Matarskammt- ar eru orðnir stærri en áður. HVAÐ BER AÐ HAFAí HUGA? ■ Drekka nóg af vatni ■ Mjólk er góð fyrir beinin ■ Smyrja brauðið meö litlu smjöri ■ Hreyfa sig daglega ■ Borða nammi á nammidögum ■ Borðafiskminnsteinusinniíviku V ■ Ekki setja of mikið á diskinn en á ftalíu eru 36 prósent barna og unglinga of feit eða of þung. Of stórir skammtar Um þessar mundir starfar Rann- sóknarstofnun í næringarfræði í sam- vinnu við ýmis fýrirtæki að breyta landslaginu í framboði á hollum mat. Þáttur í því verkefni er að reyna að breyta neysluskömmtum barna með það að markmiði að minnka þá. „Þegar farið er inn í bakarí eru til dæmis kökustykki og snúðar sem eru allt of stór fýrir bömin. Manni ofbýð- ur stundum sjálfum vegna skammt- anna. Maður setur spurningamerki við það ef maður þarf að skera köku- sneið niður í nokkra bita til að hún sé hæfileg fyrir barnið," segirlngibjörg. Ingibjörg nefnir ann- að dæmi og bendir á fernur sem innihalda hrein- an ávaxtasafa sem almennt er talinn hollur. Minnstu fernurnar sem fást eru hins vegar nánast allar 250 milli- lítrar sem að mati Ingibjargar er allt of mikið fyrir börnin. „Þetta er of stór skammtur því hver ferna inniheldur um tíu prósent af orkuþörf tveggja ára bams. Maður saknar til dæmis gömlu Blöndunnar sem var 150 millilítrar. Það er verið að vinna í því að bæta þessi mál í samvinnu við fyrirtæki. Niðurstöður þeirrar samvinnu verða kynntar almenningi fljótlega," segir Ingibjörg en slíkt hefur eftir hennar besm vitund ekki verið reynt erlend- is. Því em íslendingar að vinna braut- ryðjendastarf í þessum efnum. Megrun ekki lausnin Eins og áður hefur komið fram eru um tuttugu prósent íslenskra barna of þung eða of feit. Aðspurð hvort það sé endilega slæmt að vera aðeins yfir kjörþyngd segir Ingibjörg að það fari eftir aldri einstaklinga. Hún seg- ir að einstaklingum sem komnir em yfir fimmtugt sé ráðlagt að reyna að halda þyngdinni í staðinn fyrir að reyna að lækka hana. Hún segir að börn sem eru of þung eigi ekki að fara í megmn held- ur vaxa upp í sína eðlilegu þyngd. „fslensk börn em oft í efri hluta kjör- þyngdar því þau em mörg hver kröft- ug og stórbeinótt. Annars er það alltaf æskilegt að vera innan kjör- þyngdar þó að margir geti verið í góðu formi þótt þeir séu aðeins yfir kjörþyngd. Það sem skiptir máli er að það sé nægt framboð af hollum og góðum mat." Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi er ósátt með starfshætti Jórunnar Frímannsdóttur: Situr beggja vegna borðsins „Þama virðist hún vera beggja vegna borðsins," segir Björk Vilhelms- dóttir, borgarfulltrúi Samfylldngar, um borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Jómnni Frímannsdóttur. Björk gagn- rýndi Jómnni á fundi borgarstjóm- ar í vikunni en frá árinu 2004 hefur verið þverpólitískur vilji fyrir að sam- þætta heimahjúkrun og félagslega heimaþjónustu. Frá þeim tíma hafði samþættingin verið á tilraunastígi en þegar meirihlutaskipti fóm fram í borgarstjórn Reykjavíkur kom í ljós að samvinna hefði þegar hafist á milli Jómnnar og heilbrigðisráðherra. „Eftir meirihlutaskiptín lagði nýr meirihlutí fram tillögu um að fara strax í formlegar viðræður. Við fór- um á fund í heilbrigðisráðuneytínu til að ræða málin en það kom okkur spánskt fyrir sjónir að sjá að Jómnn var mætt þangað og þar útskýrir hún að hún leiði þetta starf fyrir ráðherr- ann," segir Björk og bætir við að þarna virðist hún ætla að fara í viðræður við Reykjavíkurborg sem fulltrúi borg- arinnar. Því sitji hún beggja vegna borðsins. „Hún er kosin til að gæta hagsmuna borgarinnar í fjögur ár og það er hennar umboð að gæta hags- muna íbúa borgarinnar." Á fúndi borgarráðs í fyrradag út- skýrði Jómnn að skoðaðar hefðu ver- ið fjórar mismunandi rekstrarleiðir og niðurstaðan hefði verið sú að fara með samþættínguna í útboð í tveim- ur hverfum borgarinnar. „Þetta var ekki fyrsta rekstrarleiðin sem okkur langaði að skoða. Þetta er spurning um siðferði að sitja ekki báðum meg- in við borðið þegar hún er kosin til að gæta hagsmuna Reykvíkinga," sagði Björk. Björk segist ekki hafa fengið nein svör frá Jómnni og segir að ekki væri ljóst hvaða hlutverki hún myndi gegna í samþættingu þessara tveggja þjónustuþátta. „É g veit ekki til þess að við sem emm kjörin af borgarbúum getum farið að semja sem fulltrúar ríkisins við Reykjavíkurborg." einar@dv.is Ósátt Björk er ósátt með að Jórunn sitji beggja vegna borðsins vegna samþætt- ingar heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.