Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2007, Síða 13
Runólfur Ólafsson er framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, en félagið heldur upp á 75 ára afmæli sitt
þann 30. nóvember. Margt hefur auðvitað breyst á þessum langa tíma en Runólfur segir gildin enn þau sömu.
„Félagið var stofnað vorið 1934
Ien helstu hvatamennirnir að því
voru þeir Einar Pétursson stór-
kaupmaður og Helgi Tómasson
læknir á Kleppi. Þann 6. maí var
boðað til stofnfundar í Eimskipa-
félagshúsinu í Tryggvagötu en 36
manns sátu fundinn," segir Run-
ólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri
FÍB, en félagið er 75 ára um þess-
ar mundir. „Félagar urðu hundrað
talsins á fyrsta árinu en alls voru
1637 bílar á landinu árið sem fé-
lagið var stofnað," segir Runólf-
ur. Helstu bflategundirnar á þess-
um tíma voru Ford og Overland
en seinna vörumerkið er ekki til í
dag. „Þetta var meira að segja fyr-
ir tíma Willis-jeppanna sem komu
með Könunum um 1942. Á þess-
um tíma voru það aðallega efnaðir
menn sem áttu bfla, enda var félag-
ið stofnað í miðri heimskreppunni.
Árgjaldið var mjög hátt, líklega sem
nemur um 20 þúsund krónum í
dag," segir Runólfur.
Umferðaröryggi ávallt í
fyrirrúmi
Þrátt fyrir að samfélagið hafi tek-
ið ótrúlegum breytingum á þessum
75 árum segir Runólfur að FÍB standi
enn þann dag í dag íyrir sömu gild-
um og þegar félagið var stofnað. „Til-
gangurinn með stofnun félagsins var
að gæta hagsmuna biffeiðaeigenda,
Istuöla að umferðaröryggi fyrir alla
vegfarendur og að leiðbeina félags-
mönnum við bifreiðaferðir innan-
og utanlands. Þetta síðasta á kannski
ekki alveg við í dag en FÍB hefur afla
tíð staðið fyrir bættu umferðaröryggi
og staðið vörð um hagsmuni bifr eiða-
eigenda. I gamla daga vildu bflaeig-
endur fara með bfla sína til útlanda
til að keyra þá um þar, á betri vegum,"
segir Runólfur léttur í bragði.
Fyrstu árin lagði FfB ríkinu tfl
fjármagn til vegagerðar. „Vegir voru
auðvitað ekki góðir á þessum tíma.
FfB lagði því ríkinu til styrki, með-
al annars til að leggja ökufæran veg
yfir Kópavogsháls og yfir til Hafnar-
fjarðar. Það var heilmikið ferðalag í
þá daga en félagið sinnti einnig vega-
eftirliti. Þeir fylgdust vel með veg-
unum og kortlögðu hvar hættumar
væru mestar og hvar þyrfti helst að
lagfæra."
Skýrsla um ástand vega
væntanleg
í tilefni af afmælinu verður þann
30. nóvember haldið afmælisþing.
Þá verður einnig haldin ráðstefna
um umferðarröryggi á heimsvísu.
Forstjóri FIA foundation, Saul Bill-
ingsley, kemur til landsins og ijall-
ar um umferðaröryggi í víðu sam-
hengi. Hann mun auk þess svara
fyrirspumum. Þá verður glæný
skýrsla sem unnin var af EuroRAP
á íslandi opinbemð en FÍB hefur
unnið að henni undanfarin miss-
eri. „Skýrslan leiðir margt athygli-
vert í ljós, en hringvegurinn var til
dæmis myndaður og metinn í bak
og fýrir. f skýrslunni kemur með-
al annars fram hvaða vegkaflar og
svæði eru hættulegust á hringveg-
inum," segir Runólfur.
Félagar voru í upphafi 36 tals-
ins, eins og áður kom fram en þeir
eru í dag um 16 þúsund. Runólf-
ur segir bílinn þarfasta þjóninn í
dag. „Við notum bílinn til nær allra
okkar ferða. Við erum háðari hon-
um en margar aðrar þjóðir og þess
vegna er afar mikilvægt að standa
vörð um hagsmuni bifreiðaeig-
enda. Félagsmenn í FÍB njóta ým-
issa fríðinda víðs vegar um heim-
inn. Þeir fá afslætti af dekkjum,
bifreiðaskoðunum, bflaleigubfl-
Runólfur Ólafsson framkvæmda-
stjóri FÍB Segir markmið FÍB enn þau
sömu.
um, hótelum, matsölustöðum og
jafnvel bensíni. Þá býður FfB upp
á þá þjónustu að aðstoða ökumenn
í vandræðum, hvort sem þeir eru
bensínlausir eða með sprungið
dekk. Þjónustubflarnir eru við öllu
búnir og koma félagsmönnum til
hjálpar. Það getur því verið fljótt
að borga sig að vera félagsmaður
í FÍB," segir Runólfur að lokum en
félagið notar allan hagnað í það að
efla þjónustu við félagmenn.
/---------------
Framhald
á næstu opnu