Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2007, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2007, Side 7
DV Fréttir MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2007 7 VAR RÆNT Minnistöflur Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is FOSFOSER MEMORY Valiö fæðubótarefni ársins 2002 í Finnlandi „Undanfarnar nætur hefég hrokkið upp hvað eftir annað frá slæmum draumum til þess eins að átta mig á þeirri martröð að Sóley er ekki hjá mér." úrskurðaði að Sóley ætti að vera hjá mér á íslandi þar til dómur um for- ræði gengi í Frakklandi." Mistök að treysta Eftir að dómurinn féll 8. janúar 2007 réð Vera sér strax lögmann í París og áfrýjaði málinu til æðra dómstigs til að tryggja forræði yfir Sóleyju. Lögmaður hennar lagði áherslu á að hún héldi góðu sam- komulagi við föður bamsins. „Ég féllst á þá tillögu lögmanns míns að fara með Sóleyju til Frakk- lands í ágúst síðastliðnum. Með þess- um svokölluðu tillögum var mér stillt upp við vegg. Rökin vom þau að ef ég ætti að eiga möguleika í forræðismáli fyrir frönskum dómstólum þyrfti ég að sýna fram á að hafa leyft föðurn- um að hafa Sóleyju. Samkomulag var gert á milli lögmanna um að hún yrði hjá pabba sínum í mánuð. Hann stóð við að skila henni eftir þann tíma. En Sóley var gjörbreytt og bar þess merki að hafa verið kúguð. Hún hafði misst fmmkvæði sitt og var þvinguð. Þegar hún hló hnipraði hún sig saman og hélt fyrir munninn." Vera segir að maðurinn hennar fýrrverandi hafi verið í neyslu eitur- lyfla allt frá 15 ára aldri og haldist illa í vinnu. Hún treysti honum því ekki fyrir barninu þótt hún hefði fallist á að dóttir þeirra yrði hjá honum síð- asta sumar. Þegar fram kom krafa um að hann fengi hana frá 22. tíl 28. nóv- ember samþykkti hún það með sem- ingi. „Ástæða þess að við fórum til Frakklands var forræðismálið sem ég þurfti að klára fyrir frönskum dómstólum. Vegna málsins þurft- um við öll að fara í sálfræðimat. Það var óhugur í mér þegar ég af- henti Sóleyju fyrir tæplega hálfum mánuði. Ég treystí honum ekki til að annast hana vegna neyslusögu hans, hvernig hún hafði komið til baka eftir ágústmánuð og vegna reynslu minnar af honum. En ég vildi þó trúa því að hann myndi standa við það samkomulag sem gert hafði verið á milli lögmann- anna og skila henni á tilsettum tíma. Nú er komið á daginn að það voru mikil mistök hjá mér að trúa lögmönnum mínum hér og treysta því að fá Sóleyju aftur. Það er gríðar- lega mikið áfall fyrir mig, fjölskyldu mína og ástvini að missa Sóleyju á þennan átt en ekki nóg með það, heldur hafa þeir sem ég treysti fyr- ir málum mínum hér, lögfræðingar mínir í Frakklandi, sýnt af sér gríð- arlega vanrækslu. Skilyrði sem ég settí fyrir því að koma hingað með Sóleyju í sálfræðimatið var að ekki væri búið að hefta ferðafrelsi okkar mæðgna. Annaðhefurkomiðíljós. Einnig hefur það komið í ljós þegar nýr lögmaður tók við máli mínu nú á laugardag hér í París að lögmenn- irnir sem ég hafði áður höfðu ekki látið staðfesta hæstaréttardóminn fýrir franska dómskerfinu." Óbærilegur aðskilnaður Dagarnir sem hafa liðið frá því Vera áttí að fá dóttur sína aftur hafa verið lengi að líða og sársaukinn vegna aðskilnaðarins við Sóleyju er óbærilegur. Lögreglan getur ekki aðhafst nema að takmörkuðu leyti fremur en sendiráð íslands. Vera segist hafa haft mikinn stuðning af Sóley Faðir hennar rauf samkomulag um að skila henni í seinustu viku. Foreldrar stúlkunnar skildu þegar hún var eins árs. Fyrir ári fluttu mæðgurnar til fslands. Faðirinn krafðist framsals en Hæstiréttur Islands hafnaði kröfunni. Fyrsta bókin heitir Horfin sporlaust. Næsta bók kemur í október og heitir Mikil áhætta. Nýr bókaflokkur fyrir stelpur á aldrinum 8-14 ára. Spenna og fjör fyrir börn og unglinga. Vertu með frá byrjun! R ó k a ú t o i I j www.tindur.is tindur@tindur.is Mæðgurnar Vera og Sóley á fslandi um jólin í fyrra. móður sinni, Borghildi Maack, og systur sinni, Nöndu Maríu Maack, sem eru með henni í París. Vera hefur fengið að tala við dóttur sína í gegnum tölvu en gegn því skilyrði að samtalið færi fram á frönsku. Ef hún segir eitt orð á móðurmál- inu slítur faðir stúlkunnar samtal- inu. Faðirinn virðist harðákveðinn í að halda stúlkunni og hefur skráð hana í skóla í París. f gær fékk Vera að hitta dóttur sína á heimili föðurs- ins með því skilyrði að reyna ekki að fara með barnið. „Sóley sagðist þá vilja koma með mér en faðir henn- ar heldur henni nauðugri og ég fæ ekkert að gert." Það kaldranalega í málinu er að Sóley er í næstu götu við móður sína og aðeins tveggja mínútna gang- ur á milli í 17. hverfi í París. Barnið gæti þó allt eins verið hinum meg- in á hnettinum. Á laugardaginn fóru fjórir lögreglumenn ásamt Veru á heimili hans. Þá sá Vera Sóleyju bregða fyrir. „Lögreglan reyndi að tala um fýrir honum en án árangurs. Þeir töldu sig ekki hafa heimild tíl að taka hana með valdi. Héðan mun ég ekki fara án Sóleyjar þótt ég þurfi að eyða jólunum í París. Hann þyk- ist hafa gripið tíl þessa úrræðis til að ég fari ekki með hana úr landi áður en dómur fellur í forræðismálinu en það bendir ýmislegt til að hann sé ekki í jafnvægi. Ég verð að berjast og frelsa hana úr þessum aðstæðum. Island er heimaland okkar og þar vil ég vera með stúlkuna mína. Nú get get ekki annað en beðið og vonað." rt@dv.is VANTAR ÞIG HUGMYND AÐ GÓÐRIJÓLAGJÖF? Mikið úrval af veskjum, skjalatöskum, ferðatöskum, seðlaveskjum að ógleymu hinu landsfræga úrvali af dömu-og herrahönskum. ekfj. Skólavörðustíg 7, 101 Reykjavík. Sími 551-5814, th.is kr.3.800.- 0 kr. 6.100,- kr. 5.100.- kr. 4.400.- með gærufóðri með kanínufóðri með prónafóðtí ’ kr. 5.900.-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.