Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2007, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2007, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2007 Fréttir DV Bush hyggst taka á eyðni GeorgeW. Bush Bandaríkja- forseti vill taka á eyðnivandamál- inu í eitt skipti fyrir öll. Hann hefur beðið um aukafjárveitingu vegna baráttunnar og mun í upphafi næsta árs sækja Afríku heim til að vekja athygli á vandamálinu. Hann er reyndar þeirra skoðun- ar að Bandaríkin fái ekki þá við- urkenningu sem þau eiga skilið vegna fr amlags þeirra í baráttunni við sjúkdóminn því á hverju ári fari töluverður hluti skattgreiðslna bandarískra borgara í að bjarga líf- um erlendis og því vænta Banda- ríkjamenn árangurs. Krefjast dauðadóms Örlög bresku kennslukonunnar Gillian Gibbons eru í höndum Om- ars al-Bashir, forseta Súdans. Lög- fræðingur Gibbons er bjartsýnn á að hann sýni henni miskunn og sleppi henni úr haldi. Hún var ákærð fyrir guðlast efdr að hún leyfði nemendum sínum að kaila leikfanga- bangsa Mú- hameð. Öfga- fullir múslímar hafa krafist þess að hún verði hýdd og sumir jafiivel gengið svo langt að krefjast þess að hún verði tekin af lífi. Málið gæti orðið hið vandræðalegasta fýrir stjórnvöld í Súdan. Bandarísk lög heimila að grunaðir einstaklingar séu numdir á brott af erlendri grundu, þannig að hægt sé að rétta yfir þeim í Bandaríkjunum. NatWest Three ásamt lögfræð- ingi Framseldir til Bandaríkjanna vegna fjárplógsstarfsemi. ARFUR LIÐINNAR TÍÐAR KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaöamadur skrifar: kolbeinn^dv.is Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa tjáð Bretum að þau geti „rænt" breskum borgurum ef viðkomandi hafa gerst brodegir við lög í Bandaríkjunum. Háttsettur lögfræðingur hjá ríkis- stjórn Bandaríkjanna upplýsti áfrýj- unardómstólinn í Lundúnum að samkvæmt bandarískum lögum væri sfíkt mannrán heimilt því hæstiréttur Bandaríkjanna hefði gefið út heimild til þess. Þessar upplýsingar hafa komið bresku viðskiptasamfélagi í uppnám vegna máls sem kallað var NatWest Three með skírskotun til banka- starfsmanna sem ffamseldir voru til Bandaríkjanna vegna ákæra um fjár- svik. Fleiri en tólf aðrir framkvæmda- stjórar, þar á meðal háttsettir menn hjá breska flugfélaginu British Air- ways og vopnaframleiðandanum BAE, eru til rannsóknar hjá banda- rískum yfirvöldum og gætu átt yfir höfði sér ákærur í Bandaríkjunum. Hingað til hefur almennt verið talið að heimild þessi ætti eingöngu við þar sem fýrirliggjandi væri grun- ur um aðild að hryðjuverkum, en rík- isstjórn Bandaríkjanna hefur nú gert ljóst að heimildin taki til alira sem grunaðir eru um glæpi í Bandaríkj- unum. Heimild þessi er arfur ffá 19. öld þegar hausaveiðarar riðu um héruð í Bandaríkjunum og eltu uppi þá sem gerst höfðu brotlegir við lögin og eru hausaveiðarar enn að í Bandaríkjun- um. Framsal er að mati Bandaríkja- manna aðeins einn möguleiki til að koma grunuðum í hendur réttvís- innar. Óviðfelldin aðferð Bandaríkin hafa verið þekkt fyr- ir að grípa til mannrána til að koma höndum yfir þá sem framið hafa afbrot þar í landi. Árið 1990 var Humberto Alvarez Machain num- inn á brott af læknaskrifstofu sinni í Guadalajara í Mexíkó af banda- rískum stjórnvöldum. Eiturlyfjaeft- irlit Bandaríkjanna lét fljúga með hann til Texas þar sem réttað var yfir honum. Þrátt fyrir að framsals- samningur hafi verið í gildi milli Mexíkó og Bandaríkjanna á þeim tíma, eins og er raunin milli Bret- lands og Bandaríkjanna núna, þá úrskurðaði hæstiréttur, árið 1992, að Humberto Alvarez Machain hefði engin réttarúrræði vegna mannránsins. Heimildarmenn innan réttar- kerfisins segja að heimildin sé túlk- uð á þann hátt í Bandaríkjunum að leyfilegt sé að koma höndum yfir eftirlýsta einstaklinga á erlendri grund og rétta yfir þeim í Banda- ríkjunum. Patrick Mercer, þingmaður íhaldsflokksins í Bretlandi, sagði að hugmyndin um mannrán á þess- um forsendum væri óviðfelldin og Shami Chakrabarti, forstjóri mann- réttindasamtakanna Liberty, sagði að tími væri kominn til að Banda- ríkjamenn endurskoðuðu þessa arfleifð liðinna tíma, ef þeir vildu teljast til siðmenntaðra þjóða. ^jólin...hlý og notaleg < SILK SHAGGY SURUBAYA ▼ OPIÐ : MÁN - FÖS KL. 10 - 18 LAUGARDAGA KL. 1 1 - 16 SUNNUDAGA KL. 13-17 Persía TEPPAGALLERÍ Bæjarlind 16, Síml: 568 6999 OPIÐ ALLA DAGA TIL JÓLA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.