Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2007, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2007, Side 9
DV Umræða MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2007 9 ÚTGÁFUFÉLAG: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elín Ragnarsdóttir RITSTJÓRAR: ReynirTraustason og Sigurjón M. Egilsson ábm. FULLTRÚI RITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Ásmundur Helgason Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. AÐALNÚMER 512 7000, RITSTJÓRN 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI 512 7080, AUGLÝSINGAR 512 7040. SANDKORN ■ Aðalstcinn Baldursson, verkalýðsforingi á Húsavík, var beittur í málflutningi sínum í Silfri Egils í gær. Hann færði sterk rök fyrir þörf á álveri í sína heimabyggð. Kolbrún Halldórs- dóttir and- mælti, en rök Aðalsteins héldu. Hann sagði svo margt hafa verið reynt til að auka fjölbreytni og styrkja atvinnulífið að það fýllti langan lista. Og ekkert hefur lagast. Kolbrún vildi samt að Húsvíkingar hugsuðu um bara eitthvað annað en álver. Það hefur Aðalsteinn gert. Árang- urslaust. ■ Óvenjumargar konur voru þátttakendur í Silfri Egils í gær. Hvort það er afleiðing af deilu femínista á Egil Helga- son er svo sem ekki víst. Senni- lega er svo. Trúlegast hefur Egill látið undan þrýstingi og gætt þess að hafa kynjahlut- föllin sem jöfnust. Hann er svo sem ekki minni maður fyrir. Umræðan um bleikt og blátt á fæðingardeildum var kannski of tímafrek. Leit er að mann- eskju sem tekur það mál al- varlega. í stað þeirrar umræðu hefði verið fínt að ræða fjárlög næsta árs. Þau eru stórmál. ■ Magnús Stefánsson, alþing- ismaður og fýrrverandi ráð- herra, lætur Samfylkinguna heyra það á heimasíðu sinni. Þar minnir hann Samfylking- una á hversu stutt er síðan flokkurinn var gagnrýnandi og hversu hratt hann hefur snúist. Magnús segir orðrétt: „Nú er gert ráð fyrir aukningu í útgjöldum utanríkisþjónust- unnar, þar ræður Samfýlking ríkjum en fer ekki eftir fyrri yfirlýsingum varðandi útgjöld utanríkisþjónustunnar. Sa- mfylkingin er líka hætt að tala um aðhald í ríkisútgjöld- um, hún beitir sér fyrir mikilli aukningu ríkisútgjalda." ■ Valgerður Sverrisdóttir var við kosningaeftirlit í Rússlandi. Lífið er ekki pólitík. Valgerð- ur segir svo frá: „í kvöld fórum við kosningaeftirlitsmenn út að borða á veitingastað í bænum. Eftir að við vorum sest og menn voru að velta fýrir sér mat- seðlinum heyrði ég hljóð sem voru mér kunnug. Það var hún Björkokkar sem var að syngja og blasti við á skjánum þegar betur var aðgáð. Stórkost- legt að vera í Rússlandi og sjá og heyra Islending skemmta gestum veitingahúsa. En svona er þetta. Islendingar koma víða við sögu." -sme LEIÐARI Köngulóarvefur í Keflavík REYNIR TRAUSTASON RITSTJÓRISKRIFAR. Sala eigna Varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli er með þeim brag að spilling- arlykt leggur af hverjum fermetra eins og DV var fyrst fjölmiðla til að benda á. 1700 íbúðir voru seldar á 14 milljarða króna. Samanburður við fermetraverð í Keflavík leið- ir í ljós að afslátturinn er 10 milljarðar króna. Að teknu tilliti til kvaða um að þau félög sem keyptu af Þróunarfélaginu megi ekki selja fyrr en eftir fjögur ár má samt gera ráð fyrir hagn- aði upp á 6 til 8 milljarða. Það er einkennilegt að sjá pólitíkusa og vild- arvini þeirra allt í kringum borðið. Bæjar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ eru fýrirferðarmiklir í kaupendahópnum og venslamenn Árna Mathiesen fjármálaráðherra einnig. Bróðir ráðherrans er í einu aðalhlutverka líkt og aðstoðarmaður hans. Árni Sigfússon bæjar- stjóri í Reykjanesbæ hefur leitt sölu eignanna til sinna manna. Atli Gíslason, alþingismaður og lögmaður, hefur staðhæft að sala ríkisins á varnarliðsgóssinu sé í senn ólögleg og siðlaus. Atli hefur eftirlitsskyldu sem þingmaður en hann fær engin svör frá gerendum í sölunni. Spillingarumræðan í dag beinist nær alfar- ið að Sjálfstæðisflokknum og trúnaðarmönnum hans. Það þykir mmJmJL. Fjármálarádlien a verdurað leggja spiliit á boróið einkennilegt að önnur lög skuli gilda um sölu þessara ríkiseigna en gengur og gerist, eins og ráða- menn Sjálfstæðisflokksins halda fram. Sá hluti flokksins sem fór með kaup og sölu eignanna tel- ur sig ekki þurfa að leggja spilin á borðið varðandi það hvernig ákvarðanir voru teknar um út- hlutun gæðanna. Fjármálaráðherra verður að leggja spilin á borðið og sýna þjóðinni svart á hvítu fram á að hann hafl ekki verið að hygla sín- um nánustu. Þangað til allt verður opinberað í málinu situr Sjálf- stæðisflokkurinn undir því að kunna ekki fótum sínum forráð í því að fara með eigur ríkisins. Flokkurinn hefur í dag á sér sömu ímynd og Framsóknarflokkurinn hafði áður þegar ríkisbanki og aðrar eigur almennings voru seldar einkavinum flokksins. Nú er tíðin önnur og augu almennings hvíla á fjármálaráðherra sem fram að þessu hefur þótt hafa hreinan pólitískan skjöld. Hann verður að sýna fram á að rétt hafl verið staðið að málum og að hann sé ekki köngulóin í vefnum í Keflavík. BLEIKT 0G BLATT DAGGEISLl Mikið var, mikið var, mikið var. Á Alþingi situr hópur fólks. Ekki er svo sem vit- að með vissu í hvað þetta fólk eyðir tíma sínum. Þegar sjónvarpað er frá þinginu er á mörkunum að ræðumaður sjálfur haldist við í salnum. Þingmenn eru almennt ekki sjáan- legir. Þeir eru samt óþreytandi að tala um hversu mikið þeir vinna. Samt eru þeir aldrei í vinnunni. Og ef svo ber undir, að þeir mæta í vinnuna, eru þeir vísir með að bera fram alis kyns aukamál. Mál sem engu breyta, mál sem þeir nenna ekki að hlusta á og jafnvel ekki að tala fýrir. Svona hefur þetta gengið ár eftir ár eftir ár. Þar til nú. Alþingi hefur hrist af sér dauðann og risið hærra en áður. Fyrsta stóra skrefið hefur verið stígið. Þau verða fleiri, já, þau verða fleiri. Kolbrún Halldórsdóttir er konan. Hún er þingsins sómi. Hún ein hefur veitt því athygli að börr sitja ekki við sama borð, frá fæð- ingu. Kolbrún vill skýr svör. Hvers vegna nýfæddir strák- ar eru settir í blá föt eftir fæðingu og hvers vegna stelpur eru settar í bleik föt. Kommon, árið 2007 er að verða liðið og það er núna fyrst sem þessari þörfu spurningu er hreyft. Tími til kominn. Þetta má ekki viðgangast lengur. Svo hafa, eftir að Kolbrún setti málið fram, augu þjóðarinnar opnast. Þetta er mismunun og það er ekki of seint að bregðast við henni. Ranglæt- ið má lagfæra. Og heyrst hefur að þegar hafi margir fslendingar reynt að bregðast við. Og það af afli. Tækifærið er núna. Á engum öðrum árstíma er keypt jafn mikið af fötum og einmitt nú. Tækifærið blasir við. Það blasir við og á að vera öllum augljóst. Hver segir að karlmenn geti ekki bætt sitt ráð? Hver segir að ekki sé hægt að rata af villu síns vegar? Jólagjafir til allra pabba og allra afa eiga að vera nærföt og jafnvel náttföt. Einn litur kemur til greina. Bar- asta einn litur. Hann er bleikur. Það yrði fyrsta skrefið til að lagfæra það sem þjóðin hefur gert rangt. Áfram verður haldið. Hvers vegna eru karlmenn ekki í bleikum sokkum, bleikri skyrtu og með bleik gler- augu? Jú, vegna þess að þeir voru settír í blátt á fæðingardeildinni. Þetta er stjórnlaust. En Kolbrún mun ná fram breytingum. fmyndið ykkur bara, já ímyndið ykkur bara hversu dásamlegt verður að vera til þegar karlmenn verða komnir í bleikt og konurnar í blátt. Hér verð- ur himnaríki á jörð. Bleikt og blátt. Ekki blátt og bleikt. Eða öfugt. Enga útúrsnúninga. Kolbrún mun sjá til þess að allt fari vel. DÓMSTÓLL GÖTUIVINÍAR FINNST ÞÉR í LAGIAÐ AÐGREINA UNGABÖRN MEÐ LITUM Á FÆÐINGARDEILDINNI? „Mér finnst til háborinnar skammar að fólk á hinu háa Alþingi hafi ekki annað til málanna að leggja en svona innantómt hjal." Guðlaug Konráðsdóttir, 65 ára prófarkalesari „Mérfinnst þetta skipta litlu máli. ( raun er mér alveg sama hvort börnin séu aðgreind en hlns vegar hefur það valdið mér vonbrigðum að tíma Alþingis sé eytt í svona umræðu." Hinrik Örn Sigurðsson, 22 ára starfsmaður hjá Vífilfelli „Mér finnst að starfsfólk fæðingardeild- anna eigi að ákveða hvað sé best. Ef þv( finnst betra að aðgreina með litum er það hið besta mál og alveg sjálfsagt. Mér finnst skrítið að þingið sé að ræða þetta." Vitor Manuel Pereira Soares, 28 ára álversstarfsmaður „Mér finnst bara allt í lagi að hafa börnin (bleiku og bláu, annars hef ég ekki sterka skoðun um þetta. Alþingi þarf að gæta að öllum hlutum í samfélaginu og þingmenn mega alveg ræða þetta eins og hvað annað." Helga Guðmundsdóttir, 67 ára bókbindari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.