Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2007, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2007, Side 14
14 MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2007 Sport PV Stubbs aBstoðarma Aur Moyes Alan Stubbs leikmaður Everton er talinn líklegurtil að verða aðstoðarmað- ur Davids Moyes en Brian Kidd og Steven Round hjá Newcastle hafa líka verið orðaðir við stöðuna. Alan Irvine sem hefur verið aðstoðar- maður Moyes er hættur og er tekinn við Preston North End. Stubbs sem er 36 ára stjórnaði varaliði Everton (vikunni þegar liðið vannWigan 5-1. Robson vlll ekki enskan þjalfara Sir Bobby Robson mun gefa enska knattspyrnusambandinu fimm manna lista með þeim knattspyrnustjórum sem hann vill að verði næsti þjálfari enska landsliðsins. Enginn af þeim er frá Englandi, það eru þeir Martin O'Neill, Guus Hiddink, Jose Mourinho, Fabio Capello og Gerard Houllier sem Robson mælirmeð. „Af bresku stjórunum er það Martin O'Neill sem . stendur upp úr, hann erfrábær þjálfari sem er með reynslu og fæddur sigurvegari. Það sem Jose hefur eraðhann þekkir fótboltann hérna og hann væri velkominn aftur. Tæknilega séð er enginn betri, ég man eftireftirhonum hjá Porto og þegar hann var með mér hjá Barcelona," sagði Robson. Ferguson segir Ronaldo eiga möguleika Sir Alex Ferguson stjóri Manchester United finnst að Cristiano Ronaldo eigi að verða valinn besti leikmaður ( heimi en hann ásamt Lionel Messi og Kaka hafa verið tilnefndir af FIFA. „Ronaldo hlýtur að eiga góða möguleika og það væri frábært fyrirhann. Fiann eraugljóslega einnafþeim bestu ( heiminum, það erengin spuming um það. Hann er lyk- ilmaður hjá okkur, hann er að búa til og skora mörk. Hann hefur bætt sig á marga vegu, hann er farinn að taka betri ákvarðanirog hann erfarinn að skora meira með hverju árinu," sagði Ferguson. Given ekki smeykur Shay Given markvörður Newcastle er ekki mikið að spá (þann orðróm að Jussi Jaaskelainen markvörður Bolton sé á leið til liðsins í janúar. „Að sjálfsögðu höfum ég og Steve Harper heyrt orðróminn um að Jussi sé að koma hingað. Ekki gleyma því að ég og Harper höfum verið hér lengi og þaðhefuroft einhver svona orðrómurkomiðupp. Égveithvaðég get gert og ég mun bara einbeita mér og ég er viss um að Harper mun gera það sama," sagði Given. ✓A v '0‘ 0:0 57% MEÐBOLTANN 43% P0RTSM0UTH SKOTAOMARKI SKOTÁMARK RANGSTÖÐUR HORNSPYRNUR AUKASPYRNUR GUISPJÖLO RAUÐSPJÖLD ÁHORFENDUR: 20.102 James,Johnson,Campbell, Distin, Pamarot, Utaka (Kanu 57.),Diop,PedraMendes, Muntari, Kranjar, Mwaruwari. Howard, Neville, Yobo, Lescott, Nuno Valente, Arteta, Osman, Carsley, Cahill, Pienaar (Johnson 53.), Y^kubu (Ankhebe 67.). MAÐUR LEIKSINS Niko Kranjcar, Portsmouth Steve Bruce náöi stigi með Wigan í fyrsta leik liðsins undir hans stjórn þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Manchester City. Þetta tókst þrátt fyrir að Wigan lenti undir á fyrstu mínútu, missti Emile Heskey í meiðsli, fyrirliðinn væri rekinn út af og Titus Bramble léki í 90 mínútur. LOKSINS STIG TIL WIGAN Geovanni kom City yíir eftir 28 sekúndna leik þegar hann notfærði sér kunnugleg mistök Titus Bramble. Bramble ætlaði sér að hreinsa langa sendingu í burtu en hitti ekki boltann betur en svo að hann féll fyrir Brasilíu- manninn sem keyrði inn að markinu á fullri ferð, lék á Kirkland markvörð og renndi boltanum í netið. En Wig- an tók völdin á vellinum eftír slæm mistök og jafnaði á 25. mínútu. Jason Koumas náði valdi á boltanum í víta- teig City og lyfti honum á fjærstöng þar sem varnarmenn City höfðu skil- ið Paul Scharner eftir óvaldaðan til að skalla boltann í netið. Koumas var besti maður Wigan í leiknum, stjóm- aði sóknarleik liðsins og var arkitekt- inn að flestum fæmm liðsins. Scharner25. 1:1 37% MEÐ B0LTANN 63% 6 SKOTAÐMARKI 6 2 SKOTÁMARK 1 3 RANGSTÖ0UR 2 2 H0RNSPYRNUR 4 17 AUKASPYRNUR 12 2 GULSPJÖLD 2 1 RAUÐSPJÖLD 0 ÁHORFENDUR: 18.614 WIGAN Kirkland, Melchiot, Bramble, Boyce,Kilbane,Valenda, Schamer, landzaat, Koumas, Bent Heskey (Taylor 53.). MAN.CITY kaksson,Coriuka, Dunne, Richards, Garrido (Ball 36.), Ireland, Hamann, Gelson, Geovanni (Etuhu 69.), Petrov, Samaras (Bianchi 78.). mam* MAÐUR EEIKSINS Jason Koumas, Wigan Wigan fékk nokkur ágætis færi í seinni hálfleik, það besta féll fyr- ir Ryan Taylor en Andreas Isaksson varði skot hans. Taylor hafði áður komið inn fyrir Emile Heskey sem tognaði aftan í læri. Fyrirliðinn, Mar- io Melchiot, var rekinn út af tveim- ur mínútum fyrir leikslok fyrir ljóta tveggja fóta tæklingu á Stephen Ire- land. Leikmenn Wigan gátu glaðst yfir að hafa náð stigi eftir átta tapleiki í röð. Manchester City hefur ekki unn- ið á útivelli síðan í fyrstu umferðinni. Margir leikmenn liðsins eru meiddir, þar á meðal leikstjórnandinn Elano sem var sárt saknað. Stuðningsmenn City kölluðu eftir ítalanum Rolando Bianchi, sem kom frá Reggina á tæp- ar níu milljónir punda í sumar, en Sven-Göran Eriksson leyfði honum ekki að spila nema í tólf mínútur. Innkoma hans breytti engu. Skoraði sjálfsmark í fyrsta leiknum Samkvæmt Steve Bruce, stjóra Wigan og miðverði til margra ára, á Titus Bramble sér enn von þrátt fyr- ir snemmbúna jólagjöf til Geovanni. „Ég man eftir fyrsta leiknum mínum fyrir Norwich sem var gegn Liver- pool. Ég var nýkominn frá Gilling- ham og ædaði að sanna mig. Ég skor- aði sjálfsmark með skalla eftir hálfa mínútu. Ég hefði ekki getað ímynd- að mér verri byrjun. Strákamir hefðu getað bromað saman í dag en þeir höfðu hugrekkið til að sækja." Bmce var óánægður með brott- rekstur Melchiots þar sem boltinn var milli Hollendingsins og Irelands. „Þeir áttu jafna möguleika á boltan- um og þó Melchiot hafi sýnt sólana fór hann ekki yfir boltann," sagði Bmce sem gaf til kynna að Wigan gæti áffýjað dómnum. Hann sagðist heldur ekki hafa áhyggjur af Heskey. „Hann hefur verið frá í tvo og hálf- an mánuð og markmið okkar var að hann spilaði 70 mínútur. En hann er stór og sterkur strákur og það var gott að hann skyldi halda út í klukku- tíma." Fyrsta stigið gegn Wigan Manchester City hefur unnið alla leiki sína en gengið misjafnlega á útivöllum. Sven-Göran Eriksson, stjóri liðsins, gat þó huggað sig við að Wigan hafði þar til um helgina unn- ið allar fjórar viðureignir liðanna í úrvalsdeÚdinni. „Við fengum þó eitt stig gegn þeim núna. Við höfum ekki fengið stig gegn þeim seinustu tvö ár. Ég get ekki svarað því hvers vegna við spilum betur á heimavelli en útivelli en ég vildi að ég gæti það. Við emm nógu góðir til þess. Leikurinn byrj- aði vel, við skoruðum ódýrt mark en þeir fengu vissulega líka ódýrt mark. Við vissum að leikurinn yrði erfiður, bæði vegna stöðu Wigan í deildinni og því nýr stjóri var að stýra liðinu í fyrsta sinn á heimavelli. En ég er með ungt lið og vonandi stendur það sig betur í framtíðinni." Aðspurður um tæklingu Mel- chiots sagði Eriksson: „Mér finnst ... ■ .... ... . ,.. Tæklaði Englendinginn Ireland Mike Riley rekur Mariot Melchiot út af. að þeir ættu að láta það vera að mót- mæla brottrekstrinum kröftuglega." GG Portsmouth og Everton gerðu markalaust jafntefli á Fratton Park: PÚÐURSKOT Á FRATT0N PARK Stórkarlalegt Það voru mikil átök þegar Portsmouth mætti Everton á Fratton Park. Portsmouth og Everton gerðu markalaust jafntefli á Fratton Park. Heimamenn vom nær sigri en Tim Howard og ónákvæmni sóknarmanna Portsmouth komu í veg fyrir að liðinu tækist að skora. Everton-menn vom greinilega sáttir við jafnteflið en hefðu getað stolið sigrinum undir lokin. Everton byrjaði leikinn betur án þess að ná að skapa sér færi. Suður- Affíkumaðurinn Steven Pienar var Iíflegur í þeirra liði, helst til of lífleg- ur, því eftir um 30 mínútna leik var hann kominn með gult spjald og lík- legur til að fá annað. David Moyes brá á það ráð að taka hann af velli í upphafi síðari hálfleiks. Portsmouth-menn voru mun sterkari í leiknum en fá skot þeirra hittu markrammann. Jolean Lescott og Joseph Yobo stóðu sem klettar í vöminni hjá Everton og fyrir aftan þá stóð traustur Tim Howard. Nico Krancjar var góður sem fyrr í liði Portsmouth en skot hans hittu ekki markið ffekar en félaga hans. Alls áttu Portsmouth-menn 21 skot á markið en aðeins þrjú þeirra hittu markrammann. Everton átti hins vegar einungis fimm skot á markið. Það sýnir það að yfirburðir Ports- mouth vom nokkrir án þess að þeir hefðu náð að nýta sér það til fúlln- ustu. Leikurinn fer seint í sögubækurn- ar fyrir hátt skemmtanagildi og Ev- erton-menn fögnuðu þegar flautað var til leiksloka, enda gekk leikáætí- un þeirra í leiknum upp. Harry Redknapp stjóri Ports- mouth var sáttur í leiksloíc „Þetta var erfiður leikur á móti mjög góðu liði. Þeir voru með í sínu liði tvo virkilega kraftmikla miðverði, Joseph Yobo og Jolean Lescott, auk þess sem þeir sóttu vel í skyndisóknum. En þetta er tíu leikja hrina þar sem við emm ósigraðir. Okkur hefur gengið vel að vinna á útivelli en ekki eins vel á heimavelli, en við héldum markinu hreinu sem er gottsegir Redknapp. David Moyes var afar ánægður með stigið. „Þetta var leikur þar sem varnarmennirnir okkar vom ffábær- ir. Portsmouth er gott lið og við emm afar sáttir við að hafa komist héðan með stig," segir Moyes. vidarQdvJs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.