Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2007, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2007, Page 15
DV Sport MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2007 15 Liverpool lék sér að Bolton Wanderers á Anfield og sigraði 4-0. BENITEZ SVARAR FYRIR SIG VIÐAR GUÐJÓNSSON bladamaður skrifar: vidar@dv.is I Liverpool fór létt með Bolton Wand- erers og sigraði 4-0. Sigurinn hefði hæglega getað orðið stærri og Bolt- on sem sigraði Manchester United um síðustu helgi sá aldrei til sólar í leiknum. Það var ljóst í hvað stefndi strax frá upphafi leiks. Liverpool hélt bolt- anum langtímum saman og Bolton- menn náðu sjaldan að komast nærri marki Liverpool. Fyrsta markleiksins kom á 17. mínútu þegar Sami Hyyp- ia skallaði boltann í netið eftir auka- spyrnu frá Steven Gerrard. í kjölfarið kom besti kafli Bolton í leiknum og Nicolas Anelka fékk algjört dauða- færi. Misskilningur á milli Carrag- hers og Reina leiddi til þess að An- elka fékk boltann einn fyrir opnu marki en á óskiljanlegan hátt hitti hann ekki markið. Eitt af klúðrum ársins hjá Frakkanum sem hefur ver- ið frábær á leiktíðinni það sem af er. Fernando Torres svo gott sem kláraði leikinn á 45. mínútu þegar hann skoraði annað mark leiksins með því að vippa yfir Jaskalainen í markinu eftir að hann hafði fengið frábæra stungusendingu frá Steven Gerrard. Liverpool hefði getað bætt við mörkum Síðari hálfleikur var formsatriði fyrir þá rauðklæddu og sú litla mót- spyrna sem Bolton sýndi í fyrri hálf- leik var horfin í síðari hálfleik. Þriðja markið kom á 56. mínúm eftir að vítaspyrna hafði verið dæmd eftír brot á Peter Crouch í teignum. Steven Gerrard steig upp og skoraði örugglega úr henni. Næsm mínúmr var einungis spurning um það hve stór sigurinn yrði. Rafa Benitez fann ekki ástæðu frekar en fyrri daginn til að brosa en liðið hefur verið að spila vel að und- anförnu. Mikið hefur verið rætt um ósætti milli hans og eigenda félagsins að undanfömu. Hann hemr hins veg- ar svarað fyrir sig með bættri frammi- stöðu liðsins á vellinum. Síðasta markið kom íf á varamann- Maður leiksins Steven Gerrard var maður leiksins gegn Bolton. ' v # gWaj?d inum Rayan Babel eftir að hann fylgdi eftír skotí ffá öðmm varamanni, Dirk Kuyt, og settí knöttinn í autt markið. 4-0 var lokastaðan í leiknum. Liverpool fékk nokkur færi tíl þess að bæta við mörkum og ljóst er að endurkoma Fernandos Torres eft- ir meiðslin gerir mikið fyrir liðið. Hreyfing og áræðni kappans brýtur upp sóknarleikinn og veitir öðmm leikmönnum rými til þess að athafna sig um leið. Bolton sá aldrei til sólar í leiknum en liðið hefur ffam að þessu sýnt betri leik undir stjórn Gary Meg- son en það gerði þegar Sammy Lee stjórnaði liðinu. Sigur liðsheildarinnar Rafa Benitez framkvæmdastjóri Liverpool hrósaði liðsheildinni eft- ir leikinn. „Við gerum andstæðing- um okkar sífellt erfiðara fyrir. Við erum í góðu formi og ég er viss um að við höldum dampi á síðari hluta tímabilsins. En við getum enn bætt okkur, ég hef fulla trú á því. Við höf- um marga möguleika og getum stillt upp ýmsum uppstillingum. Við getum sett ferska menn inn á sem geta breytt leikjum og ég er ánægður með breiddina í liðinu," segir Benitez. Bolton kom niður á jörðina eftir góðan sigur á Manchester United í síðustu umferð og Gary Megson var auðmjúkur eftir leikinn. „Ég ætla ekkert að fara að fegra hlutina neitt. Við spiluðum ekki vel og við verð-. um að leggja okkur alla fram eins og við gerðum á móti Manchest- er United til þess að ná úrslitum í erfiðum leikjum. Kannski var það vendipunkturinn þegar Nicolas An- elka idikkaði á færinu sínu í stöð- unni 1-0. Þetta var ólíkt honum en lífið heldur áfram," segir Megson. Reading og Middlesbrough skildu jöfn: BORO í FALLSÆTI Middlesbrough féll niður í fallsætí eftír 1-1 jafntefli gegn Reading á útí- velli. Reading náði forystunni í upphafi síðari hálfleiks en Tyrkinn Tuncay jafn- aði leikinn fyrir Middiesbrough seint í leiknum. Það var mikið undir í ieiknum því hvað úr hverju fara línur að skýrast um það hveijir verða í fallslag á leiktíðinni. Það verður að segjast að bæði þessi lið eru iíkleg til þess að berjast við botninn. Liðin skiptust á að tapa boltanum á slæmum stöðum og fátt var um fína drættí ffaman af leiknum. Alliadere var líflegur í framlínunni hjá Middles- brough og helst var hann líklegur til þess að skapa fyrsta markið. Reading komst yfir með marki sem kom upp úr uppskriftabókinni „Hvemig á að spila fótbolta á Eng- landi". Hahnemann hreinsaði frá marki, Doyle flikkaði boltanum áffam á Kitson sem kláraði færið vel. Middlesbrough þurfti að sækja og þeir settu mikla pressu að marki Reading undir lokin. Það borgaði sig þegar Tuncay skoraði með skalla sex mínútum fyrir leikslok. Reading- menn brugðust við og undir lokin fékk Kitson algjört dauðafæri til þess að tryggja sigur en skalli hans fór yfir af markteig. Gareth Southgate var sáttur við stígið undir lok leiks. „Við fengum á okkur of auðvelt mark, en við komum til baka og náðum að klóra okkur aftur inn í leikinn. Við hefðum jafnvel get- að stolið sigrinum í lokin en við erum sáttír við stigið úr því sem komið var" segir Southgate. Steve Coppel var vonsvikinn yfir því að ná ekki að haida forystunni.„Þú þarft að geta reitt þig á vörnina ef þú ætlar að standa þig í þessari deild. Það er slappt að ná ekki að haida þetta út," segir Coppel. vidar@dv.is 48% MEÐ BOLTANN 52% READING 15 SK0TAÐ MARKI 15 Hahnemam.Mutty.Sonko.lvar, Shorey, Hunt, Harper, Brynjar 5 SKOTÁMARK 8 (Long 86.), Convey (Bikey 77.), 0 RANGSTÖÐUR 1 °oyle, Kilson. 5 HORNSPYRNUR 4 11 AUKASPYRNUR 16 MIDDLE5BR0UGH 2 GULSPJÖLD 1 0 RAUÐ SPJÖLD 0 ÁHORFENDUR: 22.262 Turnbull, Young, Woodgate (Huth 69.), Wheater, Pogatetz, Johnson (Cattermole89.),Boateng, Rochemback, Downing, Aliadiere,Lee(Sanli70.). wm WmjlTTu ■MtilltillW W4.lll.il 1. Stephen Hunt, Reading Hefur þú nýtt þér FrístundakortiöP Frístundakortið er styrkjakerfi í frístunda starfi fyrir 6-18 ára börn og unglinga í Reykjavík. Nánar á www.itr.is Styrknum fyrir árið 2007 þarf að ráðstafa fyrir 10. desembernk. 1 • 110 Reykjavík ■ Sími 411-5000 • www.itr.is • itr@itr.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.