Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2007, Page 32
Litlar santlokur 399 kr.
+ lítið gosglas 100 kr.
= 499 kr.
FRÉTTASKOT
5 1 2 70 70
DV borgar 2.500 krónurfyrirfréttaskot sem leiðirtil frétta.
Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðist 25.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðist allt að 50.000 krónur.
Alls eru greiddar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar.
MANUDAGUR 3. DESEMBER 2007 ■ DAGBLAÐIÐ VlSIR STOFNAO 1910
*•
>
Castro í framboð
Fidel Castro, forseti Kúbu, býður
sig ffam í þingkosningunum sem
fara fram í landinu í janúar. Að mati
stjórnmálaskýrenda bendir fram-
boð Castros til þess að hann ætli að
sitja áfram sem forseti, þrátt fyrir að
hafa verið lengi frá vegna veikinda.
Castro er 81 árs, en Raul bróðir hans
hefur stýrt landinu síðustu sextán
mánuði. Til þess að halda völdum
formlega á Kúbu verður Castro að
eiga sæti á þinginu.
Skrifstofan
innsigluð
Skrifstofa Brynjólfs Árnasonar,
sveitarstjóra í Grímyjy, hefur verið
innsigluð að kröfu »nna tveggja
sveitarstjórnarmannanna í hreppn-
um. Alfreð Garð-
arsson sveitar-
stjórnarmaður
vildi ekkert tjá
sig um málið
þegar DV náði
tali af honum en
staðfesti þó að
skrifstofa Brynj-
ólfs hefði verið
innsigluð. Brynjólfur var í síðustu
viku dæmdur í þriggja mánaða skil-
orðsbundið fangelsi fýrir fjárdrátt.
Hann dró að sér 12.900 lítra af olíu
frá því í janúar árið 2003 og fram í
ágúst 2007. Þá starfaði hann sem
umboðsmaður Olíudreifingar ehf.
Olíuna notaði Brynjólfur til að hita
upp heimili sitt og verslun sem hann
rak á þeim tíma.
Fjögur
umferðaróhöpp
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
fékk tilkynningu um fjögur umferð-
aróhöpp aðfaranótt sunnudags. Á
Þingvallavegi sofnaði ökumaður
undir stýri og keyrði út af. Bíllinn
valt á hliðina en maðurinn slapp
með skrámur. Sautján ára piltur
misstí sjórn á bfl sínum í beygju við
Grjótháls og keyrði á tvo kyrrstæða
vörubfla. Orsökin er hraðakstur og
er bfllinn mikið skemmdur. Þá fór
bfll út af í beygju við Höfðabakka,
en engan sakaði. Klukkan sjö í gær-
morgun valt bfll við Straumsvík
og endaði á toppnum úti í hrauni.
Ökumaður var fluttur á slysadeild en
meiðsl voru minniháttar.
Fóru þeir kannski
á trúnaðarstigið?
Stjórnendur Strætós áminna trúnaöarmenn og stjórnarmenn vagnstjóra vegna ölvunar:
TRÚNAÐARMENN STRÆTÓS
ÆFIR VEGNA ÁMINNINGA
TRAUSTI HAFSTEINSSON
blaðamaður skrifar: trausti&dv.is
Trúnaðarmenn vagnstjóra Strætós
bs. og stjórnarmenn starfsmanna-
félags vagnstjóra hafa verið víttir í
starfi af yfirstjórn fyrirtækisins. Það
var gert eftir kokkteilsamkomu fýr-
irtækisins í síðustu viku þar sem frá-
farandi trúnaðarmenn voru kvaddir.
Á samkomunni var boðið upp á
léttvín, um fimmleytið síðdegis héldu
starfsmennirnir á biðstöð vagns-
tjóra við Hlemm til að heilsa upp á
starfsfélaga sína og tóku síðan strætó
heim. Daginn eftir fengu þeir allir
bréf frá stjórnendum Strætós bs. þar
sem varað er við áminningu í starfi
vegna ölvunar. Trúnaðarmennirnir
sögðu allir af sér í gær og hafa leitað
til lögfræðings stéttarfélagsins.
Köld kveðja
Jóhannes Gunnarsson, fýrstí
trúnaðarmaður Strætós bs., undr-
ast vinnubrögð stjórnendanna og er
æfur yfir áminningunni. Hann stað-
festir að trúnaðarménnirnir hafi sagt
af sér og íhugi jafnvel kæru. „Glæpur
okkar er enginn og aðför fyrirtækis-
ins að okkur er þvættingur. Við kíkt-
um á vinnufélagana eftir móttökuna
og stjómendurnir túlkuðu okkur sem
ofurölvuð. Það var hins vegar ekki
þannig. Vinnubrögð stjórnenda em
alveg með ólfldndum og leitað hefur
verið til lögreglu," segir Jóhannes.
Á föstudag voru þeir kallaðir inn
til stjórnenda fýrirtækisins og gafst
þeim kostur á að svara ásökununum
fyrir miðvikudag. Reynir Jónsson,
framkvæmdastjóri Strætós bs., stað-
festír ágreininginn sem upp er kom-
inn. „Okkur barst tilkynning vegna
gmnsemda um ölvaða vagnstjóra á
„Þetta var í raun fyrsti
dagurinn okkarí emb-
ætti og á þeim degi
fengum við heldur bet-
ur kaldar kveðjur frá
fyrirtækinu"
Hlemmi og að okkar mati væri það
ekki ásættanlegt. Starfsmennirnir
fengu frí frá vinnu vegna félagsstarfa
og okkur stjórnendunum finnst ekki
í lagi að þeir skili sér ölvaðir. Við telj-
um slíkt ámælisvert," segir Reynir.
Hóta sniðgöngu
Samkvæmt heimildum DV var
lögregla látin elta uppi Friðrik Ró-
bertsson, vagnstjóra og einn sam-
komugestanna, morguninn eftir og
Óslóartréð Ljósin voru kveikt á jólatrénu við Austurvöll í gær, en (rúma hálfa höld hefur Óslóarborg gefið Reykjavlkurborg tré. (
ár var tréð höggvið við Sognsvann og er rúmlega 12 metra hátt. Það var hinn 10 ára gamli norsk-íslenski Árni Óttar Halldórsson
sem fékk þann heiður að kveikja Ijósin á trénu. dvmynd-ásgeir
Neytendastofa úrskurðar gegn Kristal Plus:
Of margar hitaeiningar
Neytendastofa hefur úrskurðað
að Ölgerðin Egill Skallagrímsson hafi
gerst brotleg gegn lögum með því að
auglýsa Kristal Plús sem hitaeininga-
og kolvemasnauðan drykk. Vífilfell
kærði ölgerðina á síðasta ári til Neyt-
endastofu vegna villandi orðanotkun-
ar þar sem, að þeirra matí, hafi orðið
ljóst að drykkurinn innihéldi hitaein-
ingar. Neytendastofa hefur nú fallist á
að banna Ölgerðinni að kynna Krist-
al Plús sem hitaeininga- og kolvema-
snauðan drykk.
I kæru tfl Neytendastofu er kvartað
yfir því að þegar drykkurinn er borinn
saman við aðra kolsýrða, bragðbætta
drykki kemur í ljós að hann er ekki
hitaeiningasnauðari en þeir. Þvert á
mótí innihaldi hann fleiri hitaeiningar.
I hann er bætt vítamínum, ávaxtasafa
sem inniheldur ávaxtasykur og bragð-
efnum en venjulegur Kristall inniheld-
ur ekki neitt af því.
Ölgerðin heldur því fram að bera
verði drykkinn saman við gosdrykki.
Miðað við þá inniheldur Kristall Plús
mun færri hitaeiningar en þeir. Auk
þess bendir Ölgerðin á að drykkurinn
sé fullur af hollum næringarefnum og
vítamínum.
Hörður Harðarson, framkvæmda-
stjóri markaðssviðs Ölgerðarinnar,
segir að þessi niðurstaða hafi eng-
in áhrif á fýrirtækið. „Úrskurður-
inn einn og sér skiptír engu máli fyr-
ir okkar markaðsstarf. Við stöndum
eftír með sama góða drykkinn." Hann
bendir einnig á að þeir hafi bor-
ið drykldnn saman við alla kolsýrða
drykki á markaðnum en mat Neyt-
endastofu er miðað við vatn. „Þetta
snérist um orðalag," bætir hann við.
Stoppuðu á
Hlemmi Að loknu
kokkteilboði komu
trúnaðarmennirnir
við á Hlemmi og
tóku síðan strætó
heim. Þeir eiga von
á áminningu
vegna ölvunar.
þurftí hann að blása í áfengismæli.
Hann er verulega ósáttur og íhugar
bæði uppsögn og málsókn.
Jóhannes segir að yfirmennirn-
ir vilji ekki halda í trúnaðarmenn-
ina. „Við skiljum ekki hvað er í gangi.
Þetta var dagurinn okkar í embættí
og á þeim degi fengum við kaldar
kveðjur."
Samkvæmt
bókinni
Valgerður Sverrisdóttir, al-
þingismaður Framsóknarflokks-
ins, var stödd í Rostov í Rússlandi
um helgina til að fylgjast með
framkvæmd þingkosninganna.
Hún er þar á vegum Öryggis- og
samvinnustofnunar Evrópu. Að
hennar sögn var ekki annað að
sjá en allt færi þar ffarn sam-
kvæmt bókinni og það ríkti há-
tíðarstemning meðal íbúanna.
Valgerður sagði að það væri gam-
an að upplifa þennan dag með
rússneskri alþýðu og að allt virt-
ist vera vel sldpulagt. Valgerður
sagðist ekki geta svarað tíl um
hvernig ástandið væri annars
staðarílandinu.
Slagsmál á
Stokkseyri
Tveir karlmenn gism fanga-
geymslur lögreglunnar á Selfossi
aðfaranótt sunnudags. Annar
mannanna var handtekinn eftír
slagsmál sem brumst út á Stokkseyri
á balli sem var haldið þar á laug-
ardagskvöld. Að sögn lögreglunn-
ar myndaðist mikil stemning fýrir
utan skemmtistaðinn sem endaði í
slagsmálum. Hinn var handtekinn
í gleðskap sem var haldinn á Hótel
Selfossi en sá hafði ráðist á annan
mann. Mennirnir voru báðir færðir
í fangageymslu þar sem þeir voru
látnir sofa úr sér áfengisvímu og var
sleppt í gær.