Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2007, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2007, Blaðsíða 17
PV Sport FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2007 17 Arsenal mistókst að ná sex stiga forskoti á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið mætti Newcastle á St. James’ Park í gær. Niðurstaðan var 1-1 jafntefli og Sam Allardyce, stjóra Newcastle, var létt í leikslok. Komnir á beinu brautina? Spurning ei hvort Obafemi Martins og félagar hans í Newcastle nái aö rétta gengi liðsins við eftir jafnteflið við Arsenal i gær. I DAGUR SVEINN DAGBJARTSSON blaöamadur skrifar: óagur@dv.is Newcastle fékk topplið Arsenal í heimsókn í eina leik.gærkvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal átti möguleika á að ná sex stiga forskoti á toppi deildarinnar með sigri en sú varð ekki raunin. Niðurstaðan varð 1- 1 jafntefli og það var allt annað að sjá til leikmanna Newcasde en áður var. Arsenal fékk óskabyrjun því markahrókurinn Emmanuel Ade- bayor kom Arsenal yfir á 4. mínútu með laglegu skoti eftir sendingu frá nafita sínum Eboue. Enn syrti því í álinn hjá Newcastíe, en ekkert hefur gengið hjá liðinu að undanförnu og sögusagnir verið uppi um að Sam Allardyce, stjóri New- castíe, muni þurfa að taka pokann sinn á næstu dögum. Ljóst var að leikmenn Newcastíe ætíuðu að selja sig dýrt og þeir létu leikmenn Arsenal finna til tevatnsins nokkrum sinnum. Þar fóru fremstir í flokki þeir Alan Smith og Joey Barton, sem kemur kannski fáum á óvart. Manuel Almuni þurfti að taka á honum stóra sínum í tvígang í fyrri TayloróO. Adebayor4 46% MEÐ BOLTANN 54% 13 SKOTAÐMARKI 9 4 SKOTÁMARK 2 2 RANGSTÖÐUR 2 6 HORNSPYRNUR 6 10 AUKASPYRNUR 11 3 GULSPJÖLD 2 0 RAUÐSPJÖLD 0 AHORFENDUR: 50,305 NEWCflSTLE Given, Beye, Taylor, Rozehnal, N'Zogbia, Milner, Barton, Butt, Geremi (Viduka 77), Martins, Smith 4RSENAI Almunia, Sagna, Toure, Gallas, Qichy, Eboue, Diarra, Silva, Rosicky, Adebayor, Eduardo (Bendtner 68) MAÐUR LEIKSINS AlanSmith hálfleik, fyrst varði hann skot frá Ger- emi og skömmu síðar skalla frá Ste- ven Taylor meistaralega. Arsenal fékk nóg svæði á vellinum í fyrri hálfleik til að sýna snilli sína en fleiri urðu mörkin ekki í fýrir leikhlé. Taylor skoraði! Newcastle náði að jafna metin þegar fimmtán mínútur voru liðn- ar af síðari hálfleik og marldð kom úr ólíklegusm átt. Eduardo da Silva, leikmaður Arsenal, misstí boltann, Habib Beye sendi boltann á Alan Smith, sem framlengdi boltann á varnarmanninn Steven Taylor sem skoraði. Fram að jöfnunarmarkinu hafði Arsenal sótt meira og það var því fátt í spilunum sem benti til þess að New- castíe myndi jafiia metin. Arsenal gekk illa að láta boltann ganga eftir að Newcastle hafði jafn- að og er ástæða þess mikil barátta leikmanna Newcastíe. Arsenal setti þó ágæta pressu á Newcastle í síð- asta stundarfjórðungi leiksins en það voru hins vegar Newcastíe-menn sem voru nálægt því að stela sigrin- um á lokamínútunum. Inn vildi boltinn þó ekki og niður- staðan því 1-1 jafntefli. Arsenal hefur því fjögurra stiga forskot á Manchest- er United á toppi deildarinnar og Newcastle er sem fyrr í ellefta sæti. Óheppnir að vinna ekki Sam Allardyce, stjóri Newcastle, var ánægður með leik sinna manna. „Ég tel okkur hafa tapað síðustu tveimur heimaleikjum illa og því var erfitt að kyngja. Ég vil sjá sjálfstraust í mínu liði. Liðið spilaði ágætíega gegn Black- bum um daginn en úrslitin vom slæm. í kvöld spilaði liðið einnig vel og náði góðum úrslitum. Eftir að við skomðum sáum við að Arsenal átti í erfiðleikum. Við reynd- um að vinna leikinn og við vorum óheppnir að vinna ekki því við feng- um færi sem við náðum ekki að nýta," sagði Allardyce eftir leikinn. Alan Smith, leikmaður Newcastíe, sagði að jafnteflið í gær væri skref í rétta átt hjá Newcastíe. „Við lögðum okkur 100 prósent fram í öllu sem við gerðum. Við þurftum að standa saman og gerðum það í kvöld. Með samstöðu sem þessari getum við aðeins farið ofar í töfluna," sagði Smith. DROGBA FÓR A SPÍTALA Didier Drogba fór á sjúkrahús á mánudag og þriðjudag vegna mikillar bólgu (hnénu. Drogba hefur átt í erfiðleikum með hnéðásérsíðan [ byrjun tímabilsins en ekki hefur enn fengist úr því skorið hvers vegna hnéð bólgnar svona uppámilli lelkja. Eftir leikinn gegn West Ham varð hnéð á honum nærri því tvöfalt og heldur læknalið Chelsea að þetta séu sömu meiðsli og séu að hrjá John Terry, fyrirliða Chelsea. Drogba fer enn á ný til læknis í dag og þá kemur í Ijós hvort hann þurfti að fara í aðgerð eða ekki. Ljóst þykir þó að hann verði ekki með gegn Sunderland á laugardag. EDWARDS FÓTBROTINN Vængmaður Sunderland, Carlos Edwards braut bein í fætinum á sér gegn Derby og verðurfrá í að minnsta kosti átta vikur. Hann lenti ( tæklingu við Jay McEveley ogfórafvelli eftiraðeins 13 mínútna leik. Inná kom Anthony Stokes sem skoraði sigurmarkið í leiknum. Þetta er mikið áfall fyrir Roy Keane og félaga í Sunderland en jólatörnin fer brátt að skella á liðin. Edwards kom til Sunderland frá Luton í fyrra og var nýbúinn að jafna sig á að hafa rifið vöðva (læri og var frá í nærri því þrjá mánuði. 300 MILUÓNIR SÁTUÁBEKKNUM Dýrasti markvörður Bretlandseyja, Craig Gordon, var settur á bekkinn gegn Derby um síðustu helgi. Gordon kostaði 9 milljónirpunda, rúmlega 1300 milljónirkróna. Chelsea var með 67.6 milljónir pundaá bekknum sínum gegn West Ham en samanlagður kostnaðurallra leikmanna sem sátu á bekkjum liða sinna um sfðustu helgi nam 300,43 milljónum punda eða 38 milljarðar króna. Meðal þeirra voru 58 landsliðs- menn. Reading var eina liðið sem ekki var með landsliðsmann á bekknum og Bolton var eina liðið um helgina með engan leikmann á bekknum sem kostaði neitt.Tímarnirhafa svo sannarlega breyst. Það eraf sem áður var þegar leikmenn á bekknum voru ungirefnilegir leikmenn sem voru að reyna brjóta sér leið inn í aðalliðið eða ódýrir uppfýllingarmenn. Núna þykir ekkert tiltökumál ef Heimsmeistari, knattspyrnumaður Evrópu eða dýrasti markvörður Bretlands sitji á bekknum. Jólin koma snemma í ár«... Ertu búinn aÓ fá þér jólafötin •••• Liverpool mini kit Heima - vara og evrópubúningur Kr. 4.990.- Kr. 4.990,- varabúningur Kr. 6.490,- Arsenal mini kit Heima - vara og evrópubúningur Kr. 6.490,- Aston Kr. 6.490,- Barcelona Kr. 6,490,- Chelsea FC Heima og varabúningur Kr. 4.990,- Kr. 4.990.- Ekki missa barnið þitt i rangt lið!! I www.joiutherji.is Ármúla 36 - s. 588 1560 KNATTSPYRNUVERSLUN Jói útherji

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.