Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2007, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2007, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2007 Fréttir DV „Aögengileg, falleg, fró&leg og síöast en ekki síst skemmtileg bók - alvöru hvatning fyrir hörbustu Innipúka til ab laumast út á svalir eba f garblnn sinn og prófa ab rækta eigib grænmeti!" Bryndís Loftsdóttir Vörustjóri Eymuiuisson BókabúÖ Máls oy nwimingar SUMARHUSID MGARDURINN Sibumúla 15. 108 Reykjavík Sími 586 800J, www.rit.is Minnistöflur www.birkiaska.is Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 FOSFOSER MEMORY Valið fæðubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Sá besti! Sá flottasti! Ný bók um undrabarnið Cristiano Ronaldo Þessa bók verða allir knattspyrnu- fíklar að eiga! © BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR Á leiði í garðinn lýsa allt að 30 daga samfleytt. sími 530 1700 /' ■H Trúnaðarmenn Strætós bs. undirbúa þrjár kærur á hendur yfirmönnum sínum. í öllum tilvikum telja þeir að stjórn- endurnir séu lögbrjótar og nú er svo komið að þeir telja sig ekki lengur geta við unað. Jóhannes Gunnarsson, fráfar- andi fyrsti trúnaðarmaður Strætó bs., segist vera kominn með alveg nóg af kúgun og yfirgangi yfirmannanna. Saman til loggunnar Hópur trúnaðarmanna lagði inn kæru gegn yfirmönnum sínum hjá Strætó í gær. ýg VAGNSTJÓRAR KÆRAYFIRMENN TRAUSTI HAFSTEINSSON bladamadur skrifar: traustl@dv.is Trúnaðarmannahópur Strætós bs. leitaði í gær til lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu og lagði fram tvær kærur gegn stjórnendum fyrirtækis- ins. Báðar snúa þær að meintum lög- brotum yfirmannanna. Þriðja kær- an er síðan í undirbúningi og verður lögð fram á næstunni. Undanfarna daga er óhætt að segja að allt hafi verið í hers höndum hjá Strætó bs. Ásakanir ganga á víxl þar sem stjórnendur saka starfsmenn um ölvun í starfi eftir móttöku sem haldin var vegna trúnaðarmanna- skipta fyrirtækisins. Veitt var áfengi á staðnum og að móttöku lokinni hélt hópur trúnaðarmanna á Hlemm þar sem þeir hittu starfsfélaga sína á bið- stofu og tóku síðan strætó heim til sín. Allir voru þeir óeinkennisklæddir en höfðu fengið leyfi frá störfum vegna félagsstarfa. Forsvarsmenn Strætós telja ólíðandi að þeir hafi skilað sér ölvaðir frá félagsstörfúm sínum. Trúnaðarmennirnir eiga von á áminningu fyrir ölvun í starfi og eru æfir út í yfirmenn sína. Þeir hafa all- ir sagt af sér sem trúnaðarmenn og æda í hart. Brotá lögum Fyrsta kæran snýr að meint- um lögbrotum framkvæmdastjóra Strætós bs., Reyni Jónssyni, er hann lét lögreglu elta uppi trúnaðarmann, Friðrik Róbertsson, morguninn eft- ir móttökuna þar sem hann grunaði vagnstjórann um ölvun í akstri. Frið- rik hefur kært athæfið á þeim for- sendum að Reynir hafi brotið lög með því að hindra ekki vagnstjórann í að setjast undir stýri hafi hann haft við- komandi grunaðan um ölvun. Þess í stað hleypti hann Friðriki af stað og lét síðan lögregluna elta hann uppi. Önnur kæran er gegn stjómend- um Strætós bs. fyrir að bjóða vagns- tjómm fyrirtækisins upp á leiðakerfi og tímaáætíun sem óraunhæft sé að standast. Að mati trúnaðarmanna- hópsins er kerfið til þess fallið að knýja vagnstjóra til hraðaksturs og þannig til lögbrota því iðulega neyð- ist þeir til að fara nokkuð yfir leyfi- legan hámarkshraða. Kæran var lögð fram í gær. Sú þriðja er í undirbúningi hjá trúnaðarmannahópi vagnstjóra og hefur að gera með launaútreikninga og vaktakerfi Strætós bs. Að mati starfsmannanna brýtur fyrirtækið lög með launakerfi sínu og hafa þeir nú þegar reifað málið við lögreglu. Þessi liður verður jafnframt tilkynntur til Vinnueftirlits ríkisins. Enginn afsláttur Jóhannes Gunnarsson, fráfar- andi fyrsti trúnaðarmaður Strætó bs., er vemlega ósáttur við fram- ferði yfirmanna sinna og hótan- ir sem þeir hafa viðhaft síðustu daga. Hann er ósáttur við bavíana- stimpil sem vagnstjórar hafa feng- ið vegna ólögmætrar tímaáætlunar fyrirtækisins. „Við erum búnir að fá nóg. Það er augljóst að stjórnend- ur vilja ekki leysa þessa deilu og því er staðan stál í stál. Að stjórn- endur viðhafi hótanir í okkar garð er óþolandi. Það verður enginn af- sláttur gefinn og menn orðnir mjög reiðir. Það er ljóst að tímakerfið neyðir vagnstjóra í hraðakstur og slíkt hljótum við að kæra. Við vilj- um ekki vera í ónáð hjá farþegum vegna hraðaksturs sem er afleiðing af slæmri stjórnun fyrirtækisins," segir Jóhannes. „Það er Ijóst að tíma- kerfið neyðir vagnstjóra í hraðakstur og slíkt hljótum við að kæra" Geir Jón Þórisson Yfirlögregluþjónn. Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu- þjónn lögreglunnar á höfúðborg- arsvæðinu, segir kæmrnar verða teknar til meðferðar hjá embætt- inu. Hann segir lögreglu áður hafa velt fyrir sér hraðakstri strætisvagna vegna tímaskorts í leiðakerfi. „Rétt- ara hefði auðvitað verið að bflstjór- anum hefði ekki verið hleypt af stað sökum gmnsemda um ölvun. Allir bflstjórar eiga að fylgja landslögum og við gefum engan afslátt af því. Við höfúm vitað af flýti vagnanna, bæði í þessu leiðakerfi og öðrum. Það á enginn bílstjóri að þurfa að sæta skipunum sem leiða til ólög- legs aksturs," segir Geir Jón.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.