Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2007, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2007, Blaðsíða 21
DV Umræða FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2007 21 p— Plúsinn fær Þórunn -J Sveinbjarnardóttir umhverfis- ráðherra fyrir metnaðarfulla áætlun tilþess að draga úrlosun gróðurhúsalofttegunda. Nú er bara að láta verkin tala og standa við stóru orðin. SPURMNGIN Á AÐ KÍKJA Á RÚNTINN í KVÖLD? „Við förum á rúntinn, ég og konan. Við fögnum því að bíllinn sé kominn í leitirnar og fáum okkur jafnvel rjóma út í kaffið" segir Stefán Ásgrfmsson, ritstjóri FÍB-blaðsins. Bíl Stefáns var stolið fyrir nokkru en hann kom í leitirnarfyrir utan Grand hótel í fyrradag. Það var mikið búið að róta í honum og þurfti að fara með hann á verkstæði. Blllinn er hins vegar orðinn nokkuð heill núna og tilbúinn til að fara á götuna. MYIVDIK Gaman Hillary CJinton skemmti sér vel á kosningafundi sem hún hélt í Wellesley College í Massachusetts nýlega. Hillary er nú ásamt öðrum frambjóðendum á ferð um Bandaríkin til þess að kynna sig og sín stefnumál. DV-MYND GETTY Ræðum saman málefnalega „Ég hefskoðað þessiskrif jrSjpMH og neita því ekki að mér 'i varð mjög hverft við. Hótaðerhrottafengnum nauðgunum og öðrum fjPrT líkamsmeiðingum Undanfarna daga hafa birst á blog-heimum ótrúlegar hótanir í garð einstaklinga sem hafa tekið þátt í sjálfsagðri og mjög brýnni umræðu um kvenfrelsismál. Ég hef skoðað þessi skrif og neita því ekki að mér varð mjög hverft við. Hótað er hrotta- fengnum nauðgunum og öðrum lík- amsmeiðingum og höfð í frammi meiðandi og særandi ummæli um fólk. Þessar hótanir eru settar fram í nafni einstaklinga en einnig er um að ræða nafnlaus skrif. f netheimum geta menn farið huldu höfði en þegar skrif birtast á nafnkenndum heima- síðum hljóta eigendurnir að vera jafnframt ábyrgðarmenn. Enginn á að komast upp með að þagga niður lýðræðislega umræðu með ofbeldis- hótunum. Þær hótanir sem hér um ræðir hafa einkum beinst gegn okk- ur, sem skipum raðir Vinstrihreyfing- arinnar græns framboðs, og munum við að sjálfsögðu leita allra leiða til að tryggja öryggi okkar gagnvart þeim sem hafa í hótunum við okkur. Sjálf- um finnst mér einboðið að lögreglu sé jafnan gert viðvart þegar haft er í hótunum við fólk um alvarlegar lík- amsmeiðingar. Samfélagið á ekki að þola að einstaklingur sé beittur of- beldi með þessum hætti. Þetta snert- ir samfélagið einnig á annan hátt: Ef ofbeldismönnum tekst að þagga niður umræðu um mannréttinda- mál með hótunum um líkamsmeið- ingar, er ekki aðeins í húfi hagur þess einstaklings sem fyrir slíkum hótun- um verður. Hótunum af þessu tagi er nefnilega stefnt gegn samfélaginu öllu; mannréttindabaráttu, frjáls- um skoðanaskiptum; þeim er stefnt gegn sjálfú lýðræðinu. Þegar mál af þessu tagi koma upp reynir mjög á fjölmiðla því þeir hafa með fréttafiumingi sínum og sem vettvangur umræðu mikið vald til að hafa áhrif á umræðuna og í hvaða farveg hún beinist. Þessar línur set ég á blað til þess að hvetja til yfirveg- aðrar og málefnalegrar umræðu um inntak þeirra baráttumála sem hót- anirnar beinast gegn. Sandkassinn Ásgeir Jónsson veltir hlutunum fyrir sér ÉGERAÐMETfl að 30 Rock séu ein- hverjir fyndnustu þættir í heimi um þessar mundir. Það er bara of mikið af góðum karakterum í þessum þáttum. Tracy Morgan stelur algjör- lega senunni sem hinn kol- geðveiki Tracy Jordan. Ég meina hversu fyndið er að Tracy hafi tekið þátt í Nígeríus- vindli sem gekk upp? Þá er Alec Baldwin líka óborganlegur sem og Tina Fey. Sem sagt vel þéttur pakki. ANNARS eru góðar fféttir fyrir ís- lenskt grín og sjónvarp að Erpur Eyvindarson sé kominn aftur á skjáinn sem hinn gjörsam- legaúrkynj- aði og ofvirki sjónvarps- stjóri Ebbi á sjónvarpsstöð- inni Þristinum. Fólk gleym- ir því stund- um hversu viðbjóðslega fyndinn Erpur var í hlutverki Johnny Nas á sínum tíma. eins og þegar hann sendi helvítis gerpið úr flokki íslenskra þjóðernissinna inn í kústaskáp- inn. Það er algjör synd að þessir þættir hafi aldrei verið gefnir út áDVD. SJÓNVARPSSTJÓRINN EBBI á allavega eitt sameiginlegt með Johnny Nas. Hann hatar ekki að spyrja viðmæl- endur sína skemmtilega óþægilegra spurninga. Eins og þegar Ebbi tókviðtal við Geir Ólafsson sem var sýnt í gær. Þar byrj- aði hann á að spyrja Geir úti augabrúnirnar sem voru augljóslega litaðar og hvort hann væri með meik. Eða hvort hann væri í einhverjum „Lordi-fíling" eins og hann orð- aði það. Ebbi var þá líka óhrædd- ur við að spyrja Geir út í atvikið þegar hann átti náin kynni við uppblásna dúkku í þættinum Kallarnir.is. Ekkert fyndið. Semí. hvað er að frétta?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.