Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2007, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2007, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2007 Umræða DV ÚTGÁFUFÉLAG: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hrelnn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elin Ragnarsdóttir RITSTJÓRAR: ReynirTraustason og Sigurjón M. Egilsson ábm. FULLTRÚI RITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guömundsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Ásmundur Helgason Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og (gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. AÐALNÚMER 512 7000, RITSTJÓRN 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI 512 7080, AUGLÝSINGAR 512 70 40. SANDKORN ■ Kristján Möilcr félagsmála- ráðherra er ekki mikið í umræð- unni þessa dagana og svo virðist sem hann hafi þagnað eftir að hafa misst fótanna í umræðunni um Gríms- eyjarferjuna og ábyrgð Einars Her- inannssonar verkfræðings. Ritstjórn Skessu- horns hefur mikinn áhuga á því að ná tali af ráðherranum en það hefur ekki tekist mánuðum saman með þeim afleiðingum að ritstjórinn, Magnús Magnús- son, skrifaði leiðara um týnda ráðherrann. ■ ögmundur Jónasson alþing- ismaður brá skjótt við eftir að sagt var frá því að einungis einn þingmaður VG, Atli Gíslason, hefði svarað fyrirspurn Guðinund- ar Jóns Sig- urðssonar kosninga- smala um af- stöðu þing- flokksins til mála Arons Pálma Ágústssonar. ögmundur fordæmdi í svari sínu meðferð- ina á Aroni. Fyrirspurnin var í ljósi þess að Paul Nikolov vara- þingmaður hafði talið refsivist Arons í 10 ár maklega. Þá hefur varaþingmaðurinn Guðfríður Lilja Grctarsdóttir einnig svarað og tók skýra afstöðu með Aroni Pálma. Paul er því einn um af- stöðuna enn sem komið er. ■ Össur Skarphéöinsson iðnað- arráðherra er á miklu flugi þessa dagana þó næturblogg hans hafi að undanförnu ekki verið eins stingandi og þegar Sjálfstæðis- flokkurinn varð fyrir brandi hans á dögunum. Ráðherrann er hreinskiptinn þegar hann gerir upp átakatíma í flokknum. „Stríðsaxir, sem hafnar voru á loft í átökum okkar Ingibjarg- ar Sólrúnar, eru löngu grafnar og öll spenna milli óstýrilátra stuðningsmanna okkar löngu orðin að sameinuðu, jákvæðu afli," segir Össur og undir liggur að nú séu margar stríðsaxir á lofti í Sjálfstæðisflokknum. ■ Stórmenni líðandi stundar hafa verið að eignast barna- börn og nafna á undanförnum mánuðum. Þannig eignaðist Ólafur Ragnar Grínisson, for- seti íslands, dóttursoninn Ólaf Ragnar fyrir tilverknað dóttur sinnar Svan- hildar Döllu. Vilhjálm- urÞ.VU- hjálmsson, íýrrverandi borgarstjóri, eignaðist líka nafna þegarjó- hanna Vilhjálmsdóttir nefndi son sinn Vilhjálm Geir. Hermt er að þegar afinn, sem er húm- oristi, fékktíðindin um nafnið hafi hann orðið hugsi stund- arkorn áður en hann glotti og skammstafaði nafn dótturson- arins, VG. -rt Smán SIGURJÓN M. EGILSSON RITSTJÓRI SKRIFAR. Það er fínt fyrir samfélag sem okkar að eiga menn eins og Jóhannes Jónsson í Bónus. Þeir eru fleiri sem gefa þurfandi af rausnarskap líkt og hann. Jóhannes hefur í mörg ár verið fínasta fyrirmynd þegar kem- ur að þeim sem minnst eiga og mest þjást. ítrekað gerist að þurfandi fólk þarf að treysta á náð samborgaranna til að geta haldið jól. Og reyndar einnig til að geta lifað milli jólahátíða. Rausnarskapur nokkurra og þrotlaus vinna þess fólks sem annast um að koma gjöfum og nauðþurftum til bágstaddra er til aðdáunar. Hitt er annað og verra að fátæktin sé slík að fólk þurfi að þiggja þá hjálp sem þetta fólk veitir. Fólkið sem leggur starfinu lið segir að öryrkjum í hópi þigg- jenda hafi fjölgað. „Einnig er mikið af einstæðum karlmönn- um sem leita til okkar. Þetta eru menn sem eru aleinir og oft mjög einmana. Þeirra vandi er oft ekki aðeins fjárhags- legur heldur einnig félagslegur. Það er enginn sem tekur á þessum stækkandi hópi sem mér finnst gleymdur. Nokkrir koma alltaf aðra hverja viku. Þeir eru þá að fá börnin til sín yfir helgina og vantar mat. Ég held að fáir geri sér grein fyrir stöðu þessara manna." Þetta sagði Aðalheiður Franzdóttir, framkvæmdastjóri Mæðrastyrksnefndar, í DV í gær. Neyðin getur verið mikil og sár. LEIDARI Margir þurfandi fti afþeirri gjöf. „Við höfum það á tilfinningunni að þessi mánuður verði mjög erfiður," sagði Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar íslands, í samtali við DV. Til Fjölskyldu- hjálparinnar hafa þegar leitað 130 fjölskyldur og óskað eftir mataraðstoð fyrir jólin. Ásgerður býst þó við allt að 700 fjöl- skyldum. Fjöldi fyrirtækja styrkir Fjölskylduhjálpina hver jól sem og árið um kring, en helst skortir þar nú tannkrem og tannbursta. Sem betur fer eiga fátækir einhverja að. Þetta góða fólk, bæði það sem starfar við úthlutanir og söfnun og það fólk sem gefur til fátækra, er ómissandi. Þó ríki og sveitarfélög eigi að gera betur er víst að það kemur aldrei í stað þess sem nú er. Sú ákvörðun Jóhannesar í Bónus að gefa rafræn kort með fimm þúsund króna inneign er fín. Það er meiri reisn fyrir þá sem þiggja að geta borgað með korti í stað þess að vera með inneignarmiða. Ástæða er til að taka ofan fyrir þeim sem sýna þeim sem þurfa skilning. Ásgerð- ur Jóna Flosadóttir sagði frá konu í DV í gær. Sú vill ekki láta nafns síns getið, en hún gefur matvæli sem kosta eina millj- ón. Margir þurfandi fá af þeirri gjöf. Þrátt fyrir allt það góða sem gert er, er það samt smán að rík- asta þjóð veraldar líði að meðal okkar gangi fólk sem ekkert á. Ekki einu sinni mat til að borða. ÞREKHJÓL 0G SÚKKULAÐIJÓL SVARTHÖFÐI Þegar Svarthöfði komst á legg gerði hann sér grein fyrir því að tilvera jólanna var ekki eins einföld og barnið hélt. Allur ann- ar bragur var á Grýlu og hyski hennar en hann áður taldi. Jólin hættu að vera hátíð ljóss og friðar en urði að svallveislu ofáts og græðgi. Sífellt jukust kröfurnar um þá umgjörð sem þurfti til að skapa gleðileg jól. Epli voru orðin hvers- dagsmatur og ekki dugði minna en suðræn ástaraldin flutt með flugi fá útlöndum til að ná upp stemningu. Og jólagjafirnar sem eitt sinn voru kerti og spil urðu stöðugt dýrari. Jólagleði æskuáranna breyttist í þá þjáningu hinna fullorðnu sem urðu að borga brúsann með þeim afleið- ingum að þurfa gieðipillur til að komast á sæmilegt andlegt skrið. Þannig eru jólin í dag. Peninga- guðinn Mammon er sá sem öllu stjórnar og hjörðin hleypur öll í áttina að auglýsingaskiltunum sem öll eiga það sameiginlegt að boða fullnægju og alsælu þeirra sem kaupa vöruna. Svarthöfði hefur séð öll tilbrigði þess að reyna að öðlast alsælu með peningum. Eitt árið voru það fótanuddtækin sem obbi almennings fékk í jóla- gjöf. Svarthöfði var einn þeirra og hann rekur minni til þess að hafa í tvígang látið vatnsnuddið leika um iljar sér. Síðan var tækinu komið í geymslu þar sem það rykféll árum saman. Annað árið var í tísku að eignast alhliða þrektæki til að hafa heima í stofu. Handhafar tækis- ins voru með loforð upp á það að verða í senn grannir og stæltir. Þrektækið sómdi sér skringilega í stofu Svarthöfða en strax eftir þrettándann breyttist það í strau- borð og lauk fýrra hlutverki sínu. Enn eitt tískufyrirbærið var grill sem kennt var við hnefaleikarann George Forman sem sagðist vera svo stoltur af grillinu að hann hefði sett nafn sitt á það. Grillið er fyrir löngu komið upp á háaloft. Eftir á að hyggja er þetta eitt það skemmtilegasta við jólin. Svarthöfði rak á dögunum aug- un í auglýsingu frá sjónvarps- verslun um tæki sem við hita mynd- ar súkkulaði- foss sem notalegt er að dýfa puttunum í og sleikja. Tækinu er ætlað að vera á borðstofuborði til skrauts ogynd- is. Þetta er málið í ár. Og þegar fjölskylda Svarthöfða verður orðin akfeit af súkkulaðifossinum verð- ur tímabært að draga fram gamla þrektækið til að ná af sér súkkul- aðifitunni. Þetta verða súkkulaðijól. DÓMSTÓLL GÖTUNIVAR HVER ER IÓLAGJÖFIN í ÁR? „Ég á stórafmæli á jólunum (ár. Ég kem ekki til meö að gefa neinar stórar jólagjafir heldur ætla að halda upp á afmælið." „Gott faðmlag frá fjölskylduvini eða öðrum sem manni þykir vænt um." (ris Dögg Guðnadóttir, 20 ára sölumaður „Kerti og spil. Og mandarlnur! Ég er greinilega gamaldags að þessu leyti." Tómas Þorgeirsson, 29 ára sölumaður „GPS-staðsetningartæki. Ég sá það allavega í einhverju blaði nýlega." Hrannar Traustason, 26 ára rafeindavirki Magnús Einarsson, 49 ára sölufulltrúi hjá PMT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.