Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2007, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2007
Sport PV
ÞÚSUND MARKA BRASILlUMAÐURINN
Romario spilar að öllum líkindum ekki
fleiri leiki fyrir félagsliö sittVasco de
Gama (Brasillu eftir að sýni sem tekin
voru úrhonum
til lyfjaprófunar
reyndustjákvæð.
Lyfið sem um er
að ræða heitir
Propecia og er
ætlað
karlmönnum
sem eru að
missa hárið.
Romario gat ekki
hugsað sér örlög verri en skallann en
það reyndist afdrifaríkt. Hann segist
hættur aö taka lyfið en er þrátt fyrir allt
enn með húmor fýrir þessu öllu saman.
„Ég hef ákveöið að hætta að nota þessa
vöru.jafnvel þótt það þýði að hið
hræðilega muni gerist og hárið detti af
mér."
Lyfið er hins vegar þeim eiginleikum
gætt að geta komið 1 veg fýrir að sterar
sem flýta fyrir uppbyggingu vöðva og
bata á meiðslum finnist í blóðinu.
Romario segir hins vegar að hann hafi
aldrei tekið nein lyf sem veiti honum
forskot á aðra leikmenn.
L(kur eru á því Romario hafi spilað sinn
síðasta leik en hann er 41 árs.„Ég er 41
árs og á þessum aldri getur þú ekki
hætt að spila í fjóra mánuði en svo
ætlað þér að koma galvaskur til baka.
Eins og staðan er núna er útlit fyrir að ég
hafi spilað minn sfðasta leik. Mig langar
þó að taka það fram að ég vona enn að
ég fái að spila og verði ekki sendur (
bann. Ég hef ekkert óhreint mjöl (
pokahorninu," segir Romario.
I ma( skoraði Romario sitt 1000. mark á
ferlinum að eigin sögn og ef rétt reynist
er hann annar knattspyrnumaðurinn (
sögunni á eftir Pele til að ná slíkum
árangri. Á ferli s(num hefur hann meðal
annars spilað fyrir PSV Eindhoven og
Barcelona (Evrópu, áður en hann fór til
BrasiKu þar sem hann hefur spilað
undanfarin ár.
SVINDLIENSKA BIKARNUM
Enn og ný drógust Aston Villa og
Manchester United saman (enska
bikarnum. (fjóröa sinn á sjö árum
mætast liðin í
bikarnum og
verður þetta
einn stærsti
leikur
umferöarinnar.
Blaðið Daily Star
hefur nú sett
myndband á
vefsíðu sína þar
sem Manchester
United er númer 24 í bikardrættinum.
Þegar dregið er upp úr skálinni viröist
talan 25 koma upp og því hefði
Manchester United aldrei átt að spila við
Aston Villa. Þeir hefðu átt að mæta
Bristol City þvf kúla númer 24 dróst á
móti því ágæta liði. Enska
knattspyrnusambandið hefur neitað
ásökunum að stórleikur yrði að vera (
þriðju umferð bikarsins, pressan frá
sjónvarpsstöðvunum hefði verið
einfaldlega of mikill, og vísa gagnrýni til
föðurhúsanna. „Ljósið í salnum er að
blekkja sjónvarpsáhorfendur, kúla
númer 24 kemur upp en ekki 25," segir
meðal annars (yfirlýsingunni.
ÍDAG
Leikur Liverpool og Arsenal þar sem
Paul Ince skoraði tvö mörk fyrir
Liverpool.
Kanu og Anelka fóru mikinn hjá Arsenal
í leiknum.
(slensk dagskrárgerð eins og hún gerist
best.
Harkarafsér Rakel Dögg Bragadóttir
er á leið (uppskurð eftir tvo leiki.
Stórleikur 10. umferðarinnar í Nl-deild kvenna fer fram
í kvöld þegar efstu liðin, Stjarnan og Fram. mætast.
>ú besta Pavla Nevarilova, línumaður Fram, var
I valin besti leikmaðurfyrstu átta umferða 1.
deildar kvenna, Nl-deildarinnar, í handknattleik.
Stórleikur 10. umferðar í Nl-deild
kvenna fer fram í kvöld þegar tvö
efstu liðin, Stjarnan og Fram, mæt-
ast. Bæði lið hafa hlotið 15 stig í 9
leikjum. Stjarnan tapaði óvænt síð-
asta leik sínum í deildinni gegn FH
á meðan Fram-stúlkur gerðu jafntefli
við Hauka. Síðan var gert langt hlé
á deildinni vegna verkefna íslenska
landsliðsins sem gerði góða ferð til
Litháen og endaði í öðru sæti í for-
keppni EM þar í landi. Síðasti leikur
liðanna fór fram í Mýrinni í Garða-
bæ 23. september. Leikurinn var æs-
ispennandi Fram-stelpurnar voru
yfir 11-9 í leikhléi en íslandsmeistar-
arir unnu upp það forskot og leikn-
um laukmeð jafntefli, 21-21.
Erfitt verkefni
Aðalsteini Eyjólfssyni, þjálfara
Stjörnunnar, líst vel á komandi leik
og vonar að Rakel Dögg Bragadótt-
ir verði búin að jafna sig eftir mikla
keyrslu undanfarið. „Þetta er leik-
ur sem margir bjuggust ekki við fyr-
ir tímabilið, að þetta yrði toppleikur
á þessum tímapunkti en Fram-liðið
hefur staðið sig gríðarlega vel í vet-
ur og við eigum erfitt verkefni fyrir
höndum."
Fram hefur komið mjög á óvart
það sem af er deildinni en Aðal-
steinn segir að fslandsmeistararnir
séu búnir að brenna sig á vanmats-
hugsuninni. „Spilamennska Fram-
liðsins hefur verið þannig að það er
ekki hægt að vanmeta eitt né neitt í
þeim efnum. Liðið hefur spilað góð-
an handbolta og úrslit síður en svo
tilviljun þannig að við þurfum að
mæta með einbeitinguna í lagi og ég
ætla að vona að við séum búin með
vanmatsdrauginn í vetur með því að
tapa gegn FH í síðasta leik.
Ég vona að Rakel verði í lagi. Hún
spilaði fimm leiki á fimm dögum
með landsliðinu úti og öxlin er tæp
þar á bænum. Ég vona að hún þrauki
og spili næstu tvo leiki áður en hún
fer í uppskurð."
Mótafyrirkomulagið í handbolt-
anum er skrýtið um jólin, bæði í
karla- og kvennaflokki. Ekki er tekið
mikið mið af því að flestir sem stunda
handbolta eru í þungum prófum í
desember og því erfitt að gíra sig inn
í að fara að spila handboltaleik. „Það
verður að taka tillit til þess að leik-
menn deildarinnar eru háskólafólk.
Við getum ekki borið okkur saman
við ensku deildina og þýska boltann
eins og virðist vera svo oft gert hér
heima. Það þekkja allir námsmenn
og fólk sem er undir álagi á þess-
um tíma að standa sína plikt í skóla,
próflestri og hvað þá þegar leikir eru
ofan í prófum. En það er lítill tími til
stefnu út af landsliðinu og það þarf
að spila þessa deild einhvern veginn,
þannig að ég skil hvor tveggja sjón-
armiðin."
Prófsteinn fyrir liðið
Einar Jónsson, þjálfari Fram, seg-
ir mikla spennu í leikmönnum fýrir
leikinn en Framarar hafa byrjað leik-
tíðina vonum framar. „Það er mik-
il spenna og eftirvænting í hópn-
um. Maður hefur beðið eftir þessu í
þó nokkuð langan tíma. Það er langt
síðan við spiluðum síðast og sér-
staklega á heimavelli. Stemningin
í hópnum er góð og engin alvarleg
meiðsli meðal leikmanna. Fjórar úr
hópnum voru í þessu landsliðsverk-
efni þannig að við náðum bara einni
æfingu fyrir leikinn allar saman,"
segir Einar.
Hann segir þennan leik vera
ákveðinn prófstein fýrir það sem
koma skal. „Þetta er náttúrlega bara
einn leikur en hann er ákveðinn
prófsteinn fýrir þennan hóp. Ef við
vinnum verðum við auðvitað áfram í
toppbaráttu en ef við töpum held ég
að það séu engin endalok hjá okkur.
Við eigum tvo leiki eftir fram að ára-
mótum og þeir eru líka mikilvægir,"
segir Einar.
Einar segir topplið Stjörnunnar
vera mjög sterkt og hann býst við erf-
iðum leik. „Stjörnustúlkur eru gríð-
arlega vel þjálfaðar og gera fá mistök.
Þær eru mjög skipulagðar í sínum
leik, með fínan markmann, vörn og
hraðaupphlaup. Svo er Rakel Dögg í
liðinu og hún stóð sig mjög vel í Lit-
háen en þetta er fyrst og fremst sterk
liðsheild sem við þurfum að reyna að
finna einhverja veikleika á."
benni@dv.is, vidar@dv.is
íslandsmeistarar Vals geröu góða ferð norður og unnu Akureyri 24-20:
VALSMENN LENGINIÐUR Á JÖRÐINA
Valsmenn unnu enn einn sigur-
inn í Nl-deild karla í gær þegar lið-
ið lagði Akureyri fyrir norðan 24-20
þrátt fýrir að misnota fjögur vítaköst.
Valsmenn þokast hægt en örugglega
í áttina að toppliðunum en hörð bar-
átta er fram undan hjá norðanmönn-
um við UMFA og ÍBV um fall niður í
fýrstu deild.
Akureyringar voru yfir allan fýrri
hálfleik og leiddu með tveimur mörk-
um, 12-10, eftir að hafa náð fjögurra
marka forskoti um tíma, 8-4.
Það tók íslandsmeistarana ekki
langan tíma að ná að jafna leikinn
í 12-12 og voru þeir yfir lungann úr
seinni hálfleik. Norðanmenn neit-
uðu að gefast upp og með stórleik
Sveinbjörns Péturssonar náðu þeir
að jafna í 19-19 og tíu mínútur eftir.
En Valsmenn skoruðu fimm mörk á
móti aðeins einu á síðustu 10 mínút-
um leiksins og unnu 24-20. Þeir stigu
enda villtan dans í leikslok.
„Þetta var leikur varnar og mark-
vörslu," sagði fyrirliði Valsmanna, Ól-
afur Haukur Gíslason, glaður í bragði
eftir leikinn. „Við vorum töluverðan
tíma í gang, fluginu okkar seinkaði
þannig að við vorum komnir norður
rétt fyrir leik. Menn voru smá tíma að
ná sér niður á jörðina eftir flugið en
svo þegar það gerðist náðum við að
spila fína vörn.
Sóknarleikurinn var tómt bras all-
an leikinn hjá báðum liðum. Leilcur-
inn var kannski pínu áferðarljótur en
sterk vörn og fi'n markvarsla eins og
sést á úrslitunum. Hvorugt liðið er
að skora mikið 6 á móti 6 og þetta er
meirihlutinn hraðaupphlaup, víti og
þess háttar.
Við höfum ekki tapað síðan 23.
september þannig þetta er allt á
réttri leið hjá okkur. Að vinna hér fyr- hægt er að gera," sagði Ólafur glaður
ir norðan er eitt það sterkasta sem í bragði. benni@dv.is
Varnartröllin takast á Ingvar Árnason og
/L, Magnús Stefánsson takst hér hressilega á.