Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2007, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2007, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2007 Fréttir DV jjk . . DV 1 %RÉTTIR • • . . N * «• *’*f Þrjár hraða- hindranír komnar Þrjár bráðabirgðahraðahindr- anir eru komnar upp á Vestur- götu í Reykjanesbæ. í kjölfar banaslyssins á föstu- daginn gekk Guðmundur Sím- onarson, íbúi við Vesturgötu, á fund Arna Sigfússonar bæjar- stjóra. Tilefni fundarins var að ræða umbætur í öryggismálum við götuna. Þar lofaði Arni að settar yrðu að minnsta kosti tvær hraðahindranir á götuna fyrir helgina. f gær unnu svo starfs- menn Reykjanesbæjar að því að koma fyrir hraðahindrunum til bráðabirgða en alls voru þrjár slíkar settar upp. Guðmundur segist vera mjög ánægður með árangurinn en kveðst ætía að tala við Arna um að einni hraða- hindrun í viðbót verði komið fyrir. Nemandi gekk berserksgang Nemandi í Háskólanum á Bif- röst lét öllum illum látum með tilheyrandi skemmdarverkum á kaffihúsi staðarins í fyrrinótt. Vikulegur gleðskapur háskól- ans var haldinn þar og var áfengi haft um hönd. Maðurinn varð einhverra hluta vegna mjög fúll, réðist á hluti í kringum sig og henti meðal annars stól í gegn- um rúðu. Lögreglan í Borgarnesi handtók manninn og gisti hann fangageymslu um nóttina. Hann á yfir höfði sér kæru frá skólan- um og þarf að bæta tjónið sem hann oili. Jón Sigurðsson til Þróunarbankans Jón Sigurðsson, fyrrverandi iðnaðarráðherra, situr nú í sér- stöku þriggja manna ráði sem falið hefur verið að gera úttekt á starfsemi Þróunarbanka Evr- ópuráðsins. Jóni og samstarfs- mönnum er falið að gera tillögur að úrbótum á starfsemi Þróunar- bankans. Bankaráð Þróunarbankans valdi einstaklingana f ráðið vegna reynslu þeirra úr banka- og fjármálalífi Evrópu. Jón var um skeið bankastjóri Norræna fjárfestingabankans og seðla- bankastjóri þar á undan. Leiðrétting Mistök urðu við stjömu- gjöfina í bókablaði DV í gær. Bókinni Enginn má sjá mig gráta eftír lón Trausta Reynis- son og Aron Pálma Agústsson var gefin þrjár og hálf stjarna en í raun átti hún að fá fjórar stjörnur. Guðmundi Óla Hraf nkelssyni voru boðnar 2,5 milljónir króna fyrir að giftast víetnamskri konu. Fyrrverandi ástkona hans ættuð frá Víetnam taldi hann á að giftast frænku hennar gegn greiðslu. Guðmundur sá fram á að kaupa sér hús með ástkonunni en á hann fóru að renna tvær grímur þegar hann heyrði að fjölskylda stúlkunnar var ekki að leika þennan leik í fyrsta skipti. Málamyndahjónaböndum virðist hölga á íslandi. BOÐNAR Mll I IÁMID Brúðkaup Taka átti fjölda mynda i fyrirhuguðu brúðkaupi GuðmundarÓla Hrafnkelssonarog víetnömsku konunnar til að sýna íslenskum yfirvöldum. (Myndin tengist fréttinni ekki beint.) nöfnin þeirra," segir hann. Gísli Garðarsson, lögreglufull- trúi hjá útíendingadeild lögreglunn- ar á höfuðborgarsvæðinu, staðfest- ir að Guðmundur haf! komið á fund Þórðar Erics Ericson, rannsóknar- lögreglumanns deildarinnar, og sagt honum frá reynslu sinni. Ætlaði að kaupa hús með henni Fyrir nokkrum vikum kom stúlk- an grátandi til Guðmundar og sagð- ist vera í mikilli skuldasúpu. Hún sagði að eina leiðin til að bjarga fjár- málunum væri að giftast erlendum ríkisborgara gegn greiðslu og leit- aðist eftir því að Guðmundur gerði slíkt sama. „Hún sagði að við gætum keypt okkur hús saman fyrir pen- inginn og gift okkur hvort öðru síð- ar meir. Eg sá fyrir mér að við yrðum fjölskylda, að ég myndi ganga syni hennar í föðurstað," segir hann. Hildur Dungal segir að í kjölfar þrengingar á útgáfu atvinnuleyfa fyr- ir ríkisborgara utan EES árið 2005 hafi Útlendingastofnun orðið vör við fjölgun mála þar sem grunur leikur á að um málamyndahjónaband sé að ræða. „Það er greinilegt að þess- ar breytingar hafa þau áhrif að meira reynir á réttmætan tilgang vegna umsókna um annars konar leyfi eins og makaleyfin," segir hún. Óskyldur sonur Guðmundur segir móðurbróður stúlkunnar hafi gert allar ráðstafanir varðandi fyrirhugað brúðkaup. Sjálf- ur átti hann að giftast systur hans, 34 „Ég sá fyrir mér að við yrðum fjölskylda, að ég myndi ganga syni hennar í föðurstað." ára konu sem á 8 ára stelpu, en auk þess átti að skrá 13 ára dreng, henni alls óskyldan, sem son hennar. A hann fóru síðan að renna tvær grímur þegar í ljós kom að hann átti sjálfur að greiða fyrir ferðina út, ekki aðeins fyrir þau tvö heldur alls sjö fjölskyldumeðlimi stúlkunnar. Hann kannaðist við fyrrverandi kærasta stúlkunnar frá gamalli tíð og hafði uppi á honum í gegnum símaskrá. Sá sagði fjölskylduna áður hafa kom- ið á málamyndahjónaböndum og að hann sjálfur hefði gifst konu í Víet- nam með milligöngu hennar. Mað- urinn var oft boðaður í yfirheyrslur hjá Útlendingastofnun og var und- ir stöðugu eftirliti þegar heim var komið. Guðmundur segir mann- inn hafa fengið sömu upplýsing- ingar frá stúlkunni og hann sjálfur, að málamyndahjónabandið gengi vandræðalaust fyrir sig. í ffamhald- inu ákvað maðurinn að sleppa því að skila inn nauðsynlegum pappírum til að hjónabandið gengi í gegn hjá íslenskum yfirvöldum og giftingin varð aldrei fúllgild. Guðmundur sleit sambandinu við stúlkuna í kjölfar þessara fregna. % Guðmundi Óla Hrafnkelssyni, 37 ára, voru boðnir 40 þúsund dollarar, eða um 2,5 milljónir króna, fyrir að giftast víemamskri konu í því skyni að útvega henni dvalarleyfi á íslandi. Hildur Dungal, forstjóri Útlendinga- stofnunar, segir málum fjölga þar sem grunur leikur á að um mála- myndahjónaband sé að ræða. Fjárhagsvandræði ástkonu Guðmundur segir að þáverandi ástkona sín, ung víetnömsk kona sem hefur búið hér frá 1991, hafi fyrr á árinu talið hann á að giftast frænku hennar gegn greiðslu. A hann runnu þó tvær grímur þegar hann fór að gruna að ástkonan væri að spila með hann. Gruninn fékk hann síðan staðfestan hjá fyrrverandi ástmanni stúlkunnar. Guðmundur kynntist stúlkunni á skemmtistað í apríl á þessu ári og varð hann brátt afar ástfanginn af henni. Þegar á leið fór hún sífellt oft- ar að taia um að hún væri í fjárhags- vandræðum og fékk peninga hjá Guðmundi upp í skuldir. Óttaðist fjölskylduna „Ég vil ekki að fleiri lendi í svona vitíeysu," segir Guðmundur, spurð- ur um ástæðu þess að hann tjáir sig við fjölmiöla um málið. „Ef þau ætía að hefna sín á mér er lögreglan með ERLA HLYNSDÓTTIR blaðamaöur skrifar: erlanpdv.is Grímseyjarferjumálið hefur skaðað Vélsmiðju Orms og Viglundar: Fegnir að losna við ferjuna „Þetta ferjumál hefur skaðað okkur talsvert og er búið að vera dálítið þreytandi. Það hentar ekki vel að lenda í miðjunni á neikvæðri umræðu eins og þeirri sem farið hefur fram um þessa ferju," seg- ir Eiríkur Ormur Víglundsson hjá Vélsmiðju Orms og Víglundar sem unnið hefur að lagfæringum og endurbótum á nýrri Grímseyjar- ferju. Vélsmiðjan hefur nú lokið sín- um hluta verksins og var ferjan af- hent Vegagerðinni í gær. Enn á þó eftir að setja innganga á ferjuna, bæði á stjórn- og bakborðssíðum ásamt öðrum smálegum verkum. „Það eru einhverjar innansleikjur eftir sem verða á könnu Vegagerð- arinnar," segir Eiríkur. G. Pétur Matthíasson, upp- lýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, reiknar með að annaðhvort verði farið í forval eða útboð vegna þeirra framkvæmda sem eftir eru. Ferjan fari svo í siglingar fljótlega upp úr áramótum. Nýja ferjan hefur hlotið nafnið Sæfari, eins og fýrirrennari hennar, sem enn er í siglingum. DV flutti af því fréttir strax í janú- ar að kostnaður við hina nýju ferju væri kominn hundruð milljóna fram úr áætíun og mikil seinkun á afhendingu blasti við. Þá vildu full- trúar Vegagerðarinnar meina að um seinagang hjá Vélsmiðjunni væri að ræða, ásamt kröfum Grímseyinga sjálfra. Grímseyingar, með oddvit- ann Brynjólf Árnason í broddi fylk- ingar, höfðu þó lýst því yfir að þeir vildu ekkert með ferjuna hafa. Hún væri mesti gallagripur. Upp úr sauð svo á miðju sumri þegar Sigurður Þórðarson ríkis- endurskoðandi gaf út skýrslu um kaup og endurbætur á ferjunni. í skýrslunni gagnrýndi Sigurður Árna Mathiesen fjármálaráðherra fyrir að veita Vegagerðinni heim- ild til fjárausturs sem ekki væri á fjárlögum. Skeyti gengu svo á milli Árna og Sigurðar. Þeir Grétar Mar Jónsson og Jón Bjarnason kröfð- ust þess að fram færi rannsókn á agaleysi í fjárútlátum vegna ferj- unnar og vildu að Árni Mathiesen og Sturla Böðvarsson, fyrrverandi samgönguráðherra, sættu ábyrgð með því að segja af sér. sigtryggur@dv.is Nýr Saefari Vélsmiðja Orms og Víglundar hefur lokið sinni vinnu við nýja Grímseyjarferju. Stjórnendur Vélsmiðjunnar eru fegnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.