Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2007, Blaðsíða 25
PV Svlðsljós
FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2007 25
Frumlegar í tauinu Klæönaöur Victoriu
mikla athvqli eins og venjulega.
Geri Halliwell Hefur
aldrei veriö ferskari.
Æstir aðdáendur
Þessar höfðu engu
gleymt frá því þær
voru tíu ára að hlusta
álagiðWannabe.
Spice Girls Maettar
afturtil leiks eftir nlu
ára fjarveru.
frá sólarorku. Pitt biður alla, öll fyrirtæki,
Leikarinn Brad Pitt setti á mánudaginn af stað her-
ferðina Make it Right eða Breytum rétt. Herferðin
gengur út á að byggja 150 ný heimili í fátækasta hluta
New Orleans sem varð illa úti í fellibylnum Katrínu
árið 2005. Húsin 150 verða byggð á innan við ári en
Pitt gefur sjálfur fimm mjiljónir dala eða 310 milljón-
ir króna af sínum eigin peningiun.
Áhersla er lögð á einfalda, ódýra og vistvæna
hönnun á húsunum þar sem þau fá orku sína meðal
annars______________
einstaklinga og félagasamtök, um að leggja sér lið en
verkefnið snýst í raun um að „ættleiða" hús og gefa
þannig fjölskyldum nýtt heimili. Hvert hús kostar
um 9,3 milijónir króna og hefur Pitt því sjálfur greitt
fyrir um 33 hús. Bleiku tjöldin á mymdinni eru líkön
af húsunum sem munu rísa auk sólarorkupallanna.
Hægt er að kynna sér verkefnið frekar á www.make-
itrighmola.org. asgeir@dv.is
Heimstónleika-
ferð Spice Girls
hófst formlega í
Vancouver í Kan-
ada á sunnudag-
inn var. Það ætl-
aði allt um koll
að keyra þegar
Kryddpíurnar
stigu á svið fyrir
troðfullu húsi.
. ’i W'\
04á M 1 .4» í í m'l\ V'fj
Kenndur við
Campbell
Leikarinn Gerard Butler, sem lék
meðal annars aðalhlutverkið í
myndinni 300, er sagður eiga í ást-
arsambandi við ofurfyrirsætuna
skapstóru Naomi Campbell. Þetta
staðhæfir Jamie nokkur Shore, ná-
granni leikarans í Los Angeles. „Hún
hefur heimsótt hann seint á nótt-
unni og reynir að dulbúast. Það gerir
þetta bara ennþá meira augljóst.
Ég meina, hver notar sólgleraugu á
miðnætti?" segir Shore.
Engar
lýtaaðgerðir
Scarlett Johansson hefur brugðist
reið við þeim sögusögnum að hún
hafi nýverið farið í lýtaaðgerð. Us
Weekly birti frétt þar sem vitnað var
í Scarlett þess efnis að hún tryði á
lýtaaðgerðir og að hún ætlaði ekki
að verða gömul herfa. „Ég hef alltaf
verið hreinskilin í fjölmiðlum varð-
andi líkama minn og ég vil ekki að
aðdáendur mínir eða vinnuveitend-
ur fái rangar hugmyndir um mig.
Ég sé enga aðra leið en að kæra Us
Weekly því ég hef aldrei farið í að-
gerð," sagði Scarlett og bætti tals-
maður hennar við að fréttin væri al-
gjör þvæla frá upphafi til enda.
Brjóstin
til vandræða
Leikkonan Helena Bonham Carter
segir að brjóstin á henni hafi ver-
ið til mikilla vandræða við tökur
á myndinni Sweeney Todd sem
skartar Johnny Depp í aðalhlutverki.
„Þegar við byrjuðum að taka upp var
ég ekki ólétt en eftir að ég varð það
stækkuðu brjóstin á mér gríðarlega.
Og vegna þess að við tókum ekki
upp í réttri röð er ég með mín litlu
venjulegu brjóst, fer svo upp stigann
og er komin með risabrjóst."