Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2007, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2007, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2007 Fréttir DV A . - *T FRÉTTIR Ekki verið kært Rannsón á meintu fjár- málamisferli Brynjólfs Arna- sonar, sveitarstjóra í Grímsey, stendur ennyflr. Eftír að Brynjólf- ur var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir að stela 12.900 lítrum af olíu ffá Olíudreyfingu, var skrifstofa hans í eynni innsigluð. f kjölfar hófst rannsókn á bókhaldi sveitafélagsins um hvort ekki væri allt með felldu. Bókhaldsþjónustan Díll skoðar nú bókhaldið en samkvæmt upplýsingum ff á lögregl- unniáAkur- eyri hefur engin kæra gegn Brynjólfi verið lögð ffam ennþá. íslensk kona niðurlægð Erla Ósk Arnardóttír Lilli- endahl var í vikunni hand- tekin á JFK-flugvelli við komu sína til Bandríkjanna. Hún var á leiðinni í ff í og fékk þær upplýsingar að hún fengi ekki að fara inn í landið. Astæðan var sú að árið 1995 dvaldi hún þremur vikum lengur en árit- un hennar leyfði. Starfsmenn JFK-flugvallar handtóku hana og veittu henni grófa með- ferð, settu keðju um mittið á henni sem hún var handjárn- uð við. Svo var gengið með hana í gegnum flugstöðina í augsýn annarra ferðamanna. Drykk og mat fékk hún fyrst eftir 14 kluklcustunda bið. Að hennar sögn fannst henni hún niðurlægð. Erla er komin aftur til landsins og vinnur nú utanríkisráðuneytíð í máli hennar. Ekki brot á lögum Páll Gunnar Pálsson segist ekld ætla skoða málið um sölu á bjórdælu. Hann segir að undirverðlagning sé ekki bönnuð en Max lækkaði verð á bjórdælunni um helming eftir að það fór í samkeppni við BT, eða úr nítján þúsundum í átta þúsund. Ef undirverðlagningu er beitt af markaðsráðandi fyrirtæki getur verið um misnotkun að ræða en í þessu máli á það ekki við. Enn á eftir að staðfesta hviort BT hafi brotíð áfengislög með því að bjóða áfengi með sinni vöru. Sakaður um lögbrot Fulltrúar minnililutans í Kjósarlireppi salca oddvita og meirihluta hreppsins um að hafa brotið stjómsýslulög með því að halda íbúafúnd í sveitarfélaginu án þess að hreppsnefnd hafi samþykkt að boða slíkan fund með lögmætum hættí. Minnihlut- inn fullyrðir jafnframt að að engar umræður hafi farið fram í hreppsnefndinni um íbúafundinn. í bókun á vef sveitarfélagsins, kjos.is, segir ennfremur að ákvarðanir sem ekld séu teknar í samræmi við stjómsýslu- og sveitar- stjómarlög kunni að valda sveitarfélaginu tjóni. Óskað var gæsluvarðhalds yfir manninum sem er grunað- ur um að hafa valdið dauða fjögurra ára drengs, meðal annars til þess að tryggja öryggi hans. Héraðsdómur úr- skurðaði manninn í farbann og honum var sleppt. Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður segir farbann ekki vera öruggt úrræði. Pólitískan vilja þurfi hins vegar til þess að beita ökklaböndum og öðrum skilvirkari úrræðum. ÓTTAST UM ÖRYGGIHINS GRUNAÐA Banaslys Kristinn Veigar Sigurðsson var jarðaður í fyrradag. Héraðsdómur Reykjaness framlengdi ekki gæsluvarðhald mannsins sem grunaður er um að hafa ekið á drenginn og stungið af. Hann er nú í farbanni. DV MYNDVlKURFRÉTTIR SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON blaöamadui skrifar: sigtryggurwdv.is Lögregla hafði áhyggjur af öku- manninum sem grunaður er um að hafa valdið dauða fjögurra ára drengs í umferðarslysi í Keflavík og vom áhyggjurnar ein af ástæðum beiðni um framlengingu á gæslu- varðhaldi yfir manninum. Héraðs- dómur Reykjaness féllst hins vegar ekki á beiðni lögreglunnar og úr- skurðaði manninn í farbann í stað- inn. Bæði Jóhann R. Benediktsson, lögreglustjóri á Suðumesjum, og Ólafúr Helgi Kjartansson, sýslu- maður á Selfossi, gagnrýna dóms- kerfið fyrir að sýna lögreglu ekki skilning þegar kemur að gæslu- varðhaldsúrskurðum yfir fólki sem talið er hafa framið alvarleg afbrot og þyldr á sama tíma líklegt til þess að flýja réttvísina. „Auðvitað ætti ekki að beita gæsluvarðhaldi nema í ítrustu neyð og alltaf þannig að skerðing sé sem minnst. Hins vegar er eðlilegt að þessi mál veld athygli þegar um er að ræða manndráp eða nauðganir," segir Ólafur Helgi. Beðið eftir Hæstarétti Staðfest er að bifreið mannsins sem setíð hefur í varðhaldi vegna slyssins í Keflavík er sú sama og elcið var á drenginn. Maðurinn hef- ur sjálfúr þráfaldlega neitað því að hafa ekið bflnum og jafnvel þótt fjöldi fólks hafi verið yfirheyrður hafa ekki fengist afgerandi sann- Ólafur Helgi Kjartansson Farbannið er einfaldlega ekki mjög öruggt úrræði." anir í málinu. Jóhannes Jensson hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum segir að lögreglan rannsaki málið með opnum hug og mildð kapp sé lagt á að komast að niðurstöðu. „Maðurinn var nátt- úrulega í haldi vegna þess að hann er grunaður um aksturinn og nið- urstaða héraðsdóms breytir ekld þessum grun okkar," segir hann. Beðið er eftír því að Hæstiréttur tald afstöðu til beiðni um framlengt gæsluvarðhald. Þarf pólitíska ákvörðun Ýmsar leiðir eru færar fýrir fólk sem hefur verið úrskurðað í far- bann til þess að komast úr landi. Ólafur Helgi bendir á að Scheng- en-svæðið sé meira og minna opið upp á gátt. „Það væri mun líklegra til árangurs ef einstaklingar í far- banni væru skyldaðir tíl þess að gera lögreglu grein fyrir ferðum sínum. Ef ekld er vilji til þess að nota gæsluvarðhaldið í málum sem þessum er mikilvægt að reynt sé að tryggja að farbannið virld," segir Ólafur. Hann bendir á að hugmyndir hafi komið upp um að skylda fólk í farbanni tilþess að nota ökklabönd sem sýna hvar það er. „Það er hins vegar pólitísk ákvörðun að nota „Hann ergrunaður um aksturinn og nið- urstaða héraðsdóms breytir ekki þessum grunokkar." slík tæki og það þarf ajB skoða með tilliti til mannréttindáákvæða." Farbannið óöruggt Einn Litháanna, sem uppvís- ir urðu að skipulögðum þjófnaði hér á landi í nóvember, skilaði sér ekki í dómsal í vikunni. Frið- rik Smári Björgvinsson, yfirlög- regluþjónn rannsóknardeildar lögregíunnar á höfuðborgarsvæð- inu, segir að ekld hafi fengist stað- fest hvort hann hafi farið af landi brott. „Það hefur elcld tekist að hafa uppi á honum ennþá," segir hann. Um svipað leytí gerðu þrír einstaklingar úr sama þjófagengi tilraun til þess að fara úr landi, en voru stöðvaðir af lögreglu í flug- stöð Leifs Eirflcssonar. 1 byrjun mánaðar yfirgaf Przemyslav Pawel Krymski landið, þrátt fyrir að hafa ver- ið úrskurðaður í farbann vegna rannsóknar á nauðgunarmáli á Selfossi. Hæstarétti þótti ekld stætt á að framlegja gæsluvarð- hald yfir honum á meðan beðið var eftir niðurstöðu úr rannsókn- um á lífsýnum. „Farbannið er einfaldlega ekld mjög öruggt úrræði," segir Ólafur Helgi. Stórtækir Qárhættuspilarar spila sér til framfærslu: Pókerhringir víða um land Póker Allt aö 20-30 manns koma saman reglulega á stærstu pókermótunum Víða um land eru starfandi stórtækir pókerhringir sem hittast að minnsta kosti einu sinni í viku. Allt að 20-30 manns koma saman reglulega á stærstu pókermótunum sem DV hefúr heimildir íyrir og vinn- ingsupphæðir á mótunum eru á annað hundrað þúsund krónur. DV greindi í gær ffá vaxandi áhyggjum skólastjórnenda af spila- fíkn nemenda sinna. Fjöldi skóla á landsbyggðinni og höfuðborgar- svæðinu hefur sett sig í samband við Samtök áhugafólks um spilafíkn og lýst yfir áhyggjum sínum. Fram- kvæmdastjóri samtakanna, Júlíus Þór Júlíusson, segir grunnskólabörn- in ekld lengur nenna að spila upp á eldspýtur og spili upp á peninga í staðinn. Uppgangi pókers meðal ungs fólks virðist engin takmörk sett og hefur DV nú heimildir fyrir því að víðs vegar um landsbyggðina hafi myndast stórir spilahringir þar sem póker er spilaður fyrir háar fjárhæðir og jafnvel oft í viku. Eftir því sem DV kemst næst eru einstaldingar sem hafa lifibrauð sitt alfarið af því að spila póker, bæði í slílcum pókerliringjum og á netinu. I þeim tilvikum væru menn ekld með fasta vinnu, heldur vöknuðu þeir bara og spiluðu póker fram á nótt sér til ffamfærslu. Júlíus Þór segir stórfellda aukn- ingu á því að menn spili fyrir svim- andi háar fjárhæðir á netínu. Fjár- hættuspilavefir auglýsa grimmt víðs vegar á netínu og einnig hefur bor- ið talsvert á slíkum auglýsingum á öldum ljósvakans hér á landi. Einn heimildamanna DV sagði af ein- staklingi sem hefði unnið 130 þús- und krónur í þriggja klukkustunda spilamennsku á netinu en jafnvel þótt menn dettí í luldcupottinn endr- um og eins virðist sem svo að sögur af töpuðum fjárhæðum séu eldd síð- ur algengar. Viðmælendur DVþekkja dæmi um tap upp á fleiri hundruð þúsund á einni kvöldstund. mikael@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.