Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2007, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2007, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2007 UmræSa DV Rasismi á íslandi LEIDARI REYNIR TRflUSTASON RITSTJÓRI SKRIFAR Islenska þjóðin hefur fram til þessa verið talin umburðarlynd gagnvart því fólki sem kemur frá öðrum löndum. En því miður er að verða breyting á viðhorfum gagnvart útlendingum. Sá hörmulegi atburður sem varð í Keflavík þar sem barn lét lífið af völdum ökuníðings hefur orðið vatn á myllu þeirra sem haldnir eru ofstæki og þjóðrembu. Pólverji er grunaður um að hafa orðið valdur að dauða barnsins. Þjóðemi hins grunaða hefúr orðið til þess að allir Pólverjar eru settir undir sama hatt og þeir verða fyrir hatri samfélagsins. Fregnir hafa borist af því sunnan með sjó að hópur innfæddra hafi ráðist á fólk sem er af erlendu bergi brotið. Jafnvel munu vera þess dæmi að börn af pólskum uppruna hafl orðið fyrir einel ti í skóla. fslenska þjóðin er á stórhættulegri braut þegar svona er komið. Frjálslyndi og hlýja gagnvart öðru fólki víkur fyrir heift og hreinu kynþáttahatri. Þeir sem grimmastir eru gagnvart útlendingum ættu að snúa dæminu við og hugsa til enda hvort þeir vildu vera Árásirá nýju Ísleiulingaiui eru ineð iillu óliolandi. útlendingar á íslandi. íslenskt samfélag hefúr á undanförnum árum gjörbreyst með stórauknum fjölda útlendinga sem kosið hafa að setjast hér að. Menn geta deilt um það hvort sú breyting sé til góðs eða ills að hartnær 10 þúsund údendingar hafa sest hér að. Þetta ágæta fólk starfar við hinar ýmsu atvinnugreinar og skilar tekjum til þjóðarbúsins. Umræðan um það hvort slæmt sé að fá svo marga útlendinga inn í samfélagið skilar okkur engu. Þessi samsetning þjóðarinnar er orðinn hlutur. íslendingar eiga ekki aðra kosti en að hjálpa því ágæta fólki sem hingað er komið til að aðlagast. Árásir á nýju fslendingana eru með öllu óþolandi og íslendingum til skamm- ar sem þjóð. Uppistaðan í hópi þeirra sem komnir eru til að iifa og starfa á íslandi er vandað og gott fólk þótt þar megi fínna undantekningar rétt eins og meðal innfæddra. Fólki ber skylda tfl að taka höndum saman og berja niður útlendingahatrið áður en það færir þjóðina enn lengra inn á ógæfúbraut með ófýrirsjáanlegum afleiðingum. SWDIvOKV ÚTGÁFUFÉLAG: Dagblafiið-Víslr útgáfufélag ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elín Ragnarsdóttir RITSTJÓRAR: Reynír Traustason og Sigurjón M. Egilsson ábm. FULLTRÚIRITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Gufimundsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Ásmundur Helgason Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til afl birta afisent efni blaflsins á stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. Oll vlfltöl blaösins eru hljóörituö. AÐALNÚMER 512 7000, RITSTJÓRN 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI 512 7080, AUGLÝSINGAR 512 7040. ■ Líða fer að jólum, heyrist sungið á hverri útvarpsstöðinni á eftir annarri. Það er víst staðreynd. Rétt eins og lóan er vorboðinn eru þing- mennirnir jólaboðar. Þeir fara í jólafrí fyrstir allra. Á undan skólabörnunum og þeir mæta síðastir allra aftur til vinnu. Þeir fá sem sagt landsins lengsta jólafrí. Þess ber að geta að þeir hafa verið við störf frá því í byrjun október svo þeir verða eflaust hvíldinni fegnir. Stundum segja þingmenn að vinnan þeirra sé fjölskylduvæn, hún er það allavega um jól og áramót. ■ Alþingi ætlar að tryggja fleir- um forskot í launum. Fjölga á þeim sem þurfa ekki að semja um eigin laun. Allir aðal hafa tryggt sér þau forréttindi og nú á að tryggja að næst aðal fái líka ríflegri hækkanir en aðrir íslendingar. Þingmenn hafa góða reynslu af kjaradómi, sem nú er kjararáð, því á ekki löngum tíma hafa laun þeirra hækkað fimmfalt meira en þeirra sem minnst hafa fengið. Þeir kunna leikinn. ■ Skemmtileg deila innan Samfylkingarinnar. Guðbjartur Hannesson, sem er nýliði, heldur að standa eigi við kosningaloforðin. Hann lofaði að gjaldið í Hvafjarðargöngunum yrði aflagt kæmist Samfylkingin í ríkisstjórn. Samfylkingin er í ríkisstjórn og því heldur Guðbjartur að standa eigi við loforðið. Kristján Möller, flokksbróðir Guðbjarts og sam- gönguráð- herra, er eldri og reyndari í pólitíkinni og löngu búinn að læra að loforð eru eitt, efnd- ir alit annað. Hann kann að svara. Notar mörg orð um ekkert. Blessaður Framsóknar- flokkurinn. Blessaður Framsóknarflokkurinn. Mörgum, mörgum árum eftir að flokkurinn fékk gjaldþrota mann til að bjarga flokknum frá gjaldþroti tekur DV upp á að fjalla um þetta gamla mál. Auðvitað vissu allir að það var ekki heppilegt að gjaldþrota maður bæri ábyrgð á skuldum flokksins. Allt er hey í harðindum, líka gjaldþrota framsóknarmenn. Það vita framsóknarmenn og hafa látið sér duga. Það var ekki ónýtt að hafa aðgang að banka sem gerði sér gjaldþrota mann að góðu. Þeir gömlu góðu dagar koma ekki aftur. Aldrei aftur. Svo þarf enn og aftur að velta núna blessuninni honum Halldóri upp úr þessu. Halldór var formaður, það vita allir og Halldór var endurskoðandi, það vita líka allir. Halldór vissi að ábyrgðarmaðurinn var gjaldþrota. Halldór vissi líka að bankinn gerði sér gjaldþrota framsóknarmann að góðu. Þess vegna var Halldór formaður. Halldór vissi sínu viti og veit ja&ivel enn. Halldór og hinir framsóknar- mennirnir vissu að það var ekkert mál að taka ábyrgð á skuldum. Ekkert mál. Enda vissi gjaldþrota maðurinn ekkert af ábyrgðinni nema rétt á meðan hann skrifaði undir skuldimar. Svo hurfu þær bara. Vom borgaðar eða afskrifaðar. Skiptir engu. Það sem helst vantar í þessa ágætu sögu er hvers vegna Halldór og hinir framsóknarmennimir, það er þeir þeirra sem ekki vom gjaldþrota, gengu ekki sjálfir í ábyrgðir. Það er nokkuð merkilegt að leita til gjaldþrota manns þegar nóg var tú af öðmm. Mönnum sem höfðu að sönnu notið þess að vera framsóknarmenn. Höfðu fengið þessi fi'nu djobb eða fyrirgreiðslur. Nei, þeir drógu að sér hendurnar. Sá sem var síðastur að segja ekki ég, sat uppi með ábyrgðina. I fyrstu kann að hafa verið undarlegt að sá blankasti væri ábyrgðarmaðurinn. En ekki í lífi Framsóknar. á var Búnaðarbankinn sagður vera flokksbanki Framsóknar. Þess vegna skipti kannsld engu þó ábyrgðarmaður á skuldum Framsóknarflokksins væri gjaldþrota. Hann þarf ekki endilega að vera verri framsóknarmaður þó svo hafi verið. Það er tryggðin, traustið og trúnaðurinn sem mestu sldptir. Ekld íjárhagurinn. Ekki þegar þarf að vinna vondu verkin. Þau vinna ekki þeir sem höfðu nóg annað að gera. Svo vel fór þessi merka saga að maðurinn sem var gjaldþrota er það ekki lengur, að talið er, og Framsóknarflokkurinn varð ekki gjaldþrota. Hann tapaði býsn í kosningunum síðustu. Atkvæði fást ekki að láni í banka, jafrtvel ekki í ábyrgð gjaldþrota framsóknarmanns. DAGGEISLI ■ Merkilegarkenningaremí gangi í Framsóknarflokknum, eða réttara sagt um Framsóknarflokkinn. Sú sem fer hæst er að Valgerður Sverrisdóttir hafi gefist upp á að freista þess að verða formaður og öllum að óvörum renni hún hýru auga til Sivjar Friðlcifs- dótturí von um að hún gefi kost á sér. Svæsnustu kenninga- smiðimir segja þetta tengjast loki á fortíðina. Ef Siv samþykkir að fara ekki í fortíðarskoðun mun Valgerður styðja hana. Valgerður er sögð þreytt á því að vera eilíft að líta tilbaka. -sme DOMSTOLL GÖTUIVIVAR HEFIJR IHJ ÁHYGGJIJR AI VAXANDI IvVIÆKT í I’JÓDI ÉI.ACÍINIJY „Að sjálfsögðu, ég hef fylgist með þessu og finnst sá hluti sem erfátækur alltaf fara stækkandi. Sérstaklega hjá öryrkjum og ellilífeyrisþegum." María Finnbogadóttir, 55 ára öryrki „Já, ég verö að segja það." Arnar Omarsson, 21 árs umbrotsmaður og Ijósmyndari „Hver hefur það ekki?" Birgir Brynjólfsson, 37 ára verkstæðismaður „Nei, ég hef engar áhyggjur þannig séð. Held þetta verði allt I góðu lagi". Ingimundur Kjartansson, 37 ára starfmaður Norðuráls

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.