Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2007, Side 18
18 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2007
Sport PV
ÍÞRÓTTAMOLAR
þrIrAem
Þrír íslenskir sundmenn taka þátt I
Evrópumótinu í 25 metra laug sem
hefet í Debrechen
(Ungverjalandi í
dag. Sundmenn-
irnir eru Jakob
Jóhann Sveinsson,
Örn Arnarson og
Ragnheiður
Ragnarsdóttir. I
dag keppir Örn (
lOOmetra
fiugsundi, Jakob
Jóhann í 100 metra bringusundi og
Ragnheiður i 100 metra skriðsundi. (
frétt á vef Sundsambands Islands segir
aö um 50 (slendingar stundi nám í
Debrechen, flestir i laeknisfræði. (slensku
sundmennirnir vonast þvi eftir öflugu
stuðningsliði. Mótinu lýkurá sunnudag.
TEITUR TIL VANCOU VER
Teitur Þórðarson hefur veriö ráðinn
þjálfari kanadíska knattspyrnuliðsins
Vancouver Whitecaps.Teitur, sem
seinast þjálfaði KR, skrifaði undirtveggja
ára samning.„Ég er mjög spennturfyrir
þessu einstaka
tækifæri. Mér list
vel á hugmyndir
yfirstjórnarinnar
og hlakka til að
leiða samræm-
ingu þjálfunar allt
frá yngstu
flokkunumtil
atvinnumann-
anna,“ er haft eftir
Teiti á vef félagsins. Þar er kennt hvemig
bera skuli nafn Teits fram„TAY-tourTOR-
dar-SUN. Forsvarsmenn félagsins
segjast ánægðir með að hafa fengiö Teit
til starfa og vonast til að reynsla hans
nýtist þvi vel. Vancouver leikur (USL1
sem er næsta deild fyrir neðan
bandarisku MLS-deildina. Vancouver
vann (deildinni árið 2006.
AÐALSTEINN OG RAKEL
DANSPARÁRSINS
Rakel Guðmundsdóttir og Aöalsteinn
Kjartansson eru danspar ársins að mati
Danssambands (slands. Þau taka þátt i
suður-amerískum dönsum (flokki
ungmenna með frjálsri aðferð en þau
keppa einnig upp fyrir sig (flokki
fullorðinna. (ár urðu þau (slands- og
bikarmeistarar (sinum flokki og tóku
þátt í fjölmörgum alþjóölegum
keppnum. Sú seinasta var heimsmeist-
arakeppnin (
suður-ameriskum
dönsum sem
framfóríVilniusí
Litháen um
seinustu helgi.
Rakel og
Aðalsteinn urðu í
55. sæti en annað
íslenskt par, Ásta
Sigvaldadóttirog
Przemek Lowicki, varð (38. sæti. Áttatíu
pörtóku þátt (keppninni.
Rakel og Aðalsteinn hafa dansað saman
i þrjú ár og keppa fyrir Dansiþróttafélag
Hafnarfjarðar. Þau eru númer 232 af
3.000 pörum á heimslista Alþjóðlega
dansiþróttasambandsins. Þau munu
keppa um helgina á Norður-Evrópu
móti ungmenna.
ÍDAG
Enska urvalsdeildin
Enska úrvalsdeildin
Ensku mörkin
Heimur úrvalsdeildarinnar
Bestu leikir úrvalsdeildarinnar
Stórbrotin viðureign frá Anfield þar sem
mættust Liverpool og Newcastle.
Bestu leikir úrvalsdeildarinnar
Bestu mörk úrvalsdeildarinnar frá
upphafi.
íþróttakona ársins úr rööum fatlaðra er Karen Björg Gísladóttir úr Firði og íþrótta-
maður ársins er Jóhann Rúnar Kristjánsson úr Nesi.
DAGUR SVEINN DAGBJARTSSON
bladamadur skrifai: dagur^dv.is
Karen Björg Gísladóttir og Jóhann
Rúnar Kristjánsson voru í gær út-
nefnd íþróttakona og íþróttamaður
ársins 2007 úr röðum fatlaðra. Ka-
ren Björg er sunddrottning og Jó-
hann Rúnar er borðtennisspilari.
Þá fékk Margrét Kristjánsdóttir af-
hentan Guðrúnarbikarinn, en bikar-
inn er afhentur ár hvert þeirri konu
sem hefur starfað sérlega vel í þágu
fadaðs íþróttafólks. Margrét hefur
verið virkur þátttakandi í starfi með
íþróttafélaginu Ösp.
Karen Björg hefur æft sund und-
anfarin 6-7 ár hjá íþróttafélaginu
Firði í Hafnarfirði og er íþróttakona
Fjarðar árið 2007. Karen Björgkeppir
í flokki þroskaheftra og er í úrvalsliði
fþróttasambands fatlaðra.
Karen Björg tók þátt í Heims-
meistaramóti Alþjóðasamtaka
þroskahamlaðra sem fram fór í
Belgíu í sumar. Þar vann hún þrenn
bronsverðlaun, auk þess sem Karen
Björg setti tíu íslandsmet á mótinu.
Einnig tók Karen Björg þátt í
Norðurlandamóti fatíaðra í október,
þar sem hún vann fimm gullverðlaun
og varð Norðurlandameistari í öllum
þeim greinum sem hún tók þátt í.
Karen Björg er núverandi hand-
hafi Sjómannabikarsins 2007 en
hann er veittur stigahæsta sund-
manni á Nýárssundmóti fatíaðra
barna og unglinga. Karen er 16 ára.
„Mér líður bara mjög vel og er
mjög stolt. Árið er búið að vera betra
en ég bjóst við og ér er ánægð með
árangurinn. Næst fer ég til Tyrklands
að keppa og ég stefni á verðlaun þar,“
sagði Karen Björg eftir að henni voru
afhent verðlaunin sem íþróttakona
ársins 2007.
Góð vítamínsprauta
Jóhann Rúnar Kristjánsson er 33
ára borðtennismaður úr Keflavík.
Hann er með þverlömun og er
lamaður upp að brjósti. Jóhann
Rúnar keppir í fötíunarflokki C2 en
á alþjóðlegum mótum er keppt í
flokkum C1 tii C10 þar sem lægsta
taian gefur til kynna mesta fötíun og
sú hæsta minnsta fötlun.
Jóhann Rúnar hóf markvissa borð-
tennisiðkun árið 1998 og er félagi í
íþróttafélaginu Nesi í Reykjanesbæ,
en hefur æft borðtennis með fþrótta-
félagi fatíaðra í Reykjavík, HK og
íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ.
Jóhann vinnur nú að því að vinna
sér þátttökurétt á Olympíumóti
fatlaðra í Peking 2008. f dag skipar
Jóhann Rúnar 14. sæti styrkleikalista
alþjóðaborðtennisnefndar fatíaðra
og mun keppa á opna bandaríska
meistaramótinu milli jóla og nýárs, í
von um að vinna sig ofar á listann.
„Tilfinningin er rosalega góð. Þetta
er í fyrsta skipti sem ég hlýt þennan
titil. Nú er hann kominn og hann er
sætur. Þetta er góð vítamínsprauta í
Frábært íþróttafólk Karen Björg
Gisladóttir og Jóhann Rúnar Kristjáns-
son, iþróttakona og iþróttamaður ársins,
eru hér með verðlaun sin. Með þeim á
myndinni er Kristín Rós Hákonardóttir
sem var íþróttakona ársins fyrir ári og
fékk bikar til eignar.
mstarfS'
róttasami
■■atlaðr,
KAREN 0GJ0HANN
STÓÐU UPPÚR
það sem ég er að gera, hjálpar mikið
til að halda áff am og er vindur í seglin.
Ég er rosalega sáttur," sagði Jóhann
Rúnar og bætti við að árangurinn á
árinu hafi verið fr amar vonum.
„Ef við tökum þetta ár í burtu
hefur árangurinn verið upp og niður.
Ég hef þurft að saftia sjálfur pening en
þetta árið hef ég verið á B-styrk hjá
Iþróttasambandi Islands. Það hefur
losað mig aðeins undan þessum
peningaáhyggjum. Ég hef getað
einbeitt mér meira að mótunum og
hef nánast undantekningalaust verið
í verðlaunasæti. Árangurinn hefur
verið jafn þetta árið og það er ég
sérlega ánægður með," sagði Jóhann
Rúnar, sem stundaði aðrar íþróttir
áður en hann lamaðist.
„Ég var reyndar ekki í borðtennis,
en ég var í körfubolta, fótbolta og
handbolta. Ég var búinn að prófa
allt saman en var mest í körfunni
og fótbolta. Síðan fór ég á sjóinn
sautján ára og íþróttirnar áttu að bíða
aðeins. Síðan lenti ég í slysi," sagði
Jóhann Rúnar, sem stefnir ótrauður á
ólynmíuleikana.
„Eg er í einhverjum línudansi
núna. Ég er í 14. sæti og það er eldd
alveg nógu öruggt, ég þyrfti að vera
í 13. Þá gæti ég sagt að ég væri á
leiðinni á ólympíuleikana. Það eru
sextán sem komast á mótið en 15.
og 16. sætið eru wildcard-sætí og
teamtarget-sæti og eins og staðan
er í dag er maðurinn í 15. sæti
Ameríkumeistari, þannig að hann
hoppar upp í fýrstu fjögur sætin og
þar með fer ég niður í 15. sæti. 15.
og 16. sæti eru sæti sem allar þjóðir
geta sótt um. Ég er alveg í fullu
prógrammi að æfa og ætia að skella
mér til Chicago annan í jólum, þar
er síðasta mótið sem telur á þessum
lista. Það leggst rosalega vel í mig,
ég er áhyggjulaus fyrir þetta mót og
þori næstum því að lofa að það gerist
eitthvað," sagði Jóhann Rúnar.
„Ég væri ekki hérna ef ekki væri
fyrir rosalega góðan stuðning frá
fjölskyldu og vinum, fýrirtækjum sem
styrkja mig, góðu íþróttasambandi
og íþróttafélaginu mínu. Ég er
ofboðslega þakklátur fyrir gott lið á
bak við mig," sagði Jóhann Rúnar að
lokum.
Þaö verða stórleikir í 8 liða úrslitum Lýsingarbikars karla og kvenna i körfubolta:
Njarðvík og KR mætast í karlaflokki
Spennandi dráttur Hannes S. Jónsson (til vinstri) og Arnar Kárason stjórnuðu
bikardrættinum af miklum myndarskap.
Dregið var í 8 liða úrslit Lýsingarbik-
ars karla og kvenna í körfubolta í gær.
Nokkrar áhugaverðar viðureignir eru
fram undan, til dæmis leikur Njarðvík-
ur og KR í karlaflokki. Leikimir fara fram
11., 12. og 13.janúar.
Njarðvfk og KR áttust við í úrslitaein-
vígi Iceland Express-deildar karla á síð-
ustu leiktíð, sem endaði með sigri KR í
fjórum leikjum. KR vann Grindavík í 16
liða úrslitum og Benedikt Guðmunds-
son, þjálfari KR, segist fullur tilhlökkun-
ar fyrir bikarleikinn gegn Njarðvík.
„Við erum bara í stórleikjum í bik-
arkeppninni. Við tökum því bara eins
og menn og ætlum að sjálfsögðu að slá
Njarðvík út. Það er misjafht hvaða leið
lið fara í bikarkeppninni og ég held að
við munum fara erfiðustu leiðina sem
hægt er að fara. Það gerir þetta bara
meira spennandi og við mætum full-
ir tilhlökkunar til Njarðvíkur þegar þar
að kemur. Okkur finnst mjög gaman
að spila á móti Njarðvík, eigum góðar
minningar frá síðustu leiktíð og Njarð-
vík er með hörkulið. Þannig að þetta
verður alveg svakalegur leikur" segir
Benedikt.
Teitur Örlygsson, þjálfari Njarðvík-
ur, segir að ef lið ætli sér stóra hluti í
bikarkeppni þurfi að vinna bestu lið
landsins.
„KR er tvímælalaust eitt af sterkustu
liðum landsins. Þeir unnu titilinn í vor
og síðan unnu þeir leikinn gegn okk-
ur í haust á síðustu sekúndunni. Þetta
er mér því allt í fersku minni og mín-
um leikmönnum og það ætti bara að
hjálpa okkur, bensín á tankinn," segir
Teitur.
Leikurinn verður fyrsti heimaleilcur
Njarðvílcur í bikarkeppninni í þtjú ár
og Teitur segir að því sé erfitt að meta
það hvort heimavöllurinn komi til
með að hjálpa Njarðvfldngum.
8 LIÐA ÚRSLIT KARLA
Skallagrimur-ÍR
Snæféll-Keflavík
Fjölnir-ÞórÞorláksh.
Njarðvík-KR
8 LIÐA ÚRSLIT KVENNA
Valur-Keflavík
Snæfell-Fjölnir
Grindavik-KR
Haukar-Hamar
„Við þekkjum þessa stöðu varla,
þetta er fyrsti heimaleikur Njarðvíkur í
bikarkeppni í þrjú ár. Það er kærkom-
ið. Að sjálfsögðu er alltaf best að vera á
heimavelli, þótt við höfum ekki staðið
undir því í ár. Við skuldum bara fólk-
inu okkar góðan heimaleik og erum
staðráðnir í að gera það í næstu leikj-
um," segir Teitur. dagur@dv.is