Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2007, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2007, Page 19
DV Bilar FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2007 19 *■ Gengi Skoda hefur verið ótrúlegt eftir að gamla sovétið hrundi og Tékkland varð aftur vestrænt Skoda- bflarþóttu ámillistríðsárun- um meðal bestu bfla heims og þjóðhöfðingjar og stórstjörnur sóttust efdr að eiga Skoda, ekki síst Skoda Superb. Eftir seinna strfð þegar Tékkland og Slóvakía voru komin undir sovétið var ísland á sinn hátt líka sovéskt og í Qötrum hafta, skömmtunar og forsjárhyggju. Þetta voru þeir tímar þegaríslensktvinnandifólkfékkaðeins að eignast nýja bfla sem Sovétrfldn og önnur ríki á þeirra áhrifasvæði höfðu látið af hendi í vöruskiptaverslun fyrir íslenskan fisk. Þetta voru tímar blöðruskóda, Moskvits, Pobeda, Volgu og Rússajeppa. Sumir þessara bfla voru reyndar sæmiiegustu farartæki en önnur aldeilis afleit. Tómathlöss í blöðruskóda Einn fyrsti bíll sem sá sem þetta ritar ók var blöðruskódi árgerð 1958. Þetta var talsvert stór bfll og þungur - langbakur með niðurfellanlegt aft- ursæti sem hægt var að breyta í sendi- bfl með hátt í 800 kflóa burðargetu. Blöðruskódinn tómur var grjóthast- ur á holóttum malarvegum þess tíma en ansi mjúkur þegar búið var að lesta hann með 130-140 tómatkössum sem hver um sig var fimm kfló að þyngd. En fúllhlaðinn var hann ansi seinn í snún- ingum því að 1200 rúmsentimetra vél- in með sín eitthvað um 25-30 hestöfl átti fúllt í fangi með að koma bílnum á ferð. Bót í máli var að fyrsti gír var mjög hægur og skipti sköpum þegar kom- ast þurfti upp Kambana með tómata- hlössin. Þetta var ekki skemmtilegt far- artæki, milt sagt. Nýtískulegur stór smábíll Hinn nýi Skoda Fabia er eins langt ffá blöðruskódanum og hugsast má. Fabia er mjög nýtískulegur bfll fáan- legur með flestu því sem prýðir góða og ömgga bfla. Miðað við eldri gerðina sem fram kom árið 2000, gætí manni sýnst sem nýi bfllinn sé mjórri en það er einungis sjónvflla því grillið er nú ffamstæðara en áður og sjálfúr bfll- inn hábyggðari. Lengdin er nánast sú sama því að lengdaraukningin er ein- ungis 2,2 sm. Hæðin er 4,9 sm meiri en á eldri gerðinni. Hin aukna hæð skilar sér ekki síst til farþeganna í aftursæt- inu sem nú hafa mun meira höfuðr- ými en í eldri gerðinni. Skoda Fabia er smekklegur í útlití og minnir um sumt á Suzuki Swift sem aftur minnir á Mini. Undirvagninn er enn sá sami í grunn- inn og var árið 2000 enda engin sérstök ástæða til að skipta því út sem vel hef- urreynst. Skoda hefur um nokkurt árabil verið hluti Volkswagen samsteyp- unnar og nýtur góðs af þeirri gríð- arlegu tækniþekkingu sem þar er til staðar. En Skoda hefur augljóslega talsvert frjálsar hendur og er Skoda Fabia 2 einmitt ágætt dæmi um það. Á bílnum sést og finnst að eins kon- ar ódýr útgáfa af VW Polo hefur feng- ið eigin sérkenni. Betur er vandað til efnisnotkunar og frágangs en áður (sem þó var ekki sérstök ástæða tíl að kvarta undan) og hvað það varð- ar er Skoda fyllilega jafnfætis bílum móðurfyrirtækisins. Ágætur heimilisbíll Skoda Fabia er ágætlega búinn. í því sem kalla má grunngerð eru sex loftpúðar /gardínur, spólvörn og ESC-stöðugleikabúnaður. Af þæg- indabúnaði má nefna fjarstýrða sam- læsingu, raf-rúðuvindur frammi í, rafstýrða og -hitaða útispegla og hæð- arstillingu á ökumannsstól. í betur búnum útfærslum eru aukþess álfelg- ur, vandaðra hljóðkerfi með geisla- diskamagasíni, raf-rúðuvindur við aftursætí, skriðstíllir og hálfsjálfvirkt hita- og loftræstikerfi. Verðið er samkvæmt verðlista umboðsins frá 1.620.000 kr. og upp í 1.980.000 kr. Við tilteknar vélagerðir fást svo sjálfskiptíngar. Skoda Fabia er góður fjölskyldubfll og státar af besta rýminu í aftursætinu í flokki smábíla og mesta farang- ursrýminu - sem nú er 300 lítra. Þetta eru atriði sem skipta máli við val á heimilisbfl. Reynsluakstursbfllinn var með 1,4180 hestafla dísilvél. Þessi vél er mjög spameytin og með henni er Fabia sjálfsagt hagkvæmust í rekstri. Gallinn við hana er bara sá að hún er nokkuð hávær, sérstaklega í borg- arakstri. Auk hennar er í boði 1,91TDI dísilvélin velþekkta frá Volkswagen. Hún er 105 ha Sú næsthagkvæmasta er trúlega minnsta bensínvélin. Hún er 1,2 1 og þriggja strokka og 70 hö. Langmesta eftirspumin er eftír Fabia með þeirri vél í grannlöndum okkar, þar á með- al Svíþjóð. Auk hennar er í boði 1,4 1 86 ha. og 1,6 1 105 bensínvélar. Með þeirri síðastnefndu fæst sex gíra sjálf- skiptíng. Þægilegur akstur { akstri er Skoda Fabia þægilegur og fyrirsjáanlegur. Þegar hann er þving- aður í harða beygju gætir lítils háttar yfirstýringar sem er alveg eins og það á að vera, því að hæfileg yfirstýring hjálpar. ESC-stöðugleikakerfið virkar eðlilega og hægir ekki um of á bflnum eins og stundum vill verða. Dísilbfllinn með 1,4 1 vélinni sem við ókum gerði bflinn svosem ekki að neinu tryllitæki en hún stendur fyllilega fyrir sínu. Hún mættí bara að ósekju verða hljóðlátarí. Fimm gíra handskiptingin var létt og nákvæm. Látlaus og smekkleg innréttíng Betur er vandað til efnis og frágangs en áður. Farangursrýmið er eitt hið stærsta í flokki smábíla. Aftursætið er niðurfell- anlegt í tveimur hlutum (60/40). Skoda Fabia 2: Skoda Fabia 2 Eereinna rúmbestur i flokki smábíla. Hann er hábyggðari en eldri gerðin var. Niðurstaða + Gott rými - sparneytni - Hagstætt verð “ Háværdisilvél HELSTU UPPLVSINGAR ■ Skoda Fabia 2 Comfort 1.4TDI. ■ Verð: 1.790 þúsund kr. ■ Lengd/breidd/hæð í m: 3,99/1,64/1,50 ■ Þyngd tilbúinn til aksturs: 1050 kg. ■ Vél: dísilvél, 1422 rúmsm ■ Afl: 80 hö. ■ Vinnsla: 195 Nm ■ Gírkassi: 5 gíra handskipting ■ Viðbragð 0-100:ca. 14sek. (FÍB-mæling) ■ Hámarkshraði: 165 km/klst. ■ Eldsneytiseyðsla: 4,6 1/100 km i blönduðum akstri. ■ C02 útblástur: 120 g / km ■ Hámarksþyngdtengivagns:900kg ■ Helstu keppinautar: Toyota Yaris, Suzuki Swift, Opel Corsa, o.fl. HPI Savage X 4,6 fjarstýrður torfœru trukkur. Öflugasta útgáfan til þessa. HPI Savage X 4,6 fjarstýrður torfœru trukkur. Öflugasta útgáfan til þessa. Meira pláss Með meiri lofthæð er Nethyl 2, sfmi 5870600, www.tomstundahusid.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR Jeep DOOGE BÍLJÖFUR BIFREIÐAVERKSTÆÐI rýmið i aftursæti þægílegra en áður. Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.