Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2008, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2008, Page 6
6 MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2008 Fréttir DV Sýknaður af líkamsárás Héraðsdómur Reykjavík- ur sýknaði á föstudag karlmann af ákæru um að hafa kýlt annan mann í andlitið með krepptum hnefa. Hinum ákærða var gefið að sök að hafa klukkan 6 að morgni sunnudagsins 18.júnísíðastliðinn slegið mann með krepptum hnefa í andlitið með þeim afleiðingum að framtönn hans brotnaði. í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur segir að ekki sé úti- lokað að einhver annar en ákærði hefði slegið fómarlambið í andlitið þar sem mannmergð hafi myndast í kringum atganginn. Því sé vafinn siíkur að sýkna beri hinn ákærða af ákæru um líkamsárás. Hyggja á útrás til Slóveníu Skipti hf gerði á föstudag tilboð í slóvenska fjarskiptafé- Iagið Telekom Slovenije. Skipti er eitt þriggja fýrirtækja sem gerðu tilboð í félagið en um er að ræða 75 prósenta hlut í fyrirtækinu. Tilboðið er bundið trúnaði samkvæmt samkomu- lagi við slóvensk stjórnvöld sem koma til með að eiga 25 prósent í félaginu. Hjá félaginu starfa um 4.400 starfsmenn en tekjur félagsins á fyrstu m'u mánuðum ársins námu um 54 milljörðum króna og hagn- aðurinn var 9,4 milljarðar. Einkavæðingarnefnd slóvensku ríkisstjómarinnar fundaði um tilboðin á föstudag og varð niðurstaðan að þeir aðilar sem buðu í félagið þurfa að skila inn nýjum tilboðum fýrir 15. janúar. Neitað um leyfi til ættleiðingar Ekki var fallist á kröfu manns um ógildingu tveggja úrskurða dómsmálaráðuneytisins um synjun leyfis til að ættíeiða tvær stjúpdætur hans. Úrskurðir ráðu- neytisins voru byggðir á því að lágmarkssambúðartíma foreldra bamsins hafi ekki verið fullnægt. Héraðsdómur Reylqavíkur féllst ekki á kröfu mannsins af sömu ástæðu og ráðuneytið. Maðurinn og konan hafi hins vegar aðeins verið í sambúð í rúm þrjú ár. Stefn- anda var einnig gert að greiða 150 þúsund krónur í málskostnað. Grímseyjarferja í Slippinn Slippurinn á Akureyri sér um lokaendurbætur á Grímseyjar- ferjunni Sæfara ef fer sem horfir. Fyrir helgi var opnað fyrir tilboð í endurbæturnar og bauð Slipp- urinn lægst, tæpar 13 milljónir. Fjórar stöðvar hér á iandi sem geta tekið ferjuna í slipp áttu kost á að bjóða í verkið. Tilboð bámst frá þeim öllum en þau þrjú sem hafnað var vom á bilinu 22 til 27 milljónir. Næstíægsta tilboðið var því um helmingi hærra en það lægsta. Vegagerðin fer nú yfir tilboðin en Slippurinn getur hafið vinnu við skipið 15. janúar og er áætl- aður verktími þrjár vikur. Davíð Smári Helenarsona, eða Dabbi Grensás eins og hann er oft kallaður, hefur átt við svefnleysi að stríða að sögn móður hans, Helenar Jóönnu Halldórsdóttur. Kunningi Dav- íðs Smára, Hallgrímur Andri Ingvarsson, var viðstaddur báðar árásirnar um jólin. VALUR GRETTISSON bladamadur skrifar: valur(g>dv.is Ofbeldismaðurinn Davíð Smári Helenarson, sem sló atvinnufót- boltakappann Hannes Þ. Sigurðsson á Hverfisbarnum fýrir jól, er á þriggja ára skilorði fyrir brot gegn valdstjórn. Verði hann fundinn sekur fyrir árás- ina á Hannes gæti hann átt yfir höfði sér fangelsisdóm. Móðir Davíðs segir hann góðan pilt. Hann sé hins vegar þjakaður af svefnleysi auk þess sem hann sé skapstór. Árásin á Hannes er sú sjötta á tveimur árum sem hann er bendl- aður við. Hann á yfir höfði sér kær- ur vegna þriggja líkamsárása. Auk Davíðs var Hallgrímur Andri Ingv- arsson með honum og er gmnaður sem einn af þremur árásarmönnum sem veittust að Hannesi. Sjálfur segir Hallgrímur að hann hafi reynt að stía Davíð frá Hannesi. Svefnlaus í mörg ár „Hann á sitt skap, ég viðurkenni það," segir móðir Davíðs, Helen Jó- anna Halldórsdóttir, um son sinn en Davíð hefur verið þjakaður í mörg ár af svefnleysi að sögn Helenar. Síðan drekkur hann ofan í það auk þess að vera skapmikill. Sú blanda virðist oft enda með líkamsárásum. Helen segist ekki verja það sem hann hefur gert. Hún segir að Davíð ætíi að leita sér aðstoðar vegna skap- ofsans sem virðist heltaka hann. Hún segir son sinn þó hafa verið bláedrú þegar árásin hafi átt sér stað. Þá full- yrðir hún að Davíð hafi alls ekki átt upptökin. „Ég er stolt af honum en ekki af því sem hann hefur gert," segir móð- ir Davíðs sem hefur þurft að þola svívirðilegar árásir á einkalíf sitt en henni hafa borist hótanir í gegnum smáskilaboð. Steig á milli Hallgrímur Andri Ingvarsson varð vitni að því þegar Davíð Smári réðst á Hallgrímur Andri Ingvarsson Var viðstaddur báðar árásirnar en segist ekki hafa tekið þátt f þeim. Hannes og hann var einnig viðstadd- ur árásina sem átti sér stað á Apótek- inu þar sem piltur fótbrotnaði. f yf- irlýsingu sem Hallgrímur sendi DV í gærkvöldi segir orðrétt: „Umrætt kvöld á Hverfisbarnum var ég í góðra vina hópi að skemmta mér. Þegar leið á kvöldið og við vorum að huga að því að heimsækja annan skemmti- stað verðum við allir varir við mikinn hamagang á efri hæð staðarins. Þar sem við vorum staðnir upp og á leið- inni út sáum við vel að þarna voru slagsmál í gangi. Ég þekkti til annars aðilans og taldi mig geta komið í veg fyrir að hlutimir færu meira úr bönd- unum en þá var orðið. Ég stakk mér þarna á milli beggja aðila og á allan heiður af því að þessi slagsmál gengu ekki lengra heldur en raunin varð. Þessa frásögn mína styður og gemr staðfest fjöldinn allur af vitnum þar sem ég var ekki einn á ferð sem og að margir vom á efri hæð staðarins. Missti linsu Svipað var uppi á teningnum á Apótekinu en þar labbaði ég inn á salerni staðarins með einum vini mínum sem er vinur fórnarlambs- ins þar. Það sem við verðum vitni að er að sami aðili og áður var í miklum ham. Æsingurinn var mikill og gekk ég aftur þar á milli þar sem ég taldi mig geta stöðvað átökin sem og haft stjórn á báðum aðilum. Það varð úr að ég náði að stöðva þetta en það var ekki áfallalaust þar sem úr mér var slegin önnur linsan en á endanum náði ég að stöðva atið. Það var fyrir einskæra tilvilj- un að ég varð vitni að báðum þess- um slagsmálum en ástæða þess að ég taldi mig geta stöðvað það sem í gangi var er sú að ég þekíci til aðila sem átti í hlut. Ég vil ekki meina að það hafi verið mistök af minni hálfu að stöðva bæði þessi átök því mun verr hefði getað farið." Yfirlýsingin er birt í heild sinni á www.dv.is. Lögreglan hefur hvorki tekið skýrslur af Hallgrími né Davíð Smára en hún hefur myndbandsupptökur af árásinni undir höndum. Eiður Smári Guðjohnsen Ráðist var á hann f miðbæ Reykjavíkuren Davíð Smári var bendlaður við málið. mffi Hannes Þ. Sigurðsson Þrfbrotnaði á andliti eftirfólskulega líkamsárás. Kostnaöur samstarfsverkefnis RÚV og Sjónarhóls skiptist milli samstarfsaðilanna: Vinsæl önd boðar mannkærleika Kostnaður við framleiðslu þátta fyrir Stundina okkar um Engilráð, andarunga sem býr á Sjónarhóli, skiptist á milli Sjónvarpsins og leik- skólasviðs Reykjavíkurborgar. Borgin greiðir fyrir leikíestur þáttanna, vel á hálfa milljón króna, á meðan Sjón- varpið greiðir ýmsan annan kostnað, svo sem upptökur, grafi'ska vinnslu, hljóðsetningu og klippingu. Þess ber að geta að framlag Sjónvarpsins er stærsti hluti kostnaðar við fram- leiðslu þáttanna og fjöldi vinnu- stunda starfsmanna stofnunarinnar er þar að baki. DV greindi frá samstarfi leik- skólasviðs borgarinnar og RÚV við Sjónarhól, samtök fjölskyldna barna með sérþarfir, þar sem framleidd- ir verða 8 þættir með Engilráð sem sýndir verða í Stundinni okkar. Ofs- agt var að allur kostnaður þáttanna sé greiddur af leikskólasviðinu. Hið rétta er að kostnaðurinn deilist nið- ur á milli þess og Sjónvarpsins. Full- yrðing á forsíðu DV að Sjónvarpið fái efnið endurgjaldslaust var því röng. Innslög í Stundina okkar þar sem Engilráð er í aðalhlutverki hafa áður verið sýnd hjá RÚV. Sjónvarpsvetur- inn 2004-2005 voru 8 þættir sýndir í Stundinni okkar. Þórhallur Gunnars- son, dagskrárstjóri RÚV, segir þá hafa notið mikilla vinsælda meðal áhorf- enda. „Þættirnir byggjast á mann- kærleika og umhyggjusemi eins og Sjónarhóll stendur fýrir. Vegna vin- sælda þáttanna og góðs samstarfs við Sjónarhól var ákveðið að hefj- ast handa á nýjan leik og fer öndin ljúfa nú í leikskóla og vinnur verkefni með börnum á sama aldri og marka áhorfendahóp Stundarinnar okkar" segir Þórhallur. trausmdv.is Þórhallur Gunnarsson Dagskrárstjóri RÚV segir öndina Ijúfu vinsæla meðal áhorfenda barnaþáttarins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.