Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2008, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2008, Side 21
DV Sport MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2008 21 Þrítugasta París-Dakar-rallinu var aflýst daginn áður en það átti að hefjast. Hryðju- verkahópar hótuðu að láta til skarar skriða gegn keppendum í Máritaniu. Keppendur, aðstandendur og aðdáendur harma ákvörðunina og spyrja hvert framhaldið verði. Til fjandans með hryðjuverk Tyrkneskur keppandi við hjólið sitt. PARÍS Lífsháski og Dakar-rallið hafa löngum haldist í hendur. Á 29 árum hafa 47 keppendur látist í keppninni. Tveir þeirra lét- ust vegna styrjalda sem geisað hafa á keppnisleiðum. Fyrir helgi var keppninni aflýst eftir hótanir ffá al- Kaída þar sem yfirvöld í Máritaníu voru ásökuð um föðurlandssvik með að greiða götu keppenda. Skipuleggj- endur segja hótanirnar ekki einung- is hafa beinst að Máritaníu heldur keppninni í heild. Keppendurnir 550 voru tilbúnir til að keyra 9.270 kíló- metra á sextán dögum frá Lissabon í Portúgal til Dakar í Senegal. Skipu- leggjendur skýldu sér á bak við að- vörun frá frönsku ríkisstjórninni eft- ir að Frakkar voru myrtir í Máritaníu. Átta af sérleiðunum fimmtán áttu að fara ffam þar. „Þegar manni er sagt ffá hótunum sem beint er að keppninni og nafn al-Kaída nefnt í því samhengi spyr maður ekki um smáatriðiseg- ir Patrice Clerc, formaður skipulags- nefndar rallsins. „Það kann að vera að við höfum látið undan hryðju- verkamönnum en við teljum ekki rétt að taka neina áhættu." Auðvelt skotmark Sérffæðingar segja hryðjuverka- mmm menn hafa unnið auðveldan sigur í áróðursstríðinu. „Þeir unnu fjöl- miðlaslag án þess að hleypa af skoti. Þeir endurspegla viðhorf fárra ein- staklinga á svæðinu. Þeir eiga nokkur hundruð fylgismenn í Alsír og nokkra tugi í Máritaníu," segir Louis Caprioli, fyrrverandi aðstoðardeildarstjóri hjá ffönsku leyniþjónustunni. Að skipuleggjendur rallsins láti undan hótunum opnar hryðjuverka- hópum nýjar leiðir í baráttu sinni. „Minni viðburðum hefur verið aflýst en það hefiir ekki áður þurft að aflýsa alþjóðlegum stórviðburðum. Hættan er mikil. Það er ekki hægt að verja alla leiðina," segir Victor Anderes, vara- forseti bandarísks fyrirtækis sem sér um öryggisgæslu á stórviðburðum. Lék al-Kaída af sér? Jean-Pierre Filiu, sérfræðingur í málefhum Mið-Austurlanda, seg- ir forsvarsmenn al-Kaída hafa ver- ið of fljóta á sér. „Þeir sjá trúlega eft- ir að hafa hótað of snemma og geta því ekki ráðist á keppnina eins og þeir höfðu eflaust skipulagt. Hefðu þeir hótað keppninni eftir að hún var haf- in hefði helmingur umfjöllunar fjöl- miðla snúist um yfirvofandi árás en ekki úrslit dagsins. Orðspor al-Kaída byggist á getu þeirra til árásar. Fyrir Zawahiri (aðstoðarmann Osama bin- Laden) er helmingurinn afjihad fjöl- miðla-jihad. Að keppninni hafi verið aflýst er ekki sigur fyrir al-Kaída. En hver aðgerð sem kemst í sjónvarps- fr éttirnar er áfangasigur." Marokkómenn eru sárir því aldrei hefur verið keyrt í landinu í keppn- inni. Stjómvöldum í Máritaníu þykur einnig miður að keppninni hafi ver- ið aflýst. í yfirlýsingu sem utanríkis- ráðuneytið sendi frá sér segir að ör- yggisgæsla hafi veirð hert eftir morðin um jólin. „Ákvörðunin er ekki í nein- um tengslum við raunvemleikann í öryggsmálum." Hefði verið hægt að aka hluta? Almennt styðja ökumenn og keppnislið ákvörðunina. „Það er áfall fyrir íþróttaheiminn að keppni eins og Dakar-rallinu sé aflýst vegna ástæðna sem tengjast íþróttinni ekk- ert," sagði Carlos Sainz, ökumaður Volkswagen sem margir spáðu sigri. „Skipuleggjendurnir hafa tekið ör- ugga og djarfa ákvörðun. Ég er sann- færður um að þeir hafa kannað málið vel. Heilu ári af undirbúningi ogvon- um hefur verið kastað á glæ." Heinze Kinigadner, forstöðumað- ur hjá keppnisliði KTM og fyrrver- andi keppandi, segir að hægt hefði verið að ljúka keppninni Marokkó með því að keyra sex af sérleiðun- um fimmtán. „Við skiljum og virðum ákvörðunina en við munum ræða við skipuleggjendur um hvernig ákvörð- unin var rædd við okkur keppend- urna. Við munum spyrja hvers vegna ekki var keyrt til Marokkó. Þannig hefðu allir styrktaraðilarnir fengið hluta af fjölmiðlaumfjölluninni sem þeir sóttust eftir" Hann segir ákvörð- unina áfall fyrir kappakstur um veg- Jeysur. „Dakarrallið er eins og ólymp- íuleikarnir fyrir okkur. Aðrar keppnir eru bara upphitun fyrir þessa. Oku- menn og liðin lifa fyrir keppnina." Bandaríski ökuþórinn Robby Gordon tekur undir með honum. „Ég sé ekkert í vegi fyrir að við hefðum getað ekið í Marokkó eða Portúgal." Etienne Lavigne, ffamkvæmda- stjóri keppninnar, segir ekkert geta komið í veg fyrir að hún verði haldin að ári. Til greina komi að ljúka henni annars staðar en í Senegal, eins og gert var 2003 þegar henni lauk í Eg- yptalandi. „Keppnin á næsta ári verð- ur stórkosdeg. Við byrjum strax að skipuleggja hana." GG Meistaramót TBR fór fram á sunnudag: Magnús og Sara sigruðu Magnús Ingi Helgason og Sara Jónsdóttir sigruðu á meistaramóti TBR sem ffam fór um helgina. f úr- slitum lagði Magnús Helga Jóhann- esson og Sara lagði Katrínu Ada- dóttur. Þrefaldur íslandsmeistari í kvennaflokld, Ragna Björg Ingólfs- dóttir, lék ekki með vegna meiðsla. f úrslitaleiknum í karlaflokki vann Helgi fyrstu lotuna 21-18 effir að Magnús hafði leitt 18-12. Magn- ús náði að hrista af sér slenið í ann- arri lotu sem hann vann 21-14 og í síðustu lotunni hrósaði hann sigri 21-10. Magnús var að vonum sáttur í leikslok. „Þetta var ágætís byrjun á nýju ári. Þetta þróaðist allt sam- an eins og ég átti von á. Einliðaleik- urinn var svona þokkalegur og ég bjóst við að vinna hann. Ég er búinn að æfa mjög vel og Helgi er ekki bú- inn að æfa nóg til að eiga eitthvað í mig núna. Ég tók þetta eiginlega á út- haldinu þar sem ég tapaði fyrstu lot- unni," segir Magnús sem æfir þessa stundina með sænska badmintonfé- laginu Wátterstad. Sara Jónsdóttir sigraði í kvenna- flokki og var sátt við sigurinn. „Það var mjög gaman að vinna þótt þetta sé ekkert stórmót." Sara hefur lítið æft undanfarin tvö ár en engu að síð- ur vissi hún að hún ætti góða mögu- leika á mótinu. „Ég æfi svona þrisvar í viku en sigurinn kom mér ekkert sérstaklega á óvart," segir Sara. í tvíliðaleik sigruðu Magnús Ingi Helgason og Helgi Jóhannesson þá Bjarka Stefánsson og Atia Jóhannes- son 21-19 og 21-19.1 tvíliðaleikunnu systkinin Magnús og Tinna Helga- börn þau Einar Óskarsson og önnu M. Gunnarsdóttur 21-7 og 21-7. vidar@dv.is Magnús Helgason Sigraði á meistaramóti TBR (karlaflokki. ÍÞRÓTTAM0LAR EGGERT LÉK ALLAN LEIKIN Eggert Gunnþór Jónsson spilaði fyrir lið sitt Hearts í skosku deildinni um helgina þar sem það náði loks stigi. Hearts, sem hafði fyrir leikinn gegn Kilmarnock umhelginatapað sex leikjum (röð, lenti undir ( leiknum réttfyrir hálfleik en jafnaði um miðbik þess síðari. Eggert lék allan leikinn fyrir Hearts á miðjunni og átti góða sendingu fyrir markið sem framherji Hearts klúðraði. JÓHANNES KARL FÉKK KORTER GEGN ARSENAL Jóhannes Karl Guðjónsson lék slðasta korterið með Burnley i gær þegar það mætti Arsenal (þriðju umferð ensku bikarkeppninnar. PT *PÍ*i Stuttu áöur hafði Arsenal komist tv°nú|1 en I Burnley hafði leikið manni færri frá 60. minútu uT W. . eftiraðKyle * xF Laffertyvar ‘ 'vj rekinnafvelli. ** ■* * Burnleytapaði leiknum 0-2 og bikarferð þeirra (ár er á enda runnin. Jóhannes Karl lék sinn fyrsta leik eftir að hafa tekið út þriggja leikja bann um hátíðarnar. BJÖRGVIN KLARAÐI EKKI FYRRIFERÐINA Björgvin Björgvinsson, skíðamaðurfrá Dalvík, náði ekki að heimsbikarmóti sem haldiðvarí Adelboden í Sviss í gær. Brautin var mörgum öðrum skíðamönnum erfiðenalls heltust þrjátíu og fjórir keppendur úrlestinni ífyrri ferðinni. Austurrlkismaðurinn Mario Matt bar sigur úr býtum á mótinu en hann var fyrstur eftir fyrri ferðina. Landi hans og skíðagoöið Benjamin Raich varð í öðru sæti, tíu hundraðshlutum úr sekúndu á eftir Matt. JÓN ARNÓR EKKI MEÐ Körfuknattleiksmaðurinn Jón Arnór Stefánsson var ekki (leikmannahópi Lokomattica Roma sem vann Cimberio Varese 74-92. Jón Arnór var ekki með þarsem hann reif liðþófa í seinasta leik Lokmattica. Reiknað er með að hann verði frá í að minnsta kosti þrjár vikur. Lottomatica er í öðru sæti (tölsku deildarinnar, tíu stigum á eftir Montepaschi. Liðið leikur næsta sunnudag gegn Siviglia WearTeramo. kristjAn einar sextAndi Kristján Einar Kristjánsson ökuþórvarð sextándi (fyrsta móti nýsjálenskuToyota- mótaraðarinnar sem fram fór í Ruapuna um helgina. Eknarvoru þrjár umferðir um helgina. I fyrstu umferðinni varð Kristján Einar fimmtándi, þrettándi í annarri umferðinni og fjórtándi f þeirri þriðju. Kristján Einar er átján ára Garðbæingur sem hefur ekið í körtukeppni og spreytt sig í Formúlu 3 og Formúlu BMW. Hann tekur þátt í alþjóðlegu Toyota-mótunum þremur. Hann keppir fýrir Triple X Motorsport. emilfrAímAnuð Emil Hallfreðsson, knattspyrnumaður hjá Reggina á Italíu, verður frá keppni í mánuð í viðbót vegna meiðsla. Emil fékk högg á lærið íleik f ítölsku deildinni l.desemberog hefurekkert leikið síðan. Italska deildin hefstánýum næstu helgi. Æfingar hjá Reggina hófustá ný 2. janúar. Liðið gerði í gær jafntefli gegn norska liðinu Lyn i æfingaleik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.